miðvikudagur, júní 30, 2004

Portúgal vann enn og aftur... komumst í úrslit... er orðinn uppfullur spennings að mæta Tékkum á sunnudaginn...

Var að velta fyrir mér þessu undarlega fyrirbæri... Dejavú.... undarlegt fyrirbæri

þriðjudagur, júní 29, 2004

ÉG er aftur farinn að blogga

eða réttara sagt ég ætla að byrja að blogga

fyrst ætla ég að taka smá til...

Skoðið myndir á meðan... aldrei að vita nema fleiri myndir bætist við... enda mikið safn til...

mánudagur, júní 28, 2004

fimmtudagur, júní 24, 2004

Rúst

Portúgal áfram

Var fúll þegar FIGO var tekinn útaf en sáttur þegar sá sem kom inná fyrir hann skoraði... svo þessi rugl vítaspyrna hjá honum ... kaldasta vítaspyrna sem ég hef séð... á krítískum tíma... og Ricardo ... berhentur villimaður varði frá e-m Tjalla... síðan RÚSTAÐI hann öllu með markinu sínu...

Áfram Portúgal...

miðvikudagur, júní 23, 2004

þriðjudagur, júní 22, 2004

Bára á afmæli í dag, hún á afmæli í dag, hún á afmæli hún B hún er catch 22 í dag... Til hamingju með daginn...

já já myndir á leiðinni.

Sextándinn 16. júní... Misheppnaðir tónleikar og loftmálun
Þjóðhátíðardagurinn 17. júní... Stuttbuxur niðrí bæ, Kandíflos og snuddur og golf.. já og Þingvellir ... bestur
Útilega 18. júní... atburðir
Útskriftir 19. júní... haha júhú snillllld
Sunnudagurinn 20. júní... flutningar... var að bera þungt dót
Mánudagurinn 21. júní... Hótel Loftleiðir og golf

laugardagur, júní 19, 2004

Vil benda lesendum á hljóðsíðu Jóns Míns http://serajon.blogspot.com/ en þar er að finna allt farsímablogg...

miðvikudagur, júní 16, 2004

Að hugsa með sér... bloggið hefur tekið við sér aftur... ég er byrjaður að blogga mikið... kannski ég bloggi bara í allan dag... þarf samt að leggja mig eftir smástund annars verð ég ekki frískur fyrir kvöldið... en í kvöld ætlar Eyvindur að vera með tónleika og uppistand.. ég ætlaði að vera með uppistand en hætti við vegna lítils undirbúnings og ætla þess í stað að vera með einskonar kynningu... kemur í ljós hvaða hlutverki ég mun gegna...

Var að horfa á mig í speglinum áðan og vá... vá hvað ég er fallegur.. vá hvað það er gaman að horfa á sjálfan sig í speglinum... ætli það sé eins gaman fyrir þá sem eru ekki fallegir? Pælið í því.. að horfa í spegilinn og vera ekki ánægður... það hlýtur að vera skrýtið...

Allavega - world peace -

Skemmtilegt þetta græna hor sem maður fær í veikindum... það er alveg milljón

Sit heima og búinn að hringja í heilsuvernd og gefa skýrslu... hvað ætli verði um þessar upplýsingar... þær safna heilmiklu um mann og hvað verður um þessar upplýsingar?

Skrifa email við tækifæri

Ég fór til læknis í gær vegna heilsu minnar og eftir nokkra bið tók á móti mér ung læknissnót. Hún tróð löngum eyrnapinna uppí kok og ég kúgaðist. Svo vildi hún skoða á mér bakið og andsk. ég að hafa ekki mætt í rækt lengi. Bakið er svosum í fínu lagi, fiskur um hrygg vöðvar á víð og dreyf svo ég sperrti bara og vonaðist eftir hrósi um þolfimilegt eða kraftajötunslegt bak...

eftir það hrós fór hún að pota í bakið á mér og strauk yfir einhvern blett og ég fékk gæsahúð. Svo fór hún að plana næsta stefnumót okkar á læknastofunni, spurði hvenær ég væri laus í eitthvað bóguslæknisfjarlægingueitthvað og sagði að það þyrfti allavega tvo tíma í verkið... Woh hún vildi mig...

en þar sem ég var ekki alveg nógu ánægður með hvaða áhrif það hefði á fjölskyldu mína ef við myndum á endanum gifta okkur, s.s. að hún er læknir og þyrfti að vinna rosa mikið og sona, auk stress vinnu þar sem ég yrði mjög líklega Einvaldur einhvers ríkis og hún yrði að hætta að vera læknir sem væri mjög ólíklegt hún myndi vilja það.

