þriðjudagur, apríl 29, 2003

Ég hef ákveðið að setja mér markmið með Bolginu mínu!

Markmiðið er að fá fleiri gesti á síðuna en Haukur en hann er kominn uppí eitthvað í kringum 800 innlit á teljarann sinn, en segir mér svo hugur um að það sé vegna ákveðinnar tregðu í atferli hans sem gerir það að verkum að F5 takkinn er nýttur eins og um kæk sé að ræða, en kannski er bara um duglegri lesendahóp að ræða hans megin. Ég tek það fram að ekki er um illvíga keppni að ræða heldur alvarlegt grín um heimsyfirráð.

Swindon Town
Þegar ég er down
Þá kemur þú og hjálpar mér
Swindon Town.

Þetta er Swindon lagið sem Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson samdi við hátíðlegt tækifæri, þegar ég hitti þig lesandi góður skaltu minna mig á að syngja það fyrir þig.

Því miður tapaði Swindon síðasta leik sínum.

laugardagur, apríl 26, 2003

Swindon unnu Plymouth Argyle um daginn 2-0. Farr, Heywood, Lewis, Reeves, Herring, Robinson, Miglioranzi, Hewlett, Duke, Parkin og snillingurinn Invincibile skipuðu liðið ásamt varamönnunum Griemink, Bampton, Draycott, Taylor og Young. Invincibile skoraði á 38. mín með glæsilegum skalla, þessi Ástrali ætti að vera í Ástralska landsliðinu en hann er það ekki ennþá. Invincibile kom aftur við sögu í seinna markinu þegar hann sendi á Parkin sem þrumaði boltanum inn stöngin stöngin inn á 68. mín. Swindon verður bráðlega stórveldi.

föstudagur, apríl 25, 2003

Heimilið var undirlagt hundi sem við tókum í pössun í gær og í dag, hundurinn heitir Mói. Hundurinn þarf mikið að hreyfa sig og mikla ást. Hundar horfa á mann með þessum svaka augnaráði sem segir, ég elska þig, má ég sleikja á þér andlitið og hendurnar, förum að hlaupa, hvað get ég gert fyrir þig? Hvað sem er, á ég að drepa einhvern!!! Við erum líka með páfagauk á heimilinu sem heitir Brúskur hann er ekki svona þurfi. Þegar hundurinn þefaði af búri fuglsins sagði Brúskur, ég get drepið þig, bara ef ég vil, ef þú kemur inní búrið mitt þá drep ég þig, sjáðu hvað ég er með stóra vængi, ég skal höggva þig til bana með goggnum mínum, ef þú bara vissir. Hundurinn var ekkert að abbast uppá hann þegar hann var inni í búrinu en þegar við hleyptum honum út vildi hundurinn grípa hann með kjaftinum. Brúski var allveg sama, flaug við höfuð hans og settist sem næst trýni hundsins, hundurinn var æstur í að leika við þennan fjaðurbolta en honum var haldið niðri og það bjargaði litla fuglinum frá alvarlegu slysi. Ég fór út að labba með hundinn og hljóp nokkra spretti þá var hundurinn alveg í essinu sínu. Hann þefar af öllu sem á vegi hans verður. Einu sinni varð mér á að klappa sem er greinilega einhver, mér óþekkt, skipun eigandans og hundurinn fraus. Loks þegar eigendur hans náðu í hann var hann ofsakátur og gleymdi að kveðja en hvað um það, takk fyrir skemmtunina Mói.

Ég er ekki trúaður maður hef ekki mikið álit á trúarbrögðum, þau eru fyrir þá sem átta sig ekki á lífinu.

