sunnudagur, mars 16, 2008

Dreif ekki niðrá Nörreport í morgun. Of gaman í gær

fimmtudagur, mars 13, 2008

Today the rain came down sideways just like back home.

Er að prófa að blogga á ensku, ætla að byrja á þessari setningu, kannski verða næstu útlensku erlensku setningar skemmtilegri. Við getum bara wait and find out.

Leiðinlegt að hjóla í svona rigningu, langar næstum að fá mér strætókort. En reyndar herðir það mann að hjóla við erfiðar aðstæður. Ég mun þó aldrei hjóla brekkur nema einu sinni hverja.

mánudagur, mars 10, 2008

Idiocracy

Það verða allir að sjá þessa mynd. Hún fjallar um framtíðina eins og verður vafalaust.

Traustvekjandi peningar framtíðarinnar.That's what I am talking about.

Sjónvarpsefni framtíðarinnar.Engin ástæða til að taka auglýsingahlé því auglýsingarnar eru hvort eð er alltaf á skjánum.

BRAWNDOSvo er öllu skolað niður með Brawndo.

föstudagur, mars 07, 2008

Ég er orðinn harður fylgismaður þess að Vetni verði orkugjafi framtíðar.

Metan og lífrænn massi er einungis annað nafn á olíu og kolefnisorkugjöfum ásamt því að skapa sama CO2 losununarvandamálið.

Vonandi verður þetta þannig að maður keyrir vetnisbílinn sinn að orkustöðinni og þar er vatn á tank eða vatn úr á tengt við rafmagnslínu sem efnagreinir vatnið um leið og því er dælt á bílinn.

Fékk hugmyndina hjá http://svavarjonatans.blog.is/blog/svavarjonatans/.

miðvikudagur, mars 05, 2008

Fór á leikinn í gær á Glaða Grísnum. Manchester 1 - Lyon 0.

Er búinn að fara mikið á fótboltaleiki undanfarið því strákarnir eru ManU fanatiks. Sjálfur er ég Swindon maður en í rauninni lítið fyrir að fylgjast með íþróttum. Á meðan aðrir tjá sig yfir byrjunarliðinu hugsa ég fyrst og fremst um nöfnin á gaurunum og hvaðan þeir eru.

Reyndar er ég harður FCK maður en það er ekki enska deildin.

Það er alltaf spurning hvort maður verður formlegur stuðningsmaður einhvers af þessum liðum sem eru alltaf í sjónvarpinu eða ekki. Swindon komust í sjónvarpið 2003 á móti Leeds í einhverjum bikarúrslitaleik en ég vissi ekki af því fyrr en mánuði seinna.

Ætti maður að "velja" annað lið og jafnvel fara í búning? Ég veit það ekki en eitt er víst, ég mun aldrei halda með Stoke.

laugardagur, mars 01, 2008

Róður

Datt í hug í gær að fara í 10000m í stað vanalega 5000m.

Ég varð var við skrýtna tilfinningu, þegar maður situr svona mikið kjur á rassgatinu getur maður fengið skrýngilega tilfinningu. Til að gefa fólki smá vísbendingu um hverskonar tilfinningu þá hugsaði ég ekki um annað en Líkþorn og Legusár síðasta tvo og hálfa kílómetrann.

Gleðileg Mars.