Vegna þessara greinilegu árekstra sem kæmu til í framtíðinni ákvað ég að taka ekki við þessari viðreynslu og sagði að ég myndi bara hringja í hana ef mig langaði í þessa aðgerð við tækifæri... hún virtist fúl að sjá, svona er þetta bara vinan sagði ég við hana um leið og ég brosti valdsmannslega til hennar...

Hefði kannski átt að fá nafnið hjá henni?

mánudagur, júní 14, 2004

Langar að blogga en minns bara dettur ekkert í hug... held það sé útaf 15 tíma vinnudag... já góða nótt

sunnudagur, júní 13, 2004

Myndasíðan fullkomna liggur niðri vegna duttlunga minna og smotterís vandamáls

laugardagur, júní 12, 2004

Nýr dagur... myndir komnar inn frá KGRP deginum í gær...

fimmtudagur, júní 10, 2004

Búinn að vera veikur...

og sekur er ég um að gleyma afmæli Oddnýjar annað árið í röð... en ég var með óráði á þriðjudaginn og þess vegna hugsaði ekki um neitt nema mína eigin vanlíðan... fyrirgefningarósk

Sok vannaði ég Rauðvínspottinn í vinnunni... meiraðsegja bæði fyrsta og annað sætið... samtals 8 flöskur... SANGRÍA aldrei að vita hvað maður gerir með þann fjölda...

Annars er stemming og aftur stemming fyrir partý annað kvöld... sem verður ofsalegt... myndir hér...

sunnudagur, júní 06, 2004


Pabbi ákvað að lýsa yfir stuðningi við Ólaf Ragnar og keypti sér Ólafs gleraugu í dag til að sýna stuðning í verki...

Another day older and higher in wealth - True story.

Sigga Lóa á afmæli í dag til hamingju með daginn...

Ammli hjá Oddnýju í gær... það var endalaust fjör... myndir hér...

og meira blogg hér...

laugardagur, júní 05, 2004

Í gær var grill hjá Meistara Agga. Mikið um dýrðir, mikið um stórkostulegheit og mikið um stuð!!!

fimmtudagur, júní 03, 2004

Fyrst er stóra systir snillingur og svog er litla systir snillingur... í millitíðinni var miðjubarnið bara latt og lágvært.

Þannig er mál með VÖXT að útkoma úr Samræmdum sæmræmdu prófum prófunum kom í dag og 9 í meðaleinkunn hjá litla grísnum... það er ekkert små gott hjá henni... ég vil óska henni til hamingju með þennan góða árangur... Til hamingju með þennan góða árangurr.

Fokk 9 á eins prófum fyrir alla 10. bekkinga!!! Nú þarf hún bara að velja sér skóla við hæfi... Vonandi velur hún ekki marrandi MR!!!

Alltaf gaman að vita hvað maður myndi heita á ensku ef maður væri útlendínskur Rescue Oasis væri nafnið á speedo sundbuxnakappanum.

RÚST

Mannkynssaga II = 6.0

Nú sannast hið fornkveðna... Maður þarf ekkert að læra jafn yfir önnina... bara lesa slatta fyrir próf og nám er ekki full vinna

miðvikudagur, júní 02, 2004

Magnaðir tímar... nú er gaman að vera fréttafíkill

Lög nr. 33 frá 1944 öðru nafni Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands

„26. gr. Ef Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp, skal það lagt fyrir forseta lýðveldisins til staðfestingar eigi síðar en tveim vikum eftir að það var samþykkt, og veitir staðfestingin því lagagildi.

Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu.“

Getur einhver útskýrt fyrir mér hvað er óljóst varðandi þetta?

þriðjudagur, júní 01, 2004

Gleðilegan Júní

Swindon komst ekki upp um deild... duttu út á móti Brægtn í útsláttakeppni í leik sem fór í vítaspyrnuúrslit.

Back to the balls robins, there is always next year!