Mér datt það snjallræði í hug síðasta haust að fara í messu svona til þess að sjá hvað færi fram í messu á venjulegum sunnudegi. Ég hafði velt þessu fyrir mér í þónokkurn tíma og einn sunnudaginn þegar ég vaknaði við klukknahljóminn frá Árbæjarkirkju ákvað ég að nú skyldi ég fara í messu. Ég klæddi mig og rölti niður Árbæinn að kirkjunni, þá tók ég eftir því að bílastæðið var fullt. Nú hélt ég að verið væri að framkvæma jarðaför en enginn var líkbíllinn svo kannski gifting eða skírn. Ég spurði eldri mann í anddyrinu hvort ekki væri venjuleg messa í gangi, hann játti því, þá var ég staddur fyrir framan dyrnar að salnum. Þegar ég opnaði þær fékk ég vægt tilfelli af mannfjöldafælni því kirkjan var pakkfull og allir í sínu fínasta. Ég horfði í forundran á allt þetta lið á meðan ég fikraði mig meðfram veggnum aftur í salinn. Ég sá laust sæti í miðjunni fyrir aftan bekkina og settist í það. Þá fór ég að virða fyrir mér mannfjöldann og velta fyrir mér hvort allt tal um tómar kirkjur í Þjóðkirkjunni væri bara rugl og Íslendingar væru upp til hópa ofsatrúarfólk. Ég var svo hissa á að þessi menningarafkimi reyndist svona vel mannaður. Presturinn síðan byrjaði að bjóða fólkið velkomið á þennan kynningarfund fyrir fermingarbörn og fjölskyldur þeirra.... Ég hefði ekki getað valið betri dag fyrir þessa fróðleiksleit. Eftir söng, bænir, leikþætti og predikanir hafði ég fengið nóg og fór. Ég var mættur þarna með því hugarfari að ég sæi í mesta lagi 13 manns þarna inni en mætti í einu messu ársins sem er þéttskipuð áheyrendum. Ég kannski prófa aftur næstu helgi.

þriðjudagur, apríl 22, 2003

500 innlit á síðuna vá þetta er rosalegt það þýðir að þessi síða er lesin af fleirum en mér.

Jibbí nærri heil vinnuvika að byrja!!!

mánudagur, apríl 21, 2003

Ok, þá erum við sammála um það. Það eina sem vantar núna er þessi höfðingi. Ég er víst sjálfkjörinn í embættið þar sem ég er svo snnarlega sanngjarn við allt og alla og er á móti klíkuskap. Myndi til dæmis ekki láta stuðningsmenn mína til verksins fá nein embætti á vegum hins opinbera. Að auki myndi ég leyfa illt umtal um mig. Ef múgur myndi granda mér á göngu um Tjörnina, þá átti ég það án efa skilið. Án efa ætti ég enga stuðningsmenn ef ég myndi ekki leyfa þeim að fá þessi embætti. Það er fyrsta merki um spillingu ef þú villt gera betur við þann sem þú þekkir en næsta mann fyrir fé sem þú átt ekki. Lifi þessi tilgreinda blóðlausa bylting, sem fer fram þegar ég hef safnað að mér nægilegum fjölda gáfuðaðra stuðningsmanna sem átta sig á því að þeir græða meira á frelsi markaðar en vináttu við stjórnarherra.

Ríkið það er ég!

Ef það er bara réttlátur höfðingi yfir öllu saman þá mun okkur farnast vel.

Að síðustu legg ég til að við tökum upp Fasisma á ný, án gríns.

Swindon vann Crewe 1-0 á útivelli um helgina. En Crewe er í öðru sæti deildarinnar. Lið Swindon Town skipuðu Griemink , Lewis , Heywood , Reeves , Herring , Robinson og Miglioranzi en hann skoraði einmitt á 75 mín með föstu hægri fótar skoti skeytin inn, aðrir leikmenn Hewlett , Duke , Invincibile , Parkin og varamennirnir Farr , Draycott , Halliday , Young og Taylor. Áfram Swindon núna erum við í 12 sæti.

laugardagur, apríl 19, 2003

Það virðist vera 0-0 í Swindon leik helgarinnar en ég mun láta ykkur, lesendur góðir, vita ef þeir vinna!

Schumacher er snillingur og hann verður heimsmeistari það er víst. FERRARI er einfaldlega besta liðið og á skilið að vinna.

Afbrags gott veður úti við hér á Íslandi þessa stundina!

