þriðjudagur, september 30, 2003

Mæting á kofa tómasar frænda slash Nelly´s klukkan 22:00 30. september

Nýju vetnisvagnarnir eru komnir til landsins og ef sumir bílaverkstæðastarfsmenn gerðu eins og þeir lofuðu, væri ég kannski bráðlega vonandi þáttakandi og partur af þessum strætó mengunarlausa heimi.

Vá að hugsa með sér Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson kominn með blogg Eftir að hafa boðið netheima góðann daginn var hans fyrsta verk að skrifa jákvæð orð um mig, þakka þér Valdi, you shouldn´t have.

mánudagur, september 29, 2003

Helvítis Ófeigur á Glaumbar virðist hafa svikið okkur kæru kgrpliðar. Partýið sem áætlað var 4. október hefur verið tekið af lífi. Ekkert partý 4. október þar sem einhverjir tónleikar eru þá. Partýinu 4. okt hefur verið frestað til 18. okt. Mér þykir þetta miður og ég er brjálaður útí Ófeig og hans skósveina, sérstaklega þar sem ég pantaði salinn fyrir mánuði síðan en svona eru mennirnir svikulir og fégráðugir. Í staðinn fáum við sérstaklega miklu meiri bjór og fleira áfengi enda sættum við okkur ekki við neitt annað. Mér þykir þetta bara fúlt. Lifi byltingin, mátturinn og dýrðinn að eilífu www.jonminn.blogspot.com

Hittumst heil og sæl laugardaginn 18. okt. Því þá verður alvöru alvöru skemmtun.

Fyrir okkur sem ekki sætta sig við svona málalok, verður alvöru geim á föstudaginn eða laugardaginn án fría áfengisins á Nelly´s en þar verður gaman saman, að vísu verður eitthvað um skítuga fossvogsliða en það er samt gaman að þeim svona með víni. Allir sem vettlingi geta valdið mæta og mikið djamm.

Idol alveg að meika það. Verst að hafa ekki sungið eins og Frank sjálfur en það kemur á næsta ári. Því að ári verður farin önnur ferð í Idol og þá skal ég vinna allt sem hægt er að vinna. En djöfull var gaman í bænum um helgina, hlýtt í veðri, sumir vildu fara uppá þök bæjarins til að horfa á stjörnurnar og aðrir rændu óvart símum.

Verst var að missa af boði í hvalaskoðun á bátnum hans Andra báða dagana, ég vona að mér bjóðist önnur ferð!

Schumacher sannaði að hann er bestur. En því miður þarf hann eitt stig í viðbót svo hann sé öruggur með að slá metið, svo allir skulu sameinast mér í bæn um gott gengi í Japan.

sunnudagur, september 28, 2003

Litla systir á rósaballi Hefðin í Árbænum er að 10. bekkingar sæki áttundabekking til að fara á rósaball á hverju hausti. Þetta er myndin hennar Auðar.

laugardagur, september 27, 2003

Hafnar eru mínar fimmtán mínútur af frægð. „Ég er allavega ekki sköllóttur eins og þú“ er kveðjan sem ég heyrði margoft niðrí bæ í gær, flestir ef ekki allir sem þar voru vissu hver ég og minn var svo nú er bara að njóta þessa og vona að maður fái nú eitthvað fyrir sinn snúð.

föstudagur, september 26, 2003

Mikill möguleiki er á að Jón verði í Idol í kvöld, allir skulu horfa.

miðvikudagur, september 24, 2003

Vítaspyrnukeppni.......... gott allt gengur vel. Einn Leedsarinn klúðrar, gott en Stefani Miglioranzi lætur verja frá sér. Andy Gurney klúðrar líka... dauði og djöfull. Leeds vinnur 6-5

2-2 og framlengt

2-1

2-0 fyrir Swindon Sam Parkin skoraði

Swindon komið yfir, Andy Gurney skoraði

Hvað varð um Shout Outið???

