fimmtudagur, júlí 28, 2005

Var að koma af Kofanum úr árlegu kveðjuhófi Jóns og Agga. Þetta er árlegur viðburður sem við viðhöfum í hvert það skipti er haldið er út fyrir landsteina. Ég þakka fyrir góða mætingu.

Batterí og sími komin í hleðslu. Held bakpokinn sem ég ætla að taka með sé örugglega inni í skáp. Er að horfa á vegabréfið mitt. Krítar og debet krotin á sínum stað. Minniskortin í myndavélina tóm. Augndropar klárir, útaf sýkingunni í vinstra auga. Úrið klárt. Er í buxunum sem ég verð í í ferðinni. Á eftir að velja með efri helmingsflík. Ætli ég setji ekki auka buxur í bakpokann nokkra sjálfstæða boli (Hólmgeirsson, Swindon og DV), 3 nærbuxur, 2 stuttbuxur og 2 sokkapör. Tek með lokaða og opna skó. Sólvörn. Aloe Vera. Aloe Vera rollonið, Veit ekki í hverju ég verð á sjálfum tónleikunum. Engan jakka á ég. Fjárfest verður í Ipod. Sólgleraugu klár. Hleðslutæki fyrir Ericsson. Hleðslutæki fyrir myndavél. Einkaklúbbskortið. Tannþráð. Mach3Turbo skaftið. Held þá sé allt upptalið sem verður að taka með í bakpokann á leiðinni út. Keypt verður Ferðataska almennileg og fyllt af fötum og varningi ýmsum fyrir heimferðina.

Hasta la vista Baby


Parken, það er uppselt. Broskall

miðvikudagur, júlí 27, 2005

Litla sys á ammæli í dagtil hamingju með 17 ára afmælið.

þriðjudagur, júlí 26, 2005

Vestfirðir eru búnir, sólin lék við mig og eyjarnar...

Eyddi mestu púðri í að labba nakin um fjöll, dali, hlíðar og firði - tók uppundir 500 ljós- og hreyfimyndir.

Næst á dagskrá eru tónleikar með U2Lífið er núna, ekki bíða

þriðjudagur, júlí 19, 2005

Verð fyrir Vestan frammí næstu viku

Fyrir ykkur sem ekki vitið hvar "fyrir Vestan" er þá er meðfylgjandi kort af svæðinu.
Ætla að hafa ljósopið opið extra lengi og taka mynd af fossi eða tveim.

mánudagur, júlí 18, 2005

Snoop Dogg


Damn tha Doggy´s on fire. Hélt bestu tónleika sem haldnir hafa verið á klakanum. Harður, ljúfur, hann réð öllu, í sínum pakka, í minni ferð. Lofaði að koma sex sinnum á ári, jess... í upphafinu fylltu Hjálmar Höllina af einhverju unaðslegu, einhverju seðjandi, umlukið bassa og hristingi. Augað á mér hristis á tíma undan þunganum :)

DJ Deluxe umturnaði öllu þegar hann birtist... hann er svalur gaur, enda er ég mikill aðdáandi hans. Vonandi fæ ég áritað plakat frá kallinum eða bol til að halda í hefðina varðandi frægt fólk sem ég segi að séu vinir mínir.

Næst er Parken.

laugardagur, júlí 16, 2005

Í fyrsta skipti á ævinni er ég kominn í launað frí frá vinnu.

Reyndar er ekki alveg komið að umskiptunum því enn er helgi. Samt er þetta í raun orðið að veruleika, reyndar í dag dældust inn í hausinn á mér atriði sem ég gleymdi að ganga frá áður en ég fór í frí. En það mikilvægasta var að ég stillti inn autoreply á emailinn hjá mér.

Veit ekki alveg hvað ég á af mér að gera næstu vikurnar. Hugsa ég skreppi Vestur og renni fyrir silung í Vattardal. Þjálfa upp murderskills, the með nýja sjónaukanum.

Slekk jafnvel á símanum.... á eftir að ákveða þetta allt saman

Hey ég er auðvitað að fara á U2 um verslunarmannahelgina

Live a little, JF

miðvikudagur, júlí 13, 2005

I´m Ron Burgundy?