Dr. Zhivago eftirmyndin er kannski ekki svo slæm en mér bara fannst það af því ég sá gömlu myndina fyrst en eftirmyndin tekur öðruvísi á sögunni og því á hún alveg rétt á sér. En samt finnst mér að sýna hefði eldri myndina.

Alveg magnað hvað það er gaman að ferðast um landið og þjóðina ég var rétt í þessu að klára langann malarhring í kringum Höfuðborgina á nýja bílnum hans Andra, en hann var einmitt að fjárfesta eða fjárskipta yfir í Pallbíl með öllum nútímaþægindum. Þetta verður skemmtilegt ferðasumar fyrir hann og hans. Til hamingju með nýja bílinn Andri.

föstudagur, apríl 18, 2003

Dr. Zhivago er frábær mynd en í Sjónvarpinu í gær og í kvöld var ekki sýnd upprunalega myndin, frá 1965, heldur lélega eftirmynd hennar. Skömm hafir þú dagskrárstjóri Sjónvarps, skömm skömm skömm.

Þá byrjar líka Harpa

Eftir nokkra daga kemur nefnilega formlega sumar!

Gleðilegt sumar!

Gleðilega Páska!

þriðjudagur, apríl 15, 2003

Það er ein mynd sem mig langar að sjá en ég virðist ekki finna hana á þessum ókeypis videó leigum rafheima, hún heitir Heaven and Earth eftir Oliver Stone, Tommy Lee Jones leikur aðalhlutverkið í henni. Ef einhver sem villist á þessa síðu á þessa mynd, endilega ef þið viljið lána mér hana skrifið mér póst á jonfinnbogason@hotmail.com. Takk fyrirfram.

Pablo Fransisco er helvíti fyndinn.

Eddie Izzard er snillingur!

Þegar þig vantar eitthvað almennilegt að hlusta á skaltu ná í Tom Waits!

Elvis er kóngurinn!

Ætlaði að láta teljara á síðuna hjá Oddnýju www.janei.blogspot.com en þó ég hafi gert nákvæmlega sama hlutinn og hjá mér þá birtist ekki teljarinn og ég veit ekki hvað er að. Af hverju virka tölvur bara ekki eins og þær eiga að virka og af hverju gerast hlutir ekki bara sjálfkrafa eins og maður hugsar sér þá?????

Horfði á Bowling for Columbine um helgina, já góð mynd allir ættu að nota tíma sinn til þess að horfa á hana. Ég sem byssumaður og áhugamaður um dráp villtra hryggdýra er sannfærður um að byssur drepa fólk en fólk drepur líka fólk þó það hafi ekki byssur en af hverju að einfalda drápið? Alveg magnað hvað hvíti maðurinn er ógeðslegt dýr að vera sama um kúgun einhverra þúsunda ekki hvítra vesturlandabúa í heiminum en ekki þegar einhvert ungmenni í úthverfi notar verndartólið byssu til að drepa skólafélaga sína. Þegar það gerist fer hann að grenja og gleymir sakleysi aumingja stjórnmálamannsins sem vildi bara verða ríkur með því að fylgja ríkjandi stefnu í heimalandi sínu, og vill hefna sína á honum því að hans vegna eru byssur til.

Haukur www.bigjohnson.blogspot.com hefur meðal annars sakað mig um að hafa ákveðið að skila auðu í næstu kosningum, það er ekki rétt ég hef einungis ekki ennþá fundið neinn stjórnmálamann né stjórnmálaflokk sem vill hafa heiminn eins og ég vill hafa hann og hef ekki ennþá séð neinn sem ég gæti sætt mig við sem umboðsmann minn á Alþingi. Þegar ég kemst í gegnum orðaflauminn og lygarnar að svörum og hugsjónum stjórnmálamannanna um hvernig samfélagið eigi að líta út, þá mun ég taka upplýsta ákvörðun. Sumir segja að það muni aldrei gerast og það sé barnalegt að ætla það, svo maður eigi bara að kjósa þann sem manni lýst best á og svo bara kemur frammistaða þeirra í ljós. „Það er ætíð rangt, alls staðar og fyrir hvern mann að trúa einhverju á ófullnægjandi forsendum“ William Clifford, 1877.

laugardagur, apríl 12, 2003

Ég vildi ég gæti sungið fyrir þig lesandi góður í gegnum tölvuna þá myndi ég syngja, FRAM ÞJÁÐIR MENN Í ÞÚSUND LÖNDUM og svo framvegis...