Swindon að keppa ákkúrat núna við Leeds og hvergi á þessu landi er leikurinn sýndur í sjónvarpi. Liverpool leikur er tekinn framyfir Swindon, hvers á maður að gjalda. Eina raunhæfa tækifæri mitt til að sjá Swindon í sjónvarpi og þá er sýndur allt annar leikur. Aðdáendur liðsins sem er að keppa við L. eru heppnir ég vona bara að ég og aðrir aðdáendur Swindon Town verðum bráðum jafnheppnir. Staðan er annars 0-0 fyrir Leeds enda eru þeir ljónheppnir að Sam Parkin hafi ekki skorað. ..........

laugardagur, september 20, 2003

Ef semja skal
munið að senda
hingað inná sal
hækju, hráka eða enda


Ljóðasarpur í stað gestabókar?

Hey hey hey gleymdi að fara í ríkið - djöfullinn

Brúskur, páfagaukurinn minn er snillingur. Áðan tókst honum að skíta í klósettið. Hann kúkar vanalega bara þar sem hann er hverju sinni þegar þörfin kemur og maður hleypur til að hreinsar það upp eftir hann. En áðan sat hann uppá skáp inná baði sem er einmitt beint fyrir ofan klósettið, sneri sér við og skeit framan að brúninni. Sem betur fer var klósettið opið svo það eina sem ég þurfti að gera var að sturta niður. Brúskur sat þarna uppi og horfði með aðdáun á verkið sitt. Svo flaug hann sigurflug um íbúðina.

föstudagur, september 19, 2003

Eisn og lsnueder hfaa ekki hgynmud um hled ég úti arnarnai bolgðsíu þar sem namkáævr laisaýgnr á dmajmi og rguli hlada sig. Í mrougn var ég vnikan af Agga þar sem hnan bðuir mig að frljgjaæa txaetn þar sem hnan komi illa við áorfm oakkr um arða freð. Ég hef oðrið við þreiri körfu en mun ltáa í mér hryea með mmætóli.

Gteur þú ekki leisð þtata? Þá ert þú evihtatð stinkýrn

fimmtudagur, september 18, 2003

Eins og áhorfendur lífs míns vita þá datt dekk undan Mözdunni í sumar þegar ég spændi Vestfirðina. Við það tækifæri samdi ég hráka

Sá dekkið skoppa
Mér við hlið
Mölin sá um að stoppa
Ég heyrði bara nið

Steig útúr bílnum
Dekkið skrapp í móann
sá eftir bremsudílnum
Settist hjá mér lóann

En núna í dag gerðust þau undur og stórmerki að Andri minn ektavinur lenti í því sama. Var að keyra Nýbýlaveginn þegar dekkið fór annað en hin og málmurinn, bíllinn hafði að vísu verið "ansi sleðalegur og skrýtinn í stýrinu". En örvæntið ekki, því hann líkt og ég, slasaðist ekki og mun halda ótrauður áfram í sínu amstri. Ætli hann semji stöku við tilefnið?

miðvikudagur, september 17, 2003

annrik.blogspot.com sneri uppá Grænfriðung eins og allir hugsandi menn dreymir um. En skrifarinn er einmitt systir Möggu (úthverfabúa) svo ekki er langt í snillina.

Hér með tilkynnist það opinberlega að ég hef ákveðið að bjóða mig fram til Forseta Íslands árið 2016!!!

Því það er fyrsta árið (sem kosið er), samkvæmt Stjórnarskrá Íslands, sem ég uppfylli skilyrði um 35 ára lágmarksaldur.

Að vísu gef ég mér það að þetta árið verður kosið um nýjan Forseta, ég ætla ekki að bjóða mig fram gegn sitjandi Forseta.

Ég treysti á þinn stuðning!

mánudagur, september 15, 2003

Ritskoðun er sljóvgandi

Svo hringdi Agnar í mig og dró mig með í sumarbústað á laugardaginn. Ég, Aggi og Mæja leggjum af stað. Við stoppuðum á Selfossi þar sem farið var í frækna búðarferð í Bónus og viti menn þetta var bara stórskemmtileg verslunarferð. Við keyptum fullt af ónauðsynlegum hlutum sem flestir fundu hlutverk sitt þrátt fyrir að flestir hafi efast um það á tímabili.

