fimmtudagur, apríl 29, 2004

Brúskur á baksíðu moggans miðvikudag ... skemmtileg frétt... hann er frekar slappur samt heima situr kyrr og starir útí loftið... raddlaus og aumur eitthvað... en þetta kemur allt áðan blístraði hann smá... hann tekur nokkra daga í að jafna sig... ÞETTA REDDAST!!!

þriðjudagur, apríl 27, 2004

Brúskur orðinn frægur Svo kom blaðaljósmyndari Morgunblaðsins áðan til að taka mynd af hetjunni... Brúskur verður í Mogganum á morgun...

Bruskur uppa blokk i breidholti

Idafell 12 hann er for a svalirnar, enginn heima

Slökkvilidid mætt med stiga, eg gleymdi myndavelinni

BRUSKUR A LEIDINNI HEIM JIBBI


Sent með GSMbloggi Og Vodafone

Brúskur er kominn heim... hann var úti í alla nótt... Fannst uppá blokk í Breiðholti... við hliðina á Bónus... marga kílómetra frá Hraunbænum... Hraustur fugl. Hann vildi samt ekki koma niður þegar við komum. Ég hringdi hjá einhverju fólki og fór uppá loft en komst ekki uppá þak. Svo tók Brúskur á rás og flögraði um hverfið og lenti svo á sama stað eftir svona 5 mínútur. Vappaði um þakið meðan við og allt Breiðholtið reyndum að lokka hann niður. Svo kom slökkviliðið og hann flaug inná einhverjar svalir. Slökkviliðið fór upp með stiga, á afar æfðan hátt. Inná svalir og slökkviliðsmaðurinn barðist við að fanga hann en Brúskur vildi ekkert með það hafa að láta einhvern taka sig traustataki og barðist vel. Svo reddaðist það og hann var blautur og kaldur og við fórum með hann heim, hann byrjaði á því að snyrta á sér fiðrið ... svo fór hann að borða... nánar seinna...

Ekkert gengur að leita, vonandi er hann kominn eitthvert inn... Myndir af Brúski

mánudagur, apríl 26, 2004

ÉG neita að gefast upp .... Brúskur skal finnast ... og til að hafa einhverja gulrót fær sá sem finnur hann Miða á Metallicu... ásamt ævarandi vináttu og góðvild mína...

BRÚSKUR ER TÝNDUR.... Páfagaukurinn okkar flaug útum glugga rétt áðan... finnst hvergi ég er búinn að leita og leita... ekki gott... ef þið þekkið einhvern sem býr í Árbænum, rétt hjá Nóatúni, endilega láta vita að hann sé týndur.....


BRÚSKUR ER TÝNDUR.... Páfagaukurinn okkar flaug útum glugga rétt áðan... finnst hvergi ég er búinn að leita og leita... ekki gott... eins og að týna bróður sínum... ef þið þekkið einhvern sem býr í Árbænum, rétt hjá Nóatúni, endilega láta vita að hann sé týndur.....

My Parrot flew out the window today!!!

Ég treysti á ykkur...

Berglind á afmæli í dag, hún á afmæli í dag, hún á afmæli í dag, hún á afmæli hún Berglind, hún á afmæli í dag, hún er tvítug í dag, hún er tuttugu ára, hún er tuttugu í dag... Til hamingju með daginn megi hann verða þér til gleði og ánægju.....

Það er Web log... eins og í Star Trek... Captains log star date 45393.6...

sunnudagur, apríl 25, 2004

ÉG var að spá!

Búinn að redda mér miða á Metalica... Það þýðir að ég á aðgöngumiða á alla helstu tónleikaviðburði á landinu þetta sumarið og engir undanskyldir.

Alltaf gaman að stofna ný blogg... var að henda þessu inn http://blog.central.is/jonminn/. Kannski ég ætti að fara að læra... eða gera eins og ein ákveðin manneskja benti mér á.... Lærðu það sem þú getur ekki slitið þig frá... þá ertu alltaf að læra hvort eð er
... svo kannski ég taki BA í msn og bloggi!!!

laugardagur, apríl 24, 2004

Mikið er gaman að slugsa lærdóminn.

