sunnudagur, ágúst 28, 2005

Fyrst voru það óbeinar reykingar, nú er það innflutt vinnuafl.

Nú standa yfir endurbætur á Árbæjarsundlaug í hverfinu mínu. Þegar iðnaðarmenn voru fengnir til starfs bauð verktaki 750 kr. á tímann. Iðnlærðir meistarar fóru frammá 1200 kr. lágmarkskaup. Starfsmannaleiga undirbauð og nú starfa yndislegir Lettar fyrir 500 kr. á tímann.

Til hvers eru stéttafélögin í landinu? Til hvers er vinnulöggjöfin? Til hvers er lífeyrissjóðakerfið?

Er Ísland að dragast aftur úr? Fylgist með.

laugardagur, ágúst 27, 2005

föstudagur, ágúst 26, 2005

Hellti vatni yfir Guð í gær.

Takk fyrir harða diskinn Óskar


Takk fyrir bílinn Leon

Takk fyrir góða veðrið Loki!

fimmtudagur, ágúst 25, 2005

Myndir þú pissa uppí vindinn?

Gætir þú ekki reykt undan vindi?


For all our sake!!!

þriðjudagur, ágúst 23, 2005

Ábending til yfirvaldsins. Eins og sést á 9. gr. Laga um tópaksvarnir, númer 6 frá 2002 má leyfa reykingar á veitinga- og skemmtistöðum á afmörkuðum svæðum. Reykingasvæðið má hins vegar aldrei vera stærra en hið reyklausa. Einnig er skýrt kveðið á um að aðgangur að reyklausa svæðinu skuli ekki liggja um afmarkaða reykingasvæðið. Aukinheldur skal séð fyrir loftræstingu svo mengaða andrúmsloftið berist ekki til hins ómengaða. Hvar er farið eftir þessu? Hvergi.

mánudagur, ágúst 22, 2005

Another day older and deeper in love.

Vona að allir hafi lesið hina frábæru grein mína um óbeinar reykingar. Held þetta sé meistaraverk.

Sá að Baggalútur er búinn að búa til heimasíðu sem er mjög svo keimlík Fróða síðunni. Þarna sannast hið fornkveðna - miklir hugsuðir hugsa eins -

Afi kom með sjúkraflugi í bæinn á sunnudag, lagður inn á taugadeild. Hann þrætti fyrir að nokkuð væri að, hann þyrfti bara smá tíma til að jafna sig eftir smá atvik. Harður kallinn, gaf sig ekki tommu. Slappaði þó af þegar hann sá hann hafði ekki atkvæði. Vonandi jafnar hann sig á þessari kveisu.

Hey svo er síminn minn ruglaður, hann eyðir út símanúmerum eftir eigin höfði svo nú er um þriðjungur contacta minna símanúmerslausir in the Phonebook. Einnig sleppir hann því að láta mig vita af sms-um. Batteríið er hins vegar allt í lagi.

Til að illskan hafi yfirhöndina þarf ekki annað en að góðir menn aðhafist ekkert.

Hef verið frekar slappur undanfarið og hef nú komist að ástæðu þess. Óbeinar reykingar eru orsökin. Nú skal einhver gjalda fyrir skerta starfsorku sem tilkomin er vegna svartra lungna, truflana á heilastarfsemi og misreglulegs hjartsláttar. Fór því á stúfana til að kanna núgildandi reglur um þennan óskapnað sem óbeinar reykingar eru.