Nú er komið að þessu Bústaðurinn var einkar glæsilegur enda í eigu öruggasta fyrirtækis landsins sem á aldrei eftir að verða verkefnalaust. Þegar ég mætti var liðið að horfa á myndband sem tekið var upp kvöldið áður og mér fannst ég kominn til helvítis. Aggi reyndi að virkja mig með því að skipa mér að fá mér bjór og með því ég gerði eins og mér var sagt og við Aggi hófum síðan að grilla og ekkert smá grill því ef ég man ekki betur þá voru heljarinnar kjötbitar og tröllaborgarar auk pylsna í stykkjatali sem brenndust þarna á loftefnaknúna grillinu á mettíma. Eftir þessa fræknu grillhátíð okkar Agga eða nei þegar hamborgarabrauðin voru til fór ég með þau inn og reyndi að troða hveitisullinu ofan í sjónvarpssjúka liðið var þá strax farinn að finna fyrir áhrifum okkar ástsæla Bakkusar. En þegar sjónvarpssjúklingarnir loksins komu sér í átgírinn gekk ekki betur en svo að sumir enduðu með tvo neðri barta og aðrir með tvo efriparta á sína hamborgara. Slíkt var algjört kæruleysið í matarboðinu. Þá þarna voru flestir komnir í góðan gír og leit út fyrir brjálaðan sólarhring(reyndin varð rúmlega það) Heyrðu, ef Gummi snillingur hafi ekki þarna bara sett sig í samband við sjálfan Tequila í 8 lítra glerflösku og byrjað að hella í liðið. Því miður voru engar sítrónur og eftir nokkra góða umganga af unaðnum datt Leó bara í hug að nota helvítis banana sem Mæja hafði, af forsjálni keypt á Selfossi í mergjarðri verslunar ferð þar sem alltof mikið var keypt sem á endanum komst í góðar þarfir þó allir hafi efast um það á tímabili. Já Banana notuðu þeir til að bíta í eftir Tequila og sömdu lag í eftirvímunni. Aggi kom þarna með besta viðlag í heimi Tequila Banana endurtekið með taktföstum snilldarsöng. Ekki skemmdi fyrir að Leó (sem á BT leikjadeildina) handlék gítarinn og frumsöng/samdi byrjunina á lagið, ég vil biðja Gumma að skrifa niður textann enda var þetta allt tekið upp á vélina hans. Það sem eftir fylgdi var allt vel upptekið í umræddri upptöku vél. Stelpurnar tóku til nema Mæja hún var bara í því að hlægja. Ef potturinn hafi ekki verið næsta skref og nei já eftir matinn vildi Guðmundur Óli fá áskorun til að hoppa í fötum eins og klæddur var þá og þegar ofan í pottinn, nokkrir hétu á hann hundraðkalli ef hann myndi láta sig hafa þetta lífshættulega athæfi. Tók þá leigutakinn á rás og ofan í(að vísu nýupphitaðan pottinn, Leó hafði víst fyrr um daginn látið sig gossa ofan í pottinn af sama krafti nema þá var hann ískaldur) vá vá þarna varð allt vitlaust og allir rifu sig úr fötunum og ofan í helvítið. Orðaskipti, svallið og svínaríið sem fór fram í pottinum var þvílíkt að hlutaðeigandi urðu ásáttir um að það sem gerðist í pottinum færi ekki lengra (what goes on in the hot tub, stays in the hot tub var margendurtekið og fékk fólk til að gera allan andskotan í vissu um þagmælsku hinna gestanna.) Agnar setti met í viðveru og sat að ég held í allavega 10 tíma í pottinum svo hann er maðurinn sem veit allt. Partýið hélt áfram inni í Kletti eftir pott og Ragna dansaði sem tryllt væri ásamt Elínu og enginn smá dans sem allur var blessunarlega tekinn upp á videó. ég Jón tók uppá því að grilla ofan í mannskapinn pylsur (ég var orðinn svangur og þetta var prýðisgóð lausn) svo fór ég í hlutverk Lurch (Adams family) og færði pottverjum og innipúkum pylsur í brauði með bbq og tómatss. Að vísu voru einhverjir dauðir og fengu salernishreinsi jafnt yfir allan líkamann í staðinn, og önguðu vel fram eftir nóttu. Svo vel að loka þurfti millihurðum. Í miðju ruglinu voru þau dauðu föðmuð og hjakkað á þeirra líkömum vel og innilega af hinum lifandi. Svo var dansað og sungið og sog fór ég að sofa en Guðmundur leigutaki söng Ég ætla að ríða þér í nótt, með Fræbblunum svo undirtók í bústað