Heyrðu fornminjar eru bara gamalt drasl hvort eð er og svo er alveg jafn víst að nemendur í háskólanum hafi stolið þeim til að vernda þau, eins og ég myndi gera við handritin okkar ef sami glundroði skapaðist.

Fornminjar rúla

Ég er brjálaður, það er búið að eyðileggja fullt af fornminjum í Bagdad safnið hefur verið rænt. Af hverju í fjandanum voru þessi verðmæti mannkynsins ekki vernduð með vopnavaldi þeirra sem sköpuðu glundroðann. Ég sem vitborinn maður og áhugamaður um sögu minnar tegundar er ekki sáttur við þessa meðferð. Þetta líð ég ekki og ég mótmæli harðlega, mótmæli mótmæli mótmæli.

föstudagur, apríl 11, 2003

Maður á alltaf að halda með lítilmagnanum.

Áfram Írakar náið ykkur í það sem ykkur vantar.

Ofsalega er gaman að sjá Íraka verða sér úti um sæmileg sófasett, borðstofuborð og annan lúxus, bara verst hvað það er allt í rúst hjá þeim. Ég fór að hugsa hverju myndi maður nappa ef allt yfirvald á Íslandi myndi falla og margar byggingar sprengdar. Jú maður myndi fara inní Alþingi, Stjórnarráðið, Bessastaði, öll sendiráðin og ráðuneytin auk þess sem maður myndi fara inní fyrirtæki og hirða tölvur og bíómyndir á vídeóleigum auk þess sem maður myndi næla sér í þessi blessuðu handrit okkar. Ná sér í klósett og vask, málningu og gullforðann hjá Seðlabankanum. Húsugögn í IKEA og húsgagnahöllinni, á Íslandi eru flest verðmætin í fyrirtækjum. Fara í Ríkið og næla sér í partýforða þessa klikkuðu daga. Fá sér nokkra bíla úr höfninni og keyra þá útúr bænum, kannski rústa eigendaskrám svo ekki væri hægt að væna mig um þjófnað eftir á. En myndi maður ræna fullt af drasli útum allt? Maður myndi kannski ná sér í dót sem manni vantar sárlega eins og nammi og lakkrís. Ég veit samt ekki með mig, en ég myndi örugglega koma mér fyrir uppá einhverju þaki með riffilinn minn og skjóta þá sem stela frá öðrum. Ég hef það samt á tillfinningunni að víkingasveitin(hún væri kannski dauð?) eða einhverjir vopnaðir verðir myndi auðveldlega ná stjórn á Höfuðborgarsvæðinu, bara vakta bensínstöðvar og eftir 3-4 daga er allur kraftur farinn úr bílaþjóðinni. Við erum lífhrædd þó við séum frökk.

fimmtudagur, apríl 10, 2003

Já mér líst vel á að leyfa vændi og hóruhús ásamt fíkniefnum því þá minnkar umfang glæpalýðsins og þeir gerast löglegir óofbeldisfullir pappírshaukar sem engin mun ráða við þegar þeir eru komnir með lögfræðimenntun og ekkert siðferði, en markaðurinn mun sjá um þá. Já, markaðurinn sér fyrir öllu sjáið bara hvernig fór fyrir Sovétríkjunum og öllum aumingja Nasistum og Fasistum. Markaðurinn er unaðslegur. Lengi lifi markaðurinn peningar peningar peningar!!!

400 innlit, þetta er rísandi síða sem mun ná í 1000 fljótlega og þá er spurning að halda gleðskap fyrir aðdáendaklúbbinn? Hver veit kannski boðið uppá veitingar?