Lög 6 frá 2002
III. kafli. Takmörkun á tóbaksreykingum.
9. gr. Tóbaksreykingar eru óheimilar í þjónusturými stofnana, fyrirtækja og félagasamtaka, svo sem á veitinga- og skemmtistöðum og þar sem menningar- og félagsstarfsemi fer fram, þar með talið íþrótta- og tómstundastarf.
Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. má leyfa reykingar á veitinga- og skemmtistöðum á afmörkuðum svæðum, en tryggja skal fullnægjandi loftræstingu, sbr. 4. mgr. Meiri hluti veitingarýmis skal þó ávallt vera reyklaus og tryggja skal að aðgangur að því liggi ekki um reykingasvæði.
Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. má leyfa reykingar í tilteknum gistiherbergjum á hótelum og gistiheimilum. Í gistiskálum má hvorki leyfa reykingar í herbergjum né svefnskálum.
Þar sem reykingar eru leyfðar samkvæmt grein þessari skal séð fyrir loftræstingu sem fullnægir kröfum heilbrigðiseftirlits og þess gætt að reykingarnar mengi ekki andrúmsloftið þar sem þær eru ekki leyfðar.
Stjórnendur veitingastaða skulu leitast við að vernda starfsfólk gegn tóbaksreyk.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra er heimilt að setja nánari reglur um reykingar á veitinga- og gististöðum í samráði við samgönguráðherra og umhverfisráðherra, þar á meðal um flokkun þessara staða með tilliti til reykinga og loftræstingar.
Tóbaksreykingar eru bannaðar í öllu húsrými í sameign fjöleignarhúsa.
Ráðherra skal í samráði við menntamálaráðherra og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands setja reglur um takmarkanir á tóbaksneyslu utan húss á íþróttasvæðum.


Eins og sést á 9. gr. Laga um tópaksvarnir, númer 6 frá 2002 má leyfa reykingar á veitinga- og skemmtistöðum á afmörkuðum svæðum. Reykingasvæðið má hins vegar aldrei vera stærra en hið reyklausa. Einnig er skýrt kveðið á um að aðgangur að reyklausa svæðinu skuli ekki liggja um afmarkaða reykingasvæðið. Aukinheldur skal séð fyrir loftræstingu svo mengaða andrúmsloftið berist ekki til hins ómengaða.

Viðbót við þetta eru greinar í sömu lögum er varða viðurlög og eftirlit

18. gr. Heilbrigðisnefndir, Vinnueftirlit ríkisins, Siglingastofnun Íslands og Flugmálastjórn hafa, eftir því sem við á, eftirlit með því að virt séu ákvæði III. kafla laga þessara í samræmi við þau lög sem gilda um þessar stofnanir.
Ráðherra setur í reglugerð nánari ákvæði um framkvæmd eftirlitsins.
19. gr. Brot gegn ákvæðum 6. og 7. gr. eða reglum sem settar eru á grundvelli þessara laga og tengjast þeim greinum varða sektum en fangelsi allt að tveimur árum séu sakir miklar eða brot ítrekað.
Brot gegn ákvæðum 8. gr. eða reglum sem settar eru á grundvelli þessara laga og tengjast þeirri grein varða auk leyfissviptingar skv. 17. gr. sektum.
Um tilraun til brots eða hlutdeild gilda ákvæði almennra hegningarlaga, nr. 19/1940.
20. gr. Það varðar mann sektum haldi hann áfram að reykja í húsakynnum eða farartæki þar sem bannað er að reykja skv. 9., 10. og 13. gr., sbr. einnig 11. gr., enda hafi umráðamaður húsakynna eða stjórnandi farartækis eða fulltrúi þeirra veitt honum áminningu.
Sömu aðilar geta vísað hinum brotlega úr farartækinu eða húsakynnum láti hann ekki segjast.
21. gr. Með mál sem kunna að rísa vegna brota á lögum þessum og reglugerðum settum samkvæmt þeim skal farið að hætti opinberra mála.


