Blogg fyrir Zanný
Fór á Doors cover band í gær. Very good. Leon var duglegur að fjárfesta.
Fyrr sama kvöld, eftir margra ára aðskilnað hitti ég Sigurvin. Við erum harðákveðnir í að fara nú að hittast og gera eitthvað. Eins og siður er þegar maður hittir fornan vin á fjölförnum vegi. Ég minnist þess að útskriftarhópurinn minn er svona líka. "Við verðum að fara að hittast" orðatiltækið er svakalegt. Stundum tek ég mig til og hringi í fólk og plana eitthvað, oftast geri ég það ekki - þó mig langi alveg "að hittast og gera eitthvað" þá er þetta bara eitthvað svo óraunverulegt að hitta lið sem maður hefur ekki sagt brandara í 5 ár. Að fara allt í einu að cracka oneliner og meðþví. Væri ekki sniðugt að gera Sigurvin að símavini mínum - hringja svo í hann "Venni, blessaður þetter Jón Finnbogason héddna. Takk fyrir síðast... mig langaði bara að láta þig vita að ég er búinn að gera þig að símavini mínum. Eigum við ekki að fara að gera eitthvað??? Ertu ennþá í boltanum??" Venni myndi brosa. úti er ævintýri, setti upp á sig stýri og köttur útí mýri.
Veit ekki til þess að ég hafi verið jafndolfallin yfir tónleikum áður. Manni fannst eins og Jim væri á svæðinu - ég var sáttur.
föstudagur, ágúst 19, 2005
Skrifað af Jon Minn klukkan 15:47
|