og ekki verður annað sagt en dómaradjöfullinn hafi bætt fyrir afskiptalausa dómgæslu í árlegri viðureign sumarstarfsmanna kirkjugarðanna í sumar. Svo datt allt í “dúnalogn” því allir voru búnir, lúnir og rúnir nema Aggi því hann er svoddan baggi og fór að hrjóta eins og vitlaus væri, ég var nú ekki svo fullur að ég tæki ekki eftir þessum hávaða og einhver mundaði vélina og tók upp þessi óhugnahljóð í manninum en eftir að stuggað hafði verið við honum þagði hann og svaf eins og ho-ho. En djöfull snemma um morguninn fór María að blaðra í símann og ekkert venjulegt símtal heldur hávært og blákaltáfram. Eftir 45 mínútur af blaðri þar sem allir voru vaktir ósofnir sumir ekki farnir að sofa heldur voru bara í óminnisvöku, varð ég brjálaður og fór að öskra á símatalandann að hætta þessu helvítis rausi. Rausið hætti snarlega og hraðar augnhreyfingar hófust. En eftir þennan óskýra texta skal ég einfalda mál mitt. Daginn eftir var leigutakinn farinn í bæinn að skutla gítarsnillingnum í vinnuna. Eftir að hreinsiteymið Ragna og Elín voru farnar fóru ég og Aggi á stjá og þar sem hálftími var í formúluna ákváðum við að fara í messu í Skálholti sem er steinsnar frá til að bæta fyrir syndir helgarinnar. Þegar þangað var komið vorum við í hóp með biskupum bæði vígslu og fyrrverandi. Himnesk messa sem lét mann líða eins og í égveitekkihverju. Í altarisgöngunni vildi presturinn fylla munn minn svo af messuvíni að ég hafði varla undan við að halla hausnum svo ekki frussaðist útum kyssilegar varir mínar. Svo var sungið eins og uppvakningar og við kvöddum sáttir og guðfullir. Þegar við mættum í bústaðinn var allt hreint og yndislegt eftir stelpurnar svo við Aggi ákváðum að rústa þessu aðeins og fórum að grilla beikon á gasgrillinu í álpappír. Það tókst svona helvíti vel að við bættum pyslum á en því miður gleymdum við okkur yfir formúlunni og allt skaðbrann og varð óætt sama hvað við reyndum mikið að japla á þessu og bæta bbq og tómatsósu meira að segja kartöflusalatið náði ekki að covera kolabragðið. Eftir frækinn sigur Schumacher í formúlunni tókum við til við að tvista. 18 egg sem keypt voru á Selfossi lágu þarna ónotuð og okkur langaði að gera eitthvað við þau svo við ákváðum að sjóða þau en stelpurnar voru farnar svo við gátum ekki farið að taka til pott og kveikja undir einhverri hellu svo við létum þau bara í heita pottinn og biðum svo í nokkra tíma. Þegar Gummi kom aftur úr bæjarferðinni( með frænku sína Steinunni til að kynna fyrir bústaðamenningu siðaðs fólks) varð hann ánægður með frumkvæði okkar og hækkaði í heita pottinum svo eggin yrðu einhverntíma tilbúinn. En blessuð eggin urðu ekki harðsoðin eins og við vildum, ekki einu sinni linsoðin svo við lækkuðum í pottinum og skelltum okkur ofan í og pössuðum okkur á að stíga ekki á eggin sem vildu ekki yfirgefa botninn. Svo var tekið til. Við ákváðum eftir pottinn að skella okkur á Gullfoss og Geysi og þar var margt að sjá, stjarfir útlendingar voru í hugsanavímu yfir Strokk og við grínuðumst eitthvað með þeim. Bílastæðið við Gullfoss er ekki með neinar ruslafötur og ég var ekki sáttur. Engir útlendingar voru við Gullfoss bara við heimamennirnir Jón, Agnar, Gummi, Steinunn og María að taka myndir eins og útlendingar. Á leiðinni í bæinn stoppuðum við til að María gæti ælt og ég og Aggi ákváðum að setjast þarna við hlið hennar og fá okkur að éta restina af draslinu sem við keyptum á Selfossi þarna á malbikinu, héldum létta lautarferð. Það reyndist vera hin besta skemmtun nema þegar bílarnir fuku framhjá á undraverðum hraða. Svo þegar í siðmenninguna í bænum var komið tók maður eftir því að helgin var víst búin og kæmi ekki aftur, og ég sem ætlaði að gera svo mikið um helgina. Takk fyrir mig samferðafólk – Johnny.