Ég þakka fyrir öll reloadin sem þið hafið staðið fyrir takk takk.

þriðjudagur, apríl 08, 2003

Hvað á maður að gera í svona málum það er ekkert hægt að gera nema segja ha og aftur ha en jafnvel þá er ekki útséð með beitingu ofbeldis. Ég áttaði mig ekki á svarinu enda var gaurinn aumingjalegur útálandigaur, svo ég sagði hátt svo allir í bíó heyrðu, HA viltu ekki færa þig, , af hverju ekki?, Feiti vinur subbulega gaursins hnippti í óklippta manninn og sagði hey meðan hann stóð upp og færði sig. Ég hafði þá fengið ansi stórann skammt af adrenalíni svo ég skalf allur og sagði við snyrtilega ríka gaurinn með ofsafínu kærustuna, maður er bara maður veit ekki hvað gerðist, og kærastan kinkaði kolli. flestir í bíó voru hissa í andlitinu og greinilegt að þetta er í fyrsta skipti fyrir alla þarna inni. Ég þakkaði útálandigaurnum fyrir að hafa fært sig en hann svaraði engu ég settist þá bara og horfði síðan á konuna í hjólastólnum taka sér stöðu við endann og myndin byrjaði.

Skítugi gaurinn var ekki af baki dottinn og í eitt skiptið þegar ekkert hjóð var í salnum heyrði ég hann segja, huh maður búinn að koma ógeslega vel fyrir og þú veist bara færa sig.

Það verður að segjast að mér var allveg sama þó miðinn væri eitthvað svindl, því stelpan sem afgreiddi mig hefur örugglega bara átt eftir að fylla uppí öryrkjakvódann á sýninguna, það eða það hefur verið líkaminn. En þegar ég öskraði, nei við förum ekki í sjoppuna við erum að missa af byrjuninni, í slow motion rödd. áttaði ég mig á því að ég hafði sparað hva 600 kall. ákvað ég að fara í hléinu. En vá eftir þetta labb kom hápunktur kvöldsins. Þegar ég rauk inní salinn og hrinti hjólastólakonunni til að komast framfyrir hana sá ég að salurinn var við það að fyllast og nú þyrfti hermaðurinn í mér að sýna sig ef ég ætti að fá sæti fyrir miðju. ég notaði nætursjónina og sá tvö sæti í 7 aftasta bekk en til þess að ég gæti nýtt mér þau hlið við hlið þyrfti ég að færa fólk til. Ég byrjaði á því að spyrja elskulegt par sem sat við endann hvort sætið við hlið þeirra væri upptekið, nei nei sagði kurteisi strákurinn greinilega moldríkur enda sá ég þegar sýningin var búinn að hann ók á brott á Benz. Já já flott 1 sæti komið sagði hausinn við sjálfið. Ok það er annað sæti þarna handan þessara tveggja gaura best að spyrja þá hvort ekki væri í lagi að færa sig einn rass svo ég gæti notað sætin. Svo ég spurði gaurinn sem ekki hafði farið í klippingu ansi lengi og greinilega ekki eins ríkur og fyrri gaurinn, sem átti rosa flotta kærustu meðan ég man, hvort hann og elskhuginn gætu nokkuð fært sig um heilann rass. Eftir að ég hafði sleppt orðinu kom tímalykkja í hugsun mína og fékk ég flashback til þess tíma er ég var að lesa sjálfstætt fólk og Bjartur var nýbúinn að hrekja Ástu Sóllilju frá sér útaf því hún var ólétt. Heyrðu gaurinn svaraði mér með því að segja þurrt nei. þurrt nei

