mánudagur, janúar 28, 2008

Skólinn byrjaður, úff

"Hvað er þetta með að mæta í eitthvað hús þrisvar á viku og láta manninn halda yfir manni fyrirlestur? Er maðurinn ekki allsstaðar?"

Ætli ég hafi ekki hlotið æðri menntun fyrir lífstíð á því að horfa á Simpson?

Reyndar hefur annað sjónvarpsefni einnig lagt mikið til málanna, eitt námskeiðið sem ég er í núna gæti auðveldlega heitið "Thank you for smoking".

miðvikudagur, janúar 16, 2008

Útgáfudagur

Í dag gef ég út lag, eða öllu heldur texta við lag. Er orðinn þreyttur á hræðilegum lögum Íslands megin í stúkunni á kappleikjum.

Þetta lag verður vonandi sungið á næsta leik, lagið er Ólafur Liljurós.

Frá landi elds og íss
Fótbolti
Fótbolti
Við komum til að styðja
Hvern einasta mann
Liðið lagði boltann upp með vellinum
Liðið lagði boltann upp með vellinum fram


Það kemur video á Youtube þegar tölvan kemur aftur úr viðgerð.

Áfram Íslands

fimmtudagur, janúar 10, 2008

2008

Éta, borða, snæða, glefsa og leggja sig. Jólin nýbúin og maður aftur dottinn í Baunaveldi.

Ég byrjaði á því að kaupa mér Madden '08 og búinn að liggja í honum síðustu daga. Stillti hvern leik í korter og vann um daginn NY Giants með 121 á móti 60, náði meðal annars 95 yarda snertimarki. Spila fyrst um sinn sem Patriots.

Svo er SuperBowl í byrjun feb, það verður öll nóttin þá.