Annars hef ég verið að bardúsa mikið undanfarið eins og sést á myndasíðunni minni . Óþarfi að rekja það nánar en vegna einhverskonars lesturs og skrifta hef ég ekki tíma til að setja þetta eins vel upp og Göbbels gerði fyrir Hitler. Auk þess er röðin á myndunum eitthvað skringileg... allt í einu er í miðjunni mynd sem ætti að vera neðst og svoleiðis en skiptir engu allt er ágætt og lengi lifi Jón Minn að eilífu atóm!

Andri að gefa mér bensín en ég varð bensínlaus um daginn... um miðja nótt og vakti Andra til að redda mér, og þar sem Andri er með gullhjarta fór hann á fætur og kom með bensín í kókbauk... Takk Andri.

fimmtudagur, apríl 22, 2004


#
Kveðja frá yðar einlægum. Gleðilegt sumar.

miðvikudagur, apríl 21, 2004

Anna María og Elfa eru svo miklir snillingar. Handboltagellur í Val að rústa Íslandsmeistarakeppninni unnu í gær Stjörnuófreskjurnar... og stefna ótrauðar áfram... Í viðtali við Önnu Maríu kemur í ljós að hún hefur ekki skipt um sokka í fjórar vikur og hefur ekki klippt hár sitt því hún heldur hún missi SAMSON kraftinn og liðið fari að ganga verr.

Um þessa mótherja sína hafði Anna María þetta að segja: Þær eru allar með tölu helv. BITCHES*. Ég tognaði illa í bakinu í gær af því að línumaðurinn þeirra hrifsaði svo helvíti þétt í mig.

Anna bætti svo við. Það er ein gellan í Víkingi sem er eitthvað klikkuð í vörninni. Línumaðurinn hjá okkur kom útaf í hálfleik og var bara búin að missa andlitið... aðaltrikkið hjá víkingsbeljunni* til að pirra línumanninn okkar var að reyna að snúa upp á geirvörtunrnar á henni!!! Þetta er ekki lygi. Línumanninum okkar brá svo að hún vissi ekki hvað hún ætti að gera. Hún var að reyna þetta allan leikinn... maður er nú alveg stop... Já þetta er brútal íþrótt. Annars gerir gerir þetta engin nema þessi geðveika víkingsgella, sagði Anna svo að lokum áður en hún skoppaði útí sumarið enda er stutt í sumarkomu... Sumarkomunótt rétt handan við hornið.

Við óskum þeim góðs gengis og vonum að þessar sjálfumglöðu stjörnur með sitt kynferðislega ofbeldi sýni fagmannlega hlið í leiknum á morgun.

Svo er ég orðinn umboðsmaðurinn hennar Önnu Maríu ... þá er bara að hringja í Nike og segja hey I have the next Kornikova here in Iceland, lets make a billion. Ok?

* smá breyting ritstjóra

Mættur á hlöðuna enn og aftur í þessari viku... hef verið duglegur að mæta á morgnana núna. Svaf reyndar yfir mig í morgun en ég þurfti greinilega á því að halda svo það er bara jákvætt... Þá er ég líka betur upplagður í lærdóminn, ræktina og vinnuna og allt annað sem ég er með í gangi......................... Sem er frekar mikið miðað við þessa prófatörn sem ég kom mér í...

Violent Femmes á morgun... getur ekki klikkað.

KILL BILL VOL 2 á föstudaginn... getur ekki klikkað.

þriðjudagur, apríl 20, 2004

Nýjasti vinur KGRP. Eftir sérstaklega vel heppnaða Akureyrarferð, þar sem honum fannst ákveðin stór maður uppáþrengjandi!!! Ég vill vera vinur hans...

mánudagur, apríl 19, 2004

Breaking news

Nýtt Íslandsmet

Leon er byrjaður að blogga eftir þetta fyllerí sem hann hefur verið á síðustu 15 mánuði. Örasti bloggari Íslands lofar útbótum, við hér á skriftofu Jóns Míns höfðum sambandi höfuðstöðvar Leons 7 fyrr í dag til að grensasl fyrir um þessi stórtíðindi... fátt var um svör nema ef frá eru skilin nokkur vel valin orð um PAPPAKASSA!!!

