mánudagur, ágúst 27, 2007

Jeg hef ekki undan að gefa hjólandi dönum fimmuna, sérstaklega þegar ég bíð við gatnamót að bíða eftir græna kallinum.

laugardagur, ágúst 25, 2007

Skóladagarnir byrja

Við eigum öll að kynnast í skólanum, læra nöfnin á hvort öðru og ræða saman um samfélagið í nærmynd. Þau settu okkur í orðaleik, allir áttu að standa upp sem uppfylltu einhver skilyrði. *Ertu með tattú, *Ertu í bláum skóm, *Ferðastu í Metróinu, *Blabla og svo var spurt *Ertu yfir 23 ára, og af 78 manns stóðu 13 upp.

Já annars er ég að læra á Facebook, það er gaman, og við Bryndís skrifum saman á http://2juni.blogspot.com/ um markverða hluti.

mánudagur, ágúst 20, 2007

Kom á óvart hvað mikið er fjallað um Indland í netfjölmiðlum í Danmörku.

miðvikudagur, ágúst 15, 2007

Brúskur er í heimsókn á Miklubrautinni, vont hann bilaðist við að sleppa út hér um árið. Maður getur ekki talað almennilega við hann lengur.

Síðustu metrarnir í pökkun.

x Bækur
x Diskar
x Eldhúsdót - takk Líney
x Föt
x selja sjónvarp - Bryndís seldi
x allskonar

úff

http://2juni.blogspot.com

laugardagur, ágúst 11, 2007

Þetta er búið. Ég er búinn að gera upp 9 heil ár í bransanum

Eftir Kaupþing var sofið út, langþráð réttlátt snús tekið á klukkunni.

Sendi Bryndísi svo í þrefalda endajaxlatöku daginn fyrir ferðahelgina, héldum svo rakleitt í Eyjafjörðinn í afmæli og meðþví. Allt tekið af stút og einstaka sinnum hringdi síminn úr dalnum og ég náði rjómanum af því sem fór í símann frá köppunum.

Þegar sólin kom á mánudeginum var hent í okkur amrískum jeppa og risavöxnu fellihýsi (Mange tåkke:) [verð að læra dönskuna]) og héldum við Vestur á firði. í 90 ára afmæli nafna og afa.

Ég fór suður og aftur vestur til að klára ferðina, á meðan ég var rólegur í gönguskóm að ræða minkagildrur og kviðpokaseiði reddaði Brynís íbúð í danmörku, hún er yndisleg. Fogedgården 9, 2200 copenhagen. Hringið á undan ykkur.

Svo er byrjað að djúsa á ný... meira seinna