Heimild til þessa er hins vegar ekki að finna í lögum um starfssemi þessara stofnana. Þess vegna hefur aldrei verið hægt að banna reykingar á veitinga- og skemmtistöðum eftir að lög númer 6/2002 tóku gildi. Helsta heimild í lögum er 38. gr. laga 46 frá 1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, sem vinnueftirlitið vinnur eftir. Þar er rætt um að heilbrigðisráðherra skuli setja reglur um fræmkvæmd hinna ýmsustu þætti vinnueftirlits ríkisins. Meðal annars er rætt um varnir gegn reyk. Segja má að Vinnueftirlit ríkins hefði getað, árið 1980 sett framkvæmdarreglur sem myndu banna reykingar á vinnustöðum, að því gefnu að heilbrigðisráðuneytið myndi setja reglur um framkvæmdina á vinnureglum Vinnueftirlitsins. Heilbrigðisráðuneytið hins vegar nýtti ekki þess heimild sína úr lögunum. Jón Kristjánsson gæti þess vegna í dag bannað reykingar á veitinga- og skemmtistöðum með einu pennastriki. Að því gefnu að þar vinni fólk.

Siv Friðleifsdóttir o.fl. setti fram á síðasta löggjafarþingi áreiðanlega breytingartillögu (mál 539) við lög 6/2002 sem verða til þess að bannað verður að stunda tóbaksreykingará veitinga- og skemmtistöðum. Kemur til framkvæmda 1. maí 2006.

Meginmarkmið frumvarpsins er vinnuvernd starfsmanna því allir eiga rétt á því að vinna í reyklausu umhverfi. Auk þess þarf að huga að almannaheil með vísan fjölda vísindalegra sannana fyrir því að óbeinar reykingar valdi heilsuskaða og dauðsföllum.

Þingskjal 816 við mál 539 á löggjafarþingi 2004-2005 „Reykurinn sem reykingamenn sjúga að sér verður til við tiltölulega fullkominn bruna (600–800°C) og inniheldur minna af skaðlegum efnum fyrir vikið. Reykurinn sem myndast þegar tóbakið brennur sjálft myndast hins vegar við ófullkominn bruna (u.þ.b. 350°C) og inniheldur því meira af skaðlegum efnum[*]. Meiri hluti hverrar sígarettu (og annars tóbaks) brennur upp án sogs og myndar hættulegri reykinn (hliðarreykinn). Reykmengun sem myndast þar sem reykt er innan húss, t.d. á veitinga- og skemmtistöðum, verður því til að meiri hluta úr hinum hættulegri hliðarrey“ * = US Environmental Protection Agency (EPA). (1992). Respiratory health effect of passive smoking: Lung Cancer and other disorders. Washington DC, EPA, Office of Research and Development. Vinsamlegast takið eftir að greinin er frá 1992 og enn hefur ekki tekist að hrekja hana.

Eftirfarandi breytingar verða því á 9. gr. laganna:
a. 1. mgr. orðast svo:
Tóbaksreykingar eru óheimilar í þjónusturými stofnana, fyrirtækja og félagasamtaka, svo sem á veitinga- og skemmtistöðum og þar sem menningar- og félagsstarfsemi fer fram, þar með talið íþrótta- og tómstundastarf. Sama á við um þjónustusvæði utan húss séu þau undir föstu eða færanlegu þaki og meira en að hálfu leyti umlukin veggjum eða sambærilegum mannvirkjum.
b. 2. mgr. fellur brott. (undantekningarákvæðið)
c. 5. mgr. fellur brott.
d. 6. mgr., sem verður 4. mgr, orðast svo:
Ráðherra er heimilt að setja með reglugerð nánari ákvæði um reykingar á gististöðum og um framkvæmd banns við reykingum á veitinga- og skemmtistöðum í samráði við samgönguráðherra og umhverfisráðherra.