Ég er glaður en mig langar samt að koma með athugasemd varðandi ftp aðgang að Háskólamöppunum t.d. Herðubreið(munið að refresh´a), því það er ekki hægt að fara inná áframhaldandi möppur(t.d. síður nemendafélaga) með explorer, bara sitt eigið heimasvæði(og vefsvæðið líka) heldur þarf sérstakt ftp forrit til að tengjast þeim stærri stað. Af einhverjum ástæðum er bara happa og glappa hvenær maður kemst inná. Ég viðurkenni það fúslega ég er enginn tölvuhestur en þegar sama stilling er notuð tvisvar og mismunandi niðurstöður fást í hvort skiptið .... þá er eitthvað að.

Annars var helgin mjög góð... fyrir utan það að ég ætlaði að klára ritgerðirnar en fór frá þeim hálfkláruðum í þriggja tíma kjaft æði í Laugar.

annars...

Heyrandi heyrið... FRÓÐASI FRÓÐINN TIL SÖLU eldri en flestir Hr. Kristbjörn Helgi Björnsson hefur ákveðið að bregðast við markaðnum og hafið sölu á hinni frábæru hreyfimynd FRÓÐASI FRÓÐINN fyrir aðeins 500 krónur (íslenskar á föstu gengi tengt Jóni Sigurðssyni) hvort heldur á V H S afspilun eða stafrænni(geilsadiskur fylgir). Opnað hefur verið sérstakt netfang khb@hi.is og fjárfest í farsíma 847 4107 (virg´bíls á fagmáli). Come one come all!!!

laugardagur, apríl 17, 2004

Okkur til ánægju fann ég bækur í einni af leitum mínum á hlöðunni... sem eru með ljóð yfir afmælisdaga...

26. október

Ljóstum steininn, þá streymir fram
...................................lindin -
stormurinn greiði hin þungu ský.
Upp með fánann! fögur er myndin,
þá >>fálkinn<< er seztur á efsta tindinn

Sigurður Sigurðsson

Þetta finnst mér benda til þess að ég sé hinn réttborni erfingi heimsins og hafi tekið mér stöðu á hinum efsta tindi.

Önnur bók

Fyrir sigri sannleiks bið,
sem að vondir níða;
sannleik veittu sjálfur lið,
sjálfur þorðu´ að líða.

Steingrímur Thorsteinsson

Þetta sýnir glögglega að ég er boðberi sannleikans og þó vondir menn reyni að níða mig niður, eigi ég ekki að örvænta því ef ég er sjálfum mér trúr og virði sannleikann er mér borgið.

Enn önnur bók

Hverjum ei fyrir brjósti brann
að brugga ráð fyrir versta grunn,
láttu aldrei ota hann
illri flugu þér í munn.

Benedikt Jónsson Gröndal

Brjóstvit hef ég mikið og þrátt fyrir möguleika á að nota það til illra verka, læt ég eigi það gjörast.

AAA ÞAÐ ER SVO UPPÖRVANDI AÐ VERA ÉG...

Litla systir mín er svo mikil rúsína... sendi mér sms rétt áðan, útaf því netið heima virkaði ekki.

„Jon Finnbogason! Dad er ekki hægt ad fara a netid og dad likar mer illa. Nu skalt du koma stora rassinum dinum hingad eins og skot“.

ÉG þoli ekki þegar fólk sest í básinn á móti mér á hlöðunni.......... arg ég er með langar lappir .............ég þarf mikið pláss.... farðu!!!!!!!!!! FARÐU

föstudagur, apríl 16, 2004

Kæruleysið....

hefur heltekið mig... því miður...

Vill það sé 13. maí... þá er heill hlutur sem ég þarf ekki að hugsa um farinn aftur til fortíðar... - lærdómurinn...

Kæruleysið er það slæmt að ég nenni varla að blogga... hugmyndaflugið er gjörsamlega dáið... Allskyns verkefni sem ég var búinn að lofa mér í sitja á hakanum en en en en en en núna er helgi og þetta reddast allt um helgina...

Þarf bara að sofa og sofa og sofa og sofa svoger ræktin á morgun og sog HLAÐAN þar sem .... vá .... hvað ég mun afkasta miklu...

Er að hugsa um að skipta yfir í Linux... þarf að láta Árna snilling eða annan viljugan redda mér því...

þriðjudagur, apríl 13, 2004

Til hamingju með daginn Ása. Hún Ása á afmæli í dag. hún á afmæli í dag. hún á afmæli hún Ása hún á afmæli í dag...... húrra húrra húrra húrra húrra

ha?

mánudagur, apríl 12, 2004

Ég afrekaði að glósa minna en hálfa gormabók í vetur fyrir þrjá háskólakúrsa... Merkilegt... man að einhverntíma í Ármúla kláraði maður heila glósubók fyrir hvern áfanga á önninni....

sunnudagur, apríl 11, 2004

Gleðilega Páska

Vegna samfélagslegs umfangs sjálfs míns fékk ég tvö páskaegg þetta árið.

