sunnudagur, maí 29, 2005

Búinn að taka til í skottinu.

Enda eru fyrirhugaðar útálandferðir bráðlega. Það sem ég fann í skottinu (á bílnum mínum já já haha) var meðal annars New York Knicks húfan mín forláta sem ég kauptaði þegar ég var tvólf ára, man ég keypti líka silfurmynd af Patrick Ewing (á hana enn í albúminu mínu).

Nú er bara að kaupa sér dollu af .22 og finna málmbitana sem fylgdu til ísetningar á kíkji, en efast stórlega um að það takist.

Græni góði stóllinn minn, enn með miðanum á. Kælibox fullt af tjöruhreinsi og öldruðum bjór.

Gamall þvottur og tvistur ásamt bókhaldinu í einum pokanum fór allt saman beint í ruslið.

Ryksugaði svo endalaust af snakki... ?

Tékkaði hvort ekki væri varadekk undir teppinu og tjakkur... lenti í vöntun á Mözdunni eitt sinn eins og frægt er orðið!!!

Annars var helgin fjörug... veikur miðvikudag, fimmtudag og föstudag. Þunnur laugardag og sunnudag og örugglega veikur á mánudag...

fimmtudagur, maí 26, 2005

Lara Croft

Þegar fornleifafræðingar framtíðarinnar lifa það af að skoða mannbyggða fjallgrafhýsið mitt eftir um 80.000 ár. Munu vakna spurningar meðal þeirra um af hverju óeðlilegur beinvöxtur sé á hvirfli höfuðkúbu Jóns. Ég get upplýst það hér með, sem mun vonandi geymast í hinum geysilegu archives of www.blogger.com um ómunatíð, að ástæðan fyrir þessu er einfaldlega sú að ingangar að húsum og hýbílum manna um aldamótin 2000 eru þess eðlis að menn eins og yðar einlægi eiga erfitt með að ganga um þá án þess að finna fyrir lágt stemmdum efri hluta og slá haus í.

Þannig er nú það bara maður...

fimmtudagur, maí 19, 2005

Stríðsástand í miðbænum - Anchorman Agnar Video

Aukinheldur eru komnar nýjar myndir

Eurovision

Var að keyra í vinnuna í morgun, allt í einu áttaði ég mig á því að ég var að keyra uppí Grafarvog! Nefnilega komið sumar, erfitt að venja sig af góðum sið.

Annars tek ég eftir því að ég sef aldrei eins vel og þegar það er bjart úti...

mánudagur, maí 16, 2005

Er búinn að fjárfesta heljarmikið...

www.jonfinnbogason.com og www.jonminn.com

Nú get ég byrjað að dansa... veit samt ekki alveg af hverju ég var að kaupa þessar slóðir,... það eru meira en 60 dagar síðan útborgun átti sér stað... ég vildi skipta um hýsingaraðila eða krónutölutakara öllu heldur strax eftir skráningu en NEI þá þurfti ég að bíða í 60 daga og það kláraðist fyrir um 2 vikum síðan... borgaði tvöfalt :(

Agnar er semsagt kominn með nýtt email agnar@jonminn.com

Ég tók mig líka til og stofnaði nýtt email fyrir HINN JÓN hinnjon@jonfinnbogason.com

Endilega bjóðið þá velkomna til Digital Ísland.

sunnudagur, maí 15, 2005

Fór í Bása í dag - 100 kúlur - sumar rúlluðu frammaf netinu, aðrar drifu 20 metra, fleiri flugu þó beint og greitt og flestir vöktu aðdáun.

Svo var Hallgrímskirkja lokuð - á Hvítasunnu?? má það?? Ætlaði uppí turn að taka myndir

laugardagur, maí 14, 2005

Bachelor

Held með Töru, hún er langflottust.

LOST

Held með ófreskjunni, en held hún muni ekki standa undir væntingum þegar kemur að birtingu.

þriðjudagur, maí 10, 2005

Það fljúga mávar útvið gluggann minn... eins og út við sjávarþorp... mávarnir að berjast um slorið... gaman að fylgjast með þeim flögra í uppstreyminu... þvílík ró... þvílík gleði og gamansemi

sunnudagur, maí 08, 2005

Allt sem ég geri, geri ég af einskærri tilviljun.

Engu að síður hef ég að leiðarljósi að koma vel fyrir og þraðka ekki á rétti annarra. Hæfileiki minn við að viðhalda fordómaleysi þrátt fyrir heitar kringumstæður er nánast algjör. Stundum hræði ég og rugla fólk án þess að ætla mér það. Oftast næ ég að mynda sérstök tengsl við aðrar manneskjur. Margir sækja í viðurkenningu mína og trúnaður minn við náungann er fullur og án undantekninga. Ég er hógvær en þrái samt hrós. Bræði mín heldur sér alltaf innanbrjósts. Útrásina fæ ég með flóknum leikfléttum sem fáir taka eftir að eigi sér stað. Mér líður best þegar athygli fólks beinist að mér.

föstudagur, maí 06, 2005

Jess - það er kominn aftur mánudagur - og föstudagur... aftur... dejavú... aftur hahahahhahahaha

þriðjudagur, maí 03, 2005

Dreymdi draum

Mig dreymdi draum í nótt, mig dreymdi að ég væri staddur í Vatikaninu áður en ég fékk mér að borða á þessum 4 ógeðslegu stöðum. Mig dreymdi að ég hefði verið varaður við lélegum veitingastöðum í Vatikaninu og mér var bent á góðan stað við Tíber ána... þar fékk ég þá bestu máltíð sem ég hefi bragðað...

ánægður núna

mánudagur, maí 02, 2005

Shitt

Myndalagerinn er að fyllast... hef ekki póstað myndum í langa mánuði... 500 myndir bíða birtingar... flóðið kemur...

sunnudagur, maí 01, 2005

„Fyrirgefðu herra leigubílsstjóri held þú ættir að skipta út hraðamælinum og fá þér dagatal“