Ég fór í veislu um helgina og svo margt gerðist að ég er bara sloj eftir hana, svo sloj að fórnarlambið ert þú lesandi góður. Fyrst fór ég í ferð með vinnunni á Stokkseyri á veitingastaðinn Við Fjöruborðið þar var mikið mikið mikið drukkið og ég var myndatökumaðurinn en þegar ég skoðaði myndirnar daginn eftir held ég bara að ég hafi verið svolítið meira en örlítið hífaður. Já en vendum nú okkar kvæði í kross

föstudagur, september 12, 2003

Þessi helgi verður besta helgi í heimi!

Johnny Cash er látinn 71 árs, en hann er einmitt einn af uppáhaldssöngvurum mínum. Lagið hans Ring of Fire er ansi smellið og til að heiðra minningu hans mun ég spila þetta lag(og mögulega fleiri) án afláts um helgina. Johnny Cash, takk fyrir allt og allt (En þetta er einmitt uppáhalds grafskrift mín af öllum sem fyrirfinnast í Kirkjugarðinum í Gufunesi).

Nick Cave er núna maðurinn sem ég hlusta mest á!!! Do you love me, do you love me. Do you love me, do you love me. Do you love me like I love you????????????

Hmm hver skyldi fá stöðu ríkissáttasemjara Ásmundur Stefánsson eða Kristján Pálsson???

fimmtudagur, september 11, 2003

11. september kominn enn á ný. Ég er þess fullviss, eins og Tommi vinur minn benti mér á fyrir 2 árum, að þessar árásir voru verk hægri öfgamanna í Bandaríkjunum.

Baggalútur á samt bestu setningar dagsins, samanber:
Í dag er alþjóðlegur frídagur hryðjuverkamanna.
Þá er hún Anna dáin. Stungin í kviðinn af sálsjúklingi, sænskum. Í stað allra þeirra erkifífla og fimbulbjálfa sem kúga hin ýmsu horn heimsins, umkringdir lífvörsluherjum og skotheldum múrum - skulu þeir sem voga sér að treysta náunganum og ganga meðal almennings sem jafningjar falla á jafn svívirðilegan hátt. Farðu í friði.

miðvikudagur, september 10, 2003

I'm starting with the man in the mirror. Vá þetta er geðveikt lag með Michael Jackson. Uppáhaldslagið mitt þessa stundina.

Ég hata Microsoft, getur einhver kennt mér á Linux??? Ég öskra örvæntingafullt á hjálp. Ég biðla til þín um aðstoð við að einfalda líf mitt. Hjálpaðu mér að hjálpa sjálfum mér...

Já, alveg rétt ég fór á Pablo á föstudaginn, ég hefði betur átt að sleppa því að horfa á allt þetta sem ég fann á netinu. Undanfarinn Bjarni (heitir hann það ekki) var helvíti góður sérstaklega þegar hann sagðist hafa farið til Ísrael að syngja fyrir innfædda, þá hló ég. En enginn annar hló og ég hélt að ég væri eitthvað skrítinn. Ekki lengi því Bjarni sagði "fjórir föttuðu þennan". Pablo getur gert allan fjandann með þessum raddböndum sínum og magnað þegar hann hljóðar hjartslátt. Sog fór ég beint á skrall í miðbæ og sog af stað klukkan 7:00 ósofinn í náttúruna, með riffil, haglara, veiðistöng og bjór.

Það er gaman að segja þetta orð, drullumall

þriðjudagur, september 09, 2003

og mörg önnur betri

gaman að fá lög á heilann en best samt þegar maður kann bara eina setningu í laginu sem maður getur endurtekið án afláts eins og Im still alive yeeh yeeh yeeh. Why go home. your'e the devil in disguise. Nice day for a white wedding. I wanna hold your'e hand. Why can´t I get just one fuck. Fly me to the moon. Mig langar í partý og mig langar á ról. Hún fyllir fjögur baðkör. Allar stelpur úr að ofan. Don´t let me down don´t let me down.