Fyrri málsháttur:
Læknirinn segir að kona mín þarfnist sjávarlofts, svo nú sit ég og veifa framan í hana ýsu.

Seinni málshátturinn:
Aumur er ástlaus maður.


#
Það vantar páskalög...


#
Lóan er komin að kveða burt snjóinn..kveða burt leiðindin það getur hún...hún hefur sagt mér að senn komin spóinn...sólskin í dali og blómstur í tún...hún hefur sagt mér til syndanna minna...ég sofi of mikið og vinni ekki hót...hún hefur sagt mér að vaka og vinna, og vonglaður taka nú sumrinu mót...

Sumarið er að renna í hlað......

föstudagur, apríl 09, 2004

Jói og Björgvin eru svo magnaðir ... búnir að setja inn leiki á síðuna sína...
lemdu mörgæs og
dreptu mörgæs

Nitjánhundruð og eitthvað ár síðan Jesú var krossfestur, eins og Aggi orðar það - by the jews...

Annars er of gott veður til að læra... farinn í fótbolta...

fimmtudagur, apríl 08, 2004

Takk Hr. Hólmeirsson fyrir að vilja koma með mér í hungurverkfall... ég hef afráðið að halda því til streitu en með smá breyttu sniðu frá öðrum hungurverkföllum því það sem ég borða ekki er óhollur skyndibiti... það byrjar vel ég hef ekki borðan neinn óhollan skyndibita í heilan sólarhring... eða frá því ég ákvað að fara í verkfallið...

Margir frægir hafa farið í hungurverkfall eins og einhverjir sem ég gæti hafa lært um í sagnfræðinni í Helvítis Ísarngerði.

Lýsingar mínar á matarleit munu verða áberandi hér á síðunni... en sem betur fer eru páskar að koma og þá er frí í vinnu og maður getur étið heimatilbúinn mat... en það fer svo að reyna á REYNA Á þegar Páskum lýkur....

Jég ætla að fá salat!!! eða eitthvað .... kannski ég noti tækifærið og læri smá næringafræði....

miðvikudagur, apríl 07, 2004

Myndir frá A K U R E Y R I - A P R Í L - 2 0 0 4 Því miður vantar myndatexta en það mun hann Bósi sæti redda á næstunni enda er hann mín hjálparhella í php og css málum enda er hann svo fjölhæfur piltur... En fyrstu myndirnar eru frá bensínáfyllingunni þá sá ég að Lögreglan var að gera athugasemdir við olíuflutningabíl Atlantsolíu...

og svo KOKTEILL það var gaman reyndar ofsagaman........ góð æfing fyrir Akureyrarferðina

Ég er svangur ætli ég fái mér ekki matinn Jóns að borða (orðaröðun Gumma).

Langar að labba inní einhverja búð og segja:

Góðan daginn, mig langar í eitthvað hollt! En eins og alþjóð veit er ekki hægt að fá hollan skyndibita, hvergi... ég er að tala um hollan bita, sem auðvelt er að éta standandi, í bílnum eða grípa með sér, á sanngjörnu verði nálægt þeim stað sem ég er staddur á á hverjum tíma.

Kominn með meir en nóg af fituríkum og sveittum mat sem gerir ekkert nema veita manni ógleði í sálinni...

Mömmumatur er góður en ég er bara aldrei heima hjá mér... nema þegar ég kem til að halla mér...

Hvað á ungur maður sem lifir í sífelldu stressi og flandri eins og ég að gera í stöðunni??????? Fá sér kók og pylsu... hamborgaratilboð... djúpsteiktar núðlur eða kínamat á 1300... kjúkling í nóatúni... brauðmeti.... ávexti sem maður þarf að skera til og vesenast með????? nei nei nei nú segi ég stopp...

Ég er farinn í hungurverkfall!!!