Vil ég benda á áskorun hinna ýmissa úr stétt hinna vitru

Þekktar afleiðingar óbeinna reykinga.
Fullorðnir:
Lungnakrabbamein. Hjarta- og æðasjúkdómar. Brjóstverkir og fleiri einkenni hjartasjúkdóma versna. Astmaköst hjá þeim sem hafa astma. Berkjubólga versnar. Heilablóðfall. Fósturvöxtur minni en ella (lítil fæðingarþyngd). Fæðing fyrir tímann.
Börn:
Vöggudauði. Eyrnabólgur. Sýkingar í öndunarfærum. Þróun astma hjá einkennalausum. Astmaköst hjá þeim sem hafa astma.
Aðrar afleiðingar óbeinna reykinga:
Öndunarerfiðleikar. Ógleði. Óþægindi í öndunarfærum. Höfuðverkur. Hósti. Óþægindi í augum.
Fengið hjá breska læknafélaginu (British Medical Association (2002). Toward smoke-free public places. London: BMA.)

jonminn.com skorar á Alþingismenna að breyta 4 gr. í máli 539 sem er núna í meðförum þingsins úr „Lög þessi öðlast þegar gildi. Ákvæði 2. og 3. gr. koma til framkvæmda 1. maí 2006.“ Yfir í „Lög þessi öðlast þegar gildi.“

sunnudagur, ágúst 21, 2005

Setti saman stutt video af flugeldasýningu Menningarnætur. Click here

laugardagur, ágúst 20, 2005

Andri Þór á afmæli í dag. Til hamingju með daginn!


Menningarnótt. Brúskur páfagaukurinn minn tók daginn snemma í morgun og flaug hálfmaraþon um penthouse-ið.

Hey einnig var ég að velta fyrir mér skaðsemi hauslausabúnaðirns (heyrnatækið+snúran sem tengir farsímann beint í eyra). Þetta skapar meiri hættu en að halda beint á farsímanum meðan ekið er. Til dæmis var ég næstum búinn að keyra á (oft) þegar ég reyndi að leysa flækjuna á snúrunni svo ég gæti svarað mikilvægu símtali á hraðbraut þar sem engin leið var að fara útí kant eða nokkuð annað en að keyra áfram á viðmiðunarhámarkshraða.

Fer í siglingu í kvöld. Siglingu um sundin blá og rétt undir flugeldasýningu verður silgt inn í höfnina og horft upp undir flugeldana skjótast og lýsa upp himingeiminn.

Bílinn fór í alsherjaryfirhalmingu í gær. Bónaður, sugaður og svertur að fagmanna sið. Þetta er eins og nýr nýr bíll.

Agnar fór í brúðkaup um helgina, útá land norður í Kirkjubæjarklaustur (rétt hjá Akureyri held ég). Það að bjóða í brúðkaup þegar Síðasta Menningarnótt Reykjavíkur verður haldin er dónaskapur.

föstudagur, ágúst 19, 2005

Blogg fyrir Zanný

Fór á Doors cover band í gær. Very good. Leon var duglegur að fjárfesta.

Fyrr sama kvöld, eftir margra ára aðskilnað hitti ég Sigurvin. Við erum harðákveðnir í að fara nú að hittast og gera eitthvað. Eins og siður er þegar maður hittir fornan vin á fjölförnum vegi. Ég minnist þess að útskriftarhópurinn minn er svona líka. "Við verðum að fara að hittast" orðatiltækið er svakalegt. Stundum tek ég mig til og hringi í fólk og plana eitthvað, oftast geri ég það ekki - þó mig langi alveg "að hittast og gera eitthvað" þá er þetta bara eitthvað svo óraunverulegt að hitta lið sem maður hefur ekki sagt brandara í 5 ár. Að fara allt í einu að cracka oneliner og meðþví. Væri ekki sniðugt að gera Sigurvin að símavini mínum - hringja svo í hann "Venni, blessaður þetter Jón Finnbogason héddna. Takk fyrir síðast... mig langaði bara að láta þig vita að ég er búinn að gera þig að símavini mínum. Eigum við ekki að fara að gera eitthvað??? Ertu ennþá í boltanum??" Venni myndi brosa. úti er ævintýri, setti upp á sig stýri og köttur útí mýri.