Þegar piparkökur bakast

Takmark bloggsins náðist í síðustu viku þegar bæði tilveran og batman beindu fólki á síðuna mína. Frá því um áramót hef ég hugsað um þegar fjöldin mun loks fatta bloggið og það gerðist í síðust viku. Mér líður ofsavel og aðeins eitt gæti látið mér líða betur!

Málið er bara að helvítis teljarinn birtist ekki alltaf þegar fólk fer inná síðuna, ef hann gerði það stæði um það bil 15.893 í gráa teljarakassanum, það er ég viss um. Á mánudaginn komu 50 gestir án þess að nein tenglasíða hefði hjálpað til við það. En á þriðjudeginum voru þeir 851. 646 opnanir áttu sér stað á miðvikudaginn. Mest gerðist þó á fimmtudaginn þegar 1284 sinnum var kíkt á síðuna og eftir það lá leiðin niður á við með 345 á föstudaginn. Helgin var róleg með um 50 manns á dag. Rétt að þakka öllum fyrir að hafa smellt á Idol tengt efni.

Nú þegar mínir elskulegu fastagestir snúa hingað aftur skelkaðir og ringlaðir eftir þessa geðveiki sem réð ríkjum í síðustu viku. Langar mig til að þakka þeim fyrir sinn þátt í þessu, því hvar væri bloggið mitt ef þið lesendur hefðuð ekki hvatt mig áfram í skrifum.

mánudagur, september 08, 2003

Hvenær er næsta Idol mig langar að fá annað tækifæri til að syngja........... helst strax. Ég er brjálaður! ergelsi

Helvítis strætó, af hverju getur leið 17 ekki verið við smáralind 10 mín yfir heila tímann í staðin fyrir 29 á kvöldin. Nú þarf ég að bíða í andskoti langan tíma eftir vinnu eftir þessum helvítis strætó, og svo annað ég þarf að bíða eftir fjarkanum í mjóddinni í 4 mínútur og þegar ég kem í ártún er ég búinn að missa af 110 og þarf að bíða í 27 mínútur eftir næsta strætó uppí Árbæ. Ég er brjálaður! arg

Af hverju kemur teljarinn ekki alltaf inn hvað er málið, ég er brjálaður! urg

Ég hitti Gunnar í Krossinum í Nóatúni um daginn, við stóðum báðir við kassann og hann spurði mig hvort malakoff pakkinn sem ég var að kaupa væri kvöldverðurinn. Ég sagði svo ekki vera því ég ætti líka dýrindis brauð og vatn sem myndu fæða hundruðir, malakoffið væri einungis bragðbæting. Þetta verður allavega ekki síðasta kvöldmáltíðin! Sagði ég og hló, en bætti við að ………..… æi hvern er ég að plata ég sagði bara við hann „nei ég á brauð og ost með þessu líka“. Snaupur yfir orðvöntun minni smeygði ég mér útum rennihurðina og datt áðurnefnd setning í hug en þá var hurðin á bak aftur. En djöfull hefði verið gaman að guðlastast aðeins í Gunnari í Krossinum.

fimmtudagur, september 04, 2003

Litla systir mín gekk í svefni í fyrrinótt, ég var við það að festa svefn þegar ég sá hana rölta fram á gang. Ég rýk framúr til að koma í veg fyrir að hún fari að leika sér með steikarhnífa eins og hún gerði um daginn. Það er svakalegt að horfa uppá manneskju ganga í svefni, þetta var ekkert Auður sem stóð þarna heldur einhver allt önnur með sitt eigið sjálfstæða líf. Ég reyndi á snaggaralegan hátt að koma í veg fyrir að hún kæmist inní eldhús og beindi henni inní stofu, þar settist hún í sófann og fór að stara útí loftið tók síðan teppi og setti það yfir sig og byrjaði þessa svaka ræðu um einhvern sem skal gjöra svo vel að drulla sér inní strætó. Svo allt í einu sér hún mig og ég sturlast úr hræðslu, hún stendur upp og röltir inní herbergi og sofnar í rúminu sínu. Datt í hug að segja ykkur frá þessu þar sem þetta er jú mín bloggsíða.

Idol blogg sem allir eru að leita að hér að neðan, sunnudag. Jón Minn þakkar líka batman.is.

miðvikudagur, september 03, 2003

Ég sé ekki eftir neinu. Takk www.tilveran.is alltaf gaman að auka hamingjuna í heiminum.