Vá Auður litla er með einhverjar stúlkukindur í heimsókn núna og klukkan miðnætti... þær blaðra og blaðra og blaðra og blaðra og blaðra áðan voru þær að tala um kennara í Árbæjarskóla og sögðu að Ásta Ben væri góður kennari... já hún kenndi mér líka stærðfræði og hún var ágæt í því ég man hún var frekar sjúskuð alltaf ... kennaratýpan .. útjöskuð og þreytt endalaust... svo tala þær um málefni sem maður skrifar ekki á bloggið ... maður segir nú ekki frá öllu á blogginu... en já þær segjast núna vera búnar að tala saman í fimm tíma... vilja taka einhverja síma úr sambandi eða slökkva á þeim ... "ég er með vöðva á höndunum".. "þetta er ógeðslegt".. "ég stend svona þá koma svona línur"... "þú ert ekkert spik með þetta er bara hart".. "ef ég væri svona væri ég brjáluð ég ætla að losna við þessa bumbu"... "hahaha ég er svo mjó ég er ógeðslega mjó"... "samt ekki".. "komiði bara í heimsókn til mín og stöndum fyrir framan spegilinn niðri og þá verðum við ekkert smá mjóar".. "amma og frænka mín stóðu þar um daginn og voru ógesslega ánægðar"... "það er eins og maður sé ógesslega mjór..." sögðu þær meðan þær fóru í yfirhafnirnar og svo fóru þær...

þriðjudagur, apríl 06, 2004

Allt er gull sem glóir og sá sem ráfar er týndur.

mánudagur, apríl 05, 2004

Aprílgabb en takk fyrir að lesa síðuna mína... Samkynhneigð er ágæt… merkilegt hvað sumir eru enn viðkvæmir fyrir svona löguðu… nefni engin nöfn.. því auðvitað á svona lagað að vera eins venjulegt og hitt í hugum fólks…

Fór annars í kokteil á föstudaginn í Landsbankan og drakk þar bjór með Gnar, Su, Gummó, Habib, Oddný nickname ODIO, og Dóru... gerðum mikinn usla og vorum með læti... klöppuðum áður en ræðum lauk og lukum þeim þannig (Habib) hlóum að súluritum sem sýndu KB banka betri en alla aðra (Jón) plögguðum listmálaranum Karli Jóhanni (Gnar) spáðum í hversu víðsýnn deildarstjórinn væri, sem sagði að víðsýni væri mikilvæg (Dóra), hrópuðum WHO CARES undir ræðum (Ása, Sa) og Nickname Odio flugfreyjaðist eitthvað… Svo var Gettu Betur ekki með góð úrslit… ákveðið að fara á U2 tónleika í New York í sept hvort sem þeir eru planaðir eða ekki. Aggi – pabbi komdu með skó handa mér – KGRP pulsa fékkst ekki því við vorum of snemma og of seint á ferli. … þá var hópferð í strætó … einn í hvern. Nema næst var kofinn og þar voru þær þessar fjórar sum þægilegar eru… næst Silent of the lambs… og svo tók ég taxa heim enda enn svoldið drukktinn ringdi niður í helvíti fyrir utan Hallgrímskirkju og …