.............Undarleg tilfinning hvílir yfir mér þessa stundina... eins og ég eigi að vera sofandi eða að undirbúa morgundaginn... kannski ég eigi að blogga um helgina???

Já já ég hélt partý heima á sunnudag og það var gaman... fyrst fórum við yfir smá netmál og komust að niðurstöðu um myndaalbúm sem er tilbúið og running... með kommentakerfi, Rescue Oasis er snillingur

Eftir það reyndi ég af áfergju að finna manninn sem gat ekki hætt að klappa á Casper & Mandril Aftalen DVD diskunum hans Ása sem skildi þá eftir 13. maí en af einhverjum kunnum ástæðum gekk það ekki eftir og ekki urðum við vitni að áhorfi um hann

en ég fann aftur á móti manninn sem var búinn að búa til vél sem breytir mönnum í homma... Bára kom eftir að formlegum fundi okkar strákanna var lokið með 3 ára gamlan VODKA sem var víst bara ágætur (nema það hann var ekki drukkinn og flaskan er á þvælingi milli borða meðan ég hreinsa til) svo gaman að hreinsa til...

og auðvitað var hún með GYÐINGA sígarettur sjálfvafðar til peningasparnaðar... sem er bara gott því af hverju eiga þessi sígarettufyrirtæki með allar sínar verksmiðjur að græða en þær sem eiga ekki verksmiðjur að tapa??? Spyr sá sem veit varla neitt!!! Næstu gestir voru þessir sem maður verður að bjóða í partý til sín... nefnilega sætu strákarnir... Jói (hypersvalt mullet tískugúrú) og Frikki og fyrst þeir voru komnir þá var ekki um annað að ræða en að

stelpurnar hrönnuðust heim í stykkjatali.. fyrst til að finna lyktina af þessum lengidugandi karlmennum var Berglind (sem tók svo margar myndir af sjálfri sér í myndaalbúminu frá partýinu og svo kom Gústav sem er víst Guðsmaður af guðs náð... syngjandi hress... hvað næst ójá hmm man ekki röðina en...

Oddný og Eva næstar öskrandi útlitsgeislandi Unnur árbæingur með þeim enda alltaf í HNITinu og næst kom Agnes vænsta ... síðhan kom Agnar og Gummi enda eru þeir í áskrift. Næsti sem dyravörðurinn hleypti inn úr röðinni var... enginn önnur en ...

UNA það var aldeilis gaman, verst með Sigurgísla sem var víst að fæða hungraðan heim á meðan. Annars man ekki hverjir voru í þessu partýi... eins gott maður tekur myndir Sunna kom með stelpustóð og kom þá í ljós að frænka mín var mætt á svæðið - Fellow æðardúnsbóndi frá Múlasveit - ekki slæmt og við ræddum um Sveitina og ættingja okkar... svo kom Björk árbæingur... en eftir það kláraði Berglind allt snakkið sem var gott því snakk er aldrei gott gamalt...

JÓN OTTI ER ALVEG EINS OG SETH Í THE O.C. hann var ekki ánægður með það... en ég verð nú að segja að ég horfði á þáttinn í kvöld með vinkonum Auðar litlu systur og það var bara gaman... ég er alveg kominn inní þáttinn - Helvítis OLIVER Já Ottinn kom með marga gesti og hlustaði á Mínus og koRn eða eitthvað solleiðis.

HEY næstar á svæðið voru engar aðrar en --- mig langar að segja *************** - en voga mér það ekki Claire and Sandy og þær voru bara Elegant ,klæðnaðar, enda útskrifaðar stúdínur á ferð með mikla drauma í farteskinu með bragðkeim af lífssjáanda.

haha svok fóru allir niðrí bæ... nema þessar þrjár sem gera heiminn skrýtinn Bee, Claire and Sandy... þær sungu fyrst í eldhúsi mínu svo undirtók en það var ekkert miðað við Hopesönginn á mínum löngu og rúmgóðu svölu svölum ... reyndar urðu þær frekar agressívar þegar feitlagin kona á labbi í hverfinu um miðja nótt leit ekki upp til þeirra og tók þátt í miðju alheims leik þeirra... ég forðaði mér inn og skipti um föt ... þá kvartaði nágranninn yfir þessum álfasöng... seinna við lögðum af stað down town fog creek og þar tekur við bloggi Gummó...