Ég fór í kvikmyndahús um daginn, allt gekk vel ég var í röðinni klukkan rúmlega tíu og góð tilfinning að standa í Smáralind og bíða, þegar ég varð þess heiðurs aðnjótandi að komast fremst í röðina smeygði ég kortinu undir glerið og sagði Gangs Of New York með amrískum hreim. NEI, öskraði ég yfir litilmagnann þegar stelpukindin í boxinu sagði mér að það væri uppselt á G.O.N.Y. á meðan hún hengdi upp blað með þessum upplýsingum og ég svo fljótur að hugsa ansans hvaða mynd er verið að sýna sem ég gæti hugsað mér að sjá DD kjaftæði, ég myndi falla í þunglyndi ef einhver hefði borið kennsl á mig fara á þá mynd. Ok ok rólegur Jón rólegur, Ég er rólegur djöfullinn sjálfur, vertu rólegur þá sagði hin stelpan heyrðu ég á tvo miða eftir og sælutilfinning fór um líkamann eins og ég hafi sigrað eitthvað. Jég tek þá sagði ég við þær innan glersins. Síðan fór upprunalega stelpan í það að afgreiða miðann til mín og gaurinn sem var næstur í röðinni hjá stelpunni sem gaf mér forkaupsréttinn var illilegur á svipinn, miðaldra sjóari sem ætlaði með krakkana sína í bíó og ég hafði af þeim miðann, Hey þú veist sorry að ég sé yngri en þú og hafi flottari líkama og sé myndarlegri en þú, þú eist þú erður barað skilja skiluru (survivor) sagði ég við gamla öfundsjúka manninn. Þú færð miðana á þúsund, há ég vá takk sagði ég við gelluna þegar ég borgaði, skildi reyndar ekki akkuru en þú veist það hefur bara verið líkaminn. Þegar ég sneri mér við og horði niður á allt liðið sem ekki fékk miða leið mér enn betur og sagði upphátt, ha síðustu miðarnir, eins og illa gefinn ms-ingur. Þegar ég rölti upp rúllustigann skoðaði ég miðann og sá að þar fór miði fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega, hua hva ég leit í kringum mig ég lít nú ekki út eins og öryrki er það?

laugardagur, apríl 05, 2003

undir jonminn

Er meiraðsegja búinn að setja smá prufu þangað inn

Var að hugsa um tripod.com

þAnnig að ég hef hafið leit að nýju vefsetri fyrir mydnaablúmið mitt likla meit.

Ég lofa bráðum að lofa því að setja inn fleiri myndir á myndasíðuna mína það er bara eitt vandamál, þeir á freehomepage sendu mér mail um daginn og sögðust hafa góðar fréttir handa mér, ég fengi að halda síðunni án endurgjalds til 1 maí. Haa hvað meinarru öskraði ég að skjánum mínum þýðir freehomepage ekki freehomepage aumingjarnir ykkar.

Þó ekki væri nema vegna þess listabókstafurinn væri Ð.

Ég vil stofna stjórnmálaflokk sem heitir Sjálfstæði flokkurinn, ég er viss um að ég myndi ná yfir 15 % fylgi.

En snúum okkur að aumingjalegri hlutum. Það er kominn upp grín síða á netið undir www.bigjohnson.blogspot.com ekkert sem þar stendur er satt né rétt né sannleikanum samkvæmt!

Nei ég gefst ekki rassgat upp!

Ég gefst upp!

fimmtudagur, apríl 03, 2003

Ég skrifa bara meira á morgunn eða hinn ,,,,,,,,,,,,,,,, þessi leiðinlegi bloggari er búinn að drepa Jón Minn

Ég var að lesa það sem ég skrifaði rétt áðan............................ djöfull er ég leiðinlegur

Ég ætla ekki að segja ykkur frá henni því þá gæti Eyvindur stolið hugmyndinni og skrifað sögu uppúr henni án þess að segja fólki frá því að hún sé upphaflega kominn frá mér.

þá gæti ég gert bíómynd um þessa frábæru hugmynd sem ég fékk í gær

Bara ég ætti meiri pening en þú

Sem segir kannski meira um þá en margt annað! eða mig kannski

Ég skráði mig á rithringur.is í morgun, þetta er skemmtileg síða til að komast inní hugarheim þeirra sem vilja eða eru rithöfundar.

Annars hef ég ákveðið að hætta hægrisinnuðum skrifum á síðuna, það virðist sem margir vinir mínir hafi yfirgefið mig