Vaknaði svo fjórum tímum seinna tók leigubíl niðrí bæ og náði bílinn vakti Jón Sigurð og Auði Ævarr til að ná í svefnpokann uppí úthverfinu þeirra… og vakti Agga, Gumma og Evu til að FARA NORÐUR Á AKUREYRI og hitta hana ODDNÝJU þau voru readdy í ferð og eftir að allir voru komnir í Peugeotinn þrjúhundruð og sjö var spænt í bik, yfirlag átta. Sungið og trallað og rætt um málefnin samt ekki svo borgarnes og kveikti ég á sjónvarpinu með lítilli handaútréttingu þar var formúlan Schumacher rústaði því eins og endranær og ég og gummó klöppuðum … fjölskyldufólkinu til skemmtunar og svo var ríkið þar sem ég talaði og talaði og malaði og malaði… Eva vildi ekki þekkja okkur og var eftir útí bíl… síðan keyrði ég norður og var kominn þangað stuttu síðar eftir mikinn söng í Víðidal þar sem Achtung Baby var í aðalhlutverki … Akureyri heilsaði með 23 stiga hita og sól og logni… heilsaði Oddnýju með virktum..íbúð Oddnýjar (myndir á leiðinni) er skemmtilega frábær… fórum í sund nema Eva var eftir sig eftir aksturlag mitt og vildi helst róa sig niður en hún myndi labba til okkar á eftir… í sundi var handklæðinu mínu stolið og hafði ég ekkert tau til að þurrka mér á …. En það REDDAÐIST því sundlaugavörður kom með handklæði til mín… svo hitti ég Hrönn en hún fór úr axlarlið daginn áður á snjóbretti… og sog fórum við á fyllerí en fyrst sáum við stökkpallinn fyrir neðan sundlaugina og ákváðum að kíkja seinna um kvöldið en af einhverri ástæðu gleymdist það… náðum í pixxxu á Greifanum og átum og drukkum á garðinum undir samspili ofsatrúarfólksins sem býr allt í kringum Oddnýju HV-spurningar og svo skrifaði einhver niður fyrir mig hvernig maður biður einhvern að sænga með sér á spænsku. en ég týndi miðanum… en það REDDAST En eftir það var *sjöunni* haldið áfram frammí þorpinu… og við með læti hey fá fötu… EEEEEEEEEEEEEEIIIIIIIIIIIIIIIIIIIINNNNNNNNNNNNNNNNNNNNNNNNNNNNN HAAAAAAA sog klappað og farið á ALI og þar var maður með öngvan putta og Fanný frá Ármúladögunum er víst í bekk með Oddnýju… næst man ég ekki alveg hvað drykkurinn heitir … Mohjító en einn maður drakk hann því fimm í fötuuu… og EEEEEEEEIIIIIIIIIIINNNNNNNNNNNNNN læti og hey þegar ég hugsa um það þá var engin tónlist þarna inni og frekar mikið bara kaffihús en við tókum ekki eftir því fyrr en daginn eftir…. „Viltu gjöra svo vel að fara með fæturna niður af borðinu“ og koma þeim ofaní Gleránna strax … mikið rétt.. minni kæru Evu datt í hug að vaða Gleránna enda hafði hún haft á orði hana langaði að baða sig í Jökulsá á leiðinni norður… og hún dró þá tvo með sér sem minna máttu sín og fór af stað upp með buxur eða úr þeim … sokka í vasa og skó í höndur… af stað í kalda ánna … „reynið að horfa á fastann punkt ekki á ánna“ næstum dottin „aaaaa hér er djúpt“ „KALT“ en þau sluppu lifandi úr ferðinni og gátu ekki hætt að tala um afrekið sitttttttt en svo var sardína og sofnað ………………… reyndar man ég ekki helminginn en það reddast………. Myndir Agnars hér

fimmtudagur, apríl 01, 2004

Ég hef ákveðið að nota þennan vettvang, þar sem vefsíðan er víðlesin, til að segja öllum frá yndislegum hlutum sem hafa gerst í mínu lífi... Þannig er mál með vexti að um daginn kynntist ég yndislegum strák, hann er samkynhneigður og ég vissi af því... eitthvað við hann virkaði svo sterkt á mig og eftir smá daður spurði hann mig hvort ég væri til í smá tilraun… ég var ekkert svo viss hvað ég ætti að gera… en ákvað að þar sem maður lifir bara einu sinni að þetta gæti verið áhugavert… ég meina ef ég er ekki hommi þá kemur það í ljós og þetta myndi allt vera gert með mínu samþykki, hann lofaði að fara varlega og hætta ef ég myndi biðja hann. Eitt kvöldið á djamminu hitti ég hann niðrí bæ og við ákváðum að fara heim til hans… þegar ég kom þangað sýndi hann mér hvernig best væri að hreinsa á sér endaþarminn áður en við myndum byrja… ég vildi frekar að hann myndi hreinsa sig… því þetta væri fyrsta skiptið mitt með karlmanni … hann sagði að það væri lítið mál og án þess að fara útí smáatriði þá virtist hann njóta þessa og ég var fljótur að hreinsa mig að aftan líka vorum við að þrykkja alla nóttina. Þetta er eitthvað sem ég mun gera aftur… því mér leið svo vel … mér hefur alltaf fundist frekar glatað að sofa hjá stelpum en þegar ég er með karlmanni iða ég allur af tilhlökkun… svo er ekkert smá flott að totta typpi…

Ég ætla hér með að koma útúr skápnum… það væri vel þegið ef vinir mínir og fjölskylda myndi styðja við bakið á mér og hafa samband, síminn minn er 695 4236. Einnig vona ég að allir virði þessa ákvörðun mína… lifið heil.