Veit ekki til þess að ég hafi verið jafndolfallin yfir tónleikum áður. Manni fannst eins og Jim væri á svæðinu - ég var sáttur.

þriðjudagur, ágúst 16, 2005

Agnar Bragi er búinn að skrá sig í Idol. Ætli hann komist í sjónvarpið? Hvaða lag mun hann syngja? Hvaða frasa notar hann? Hvernig verða viðbrögðin hjá dómurum? Hvernig verður hann klæddur? Fær hann að syngja fyrir Idol dómarana eða kemst hann ekki áfram í gegnum fyrstu síu? Verður hann með hattinn? Syngur hann Elvis? Verður Agnar næsta Idol stjarna landsins???

Við bíðum spennt!

sunnudagur, ágúst 14, 2005

NÚNA ER ÉG Í STUÐI

Búinn að skrá mig í eitthvað Bootcamp. Enda, þegar ég roðnaði meir en jarðaber við að borga skuldir mínar, sá ég að eitthvað þyrfti að gera. Ekki er nóg að vakna, vinna, vaka, veiða og sofa... something has to be done. Farinn úr farinu Farinn að fara Farinn og fullkominn...

I wish I was a sacrifice but somehow still lived on.
I wish I was a sailor with someone who waited for me.
I wish I was a messenger, and all the news is good.
I wish I was the pedal break that you depended on.
I wish I was the radio song, the one that you turned up.

I wish, I wish, I wish, I wish,
I guess it never stops.

Maður er manns gaman.

Ég á stórafmæli í haust. Ætla að halda heljarveislu. Er þegar búinn að bóka mér hljómsveit. Einnig veit ég um veitingamann með þekkingu og áræðni. Hafði hugsað mér full aðkeypt aðföng fyrir gesti svo engin þurfi að lifa við hungur, þorsta eða fara á mis við lífsnautnir í sjálfu afmælinu.

Mun réttlæta þetta eins og svo marga aðra vitleysu sem ég hef látið eftir mér í gegnum tíðina með þeirri einföldu staðhæfingu að maður veit aldrei hvað morgundagurinn ber í skauti sér.

fimmtudagur, ágúst 11, 2005

Það var bannað að blóta í vinnunni í dag. Vigdís búin að fá nóg af mér og setti reglu um að ef ég blótaði yrði ég að taka 50 armlyftur.
Það var ekki fyrr en eftir 6 og hálfan tíma ég steig feilspor í orðræðunni.
Klukkan þrjú sagði ég Fuck. 50 armbeygjur
Klukkan 15:22 sagði ég Djöfulsins. 100 armbeygjur
Rétt áður en vinnudegi lauk blótaði ég lágt. Fólkið í vinnunni heyrði það og skuldin var komin uppí 150.
Ég endaði þetta á kröftugu Andskotinn, nokkrum mínútum áður en ég labbaði út.
200 armlyftur í skuld.
Við skilgreindum aldrei hvenær ég þyrfti að borga en geri ráð fyrir að svitna í vinnunni á morgun. Enginn annar blótaði neitt.

miðvikudagur, ágúst 10, 2005

„Sendu bara tölvupóst“

þriðjudagur, ágúst 09, 2005

Live in the fast lane.

Var í útlöndum og sá U2 og fullt af skemmtilegu dóti gerðist, fullt. Var svo á Íslandi og gerði líka fullt. Eiginlega of mikið til að vera að fjölyrða um það á blogginu... enda er ég orðinn einn af þessum lötu óáreiðanlegu bloggurum.

En eitt get ég sagt. I have a thing for the blond hair.föstudagur, ágúst 05, 2005

Shitt hvað ég var hræddur í fluginu heim... kannski var ekki svo góð hugmynd að horfa svona mikið á þátt á bbc Prime um flugslys og fréttir af Kanada slysinu rétt áður en haldið var útúr íbúðinni...

Man það næst...

Hello hello - HOLA - I’m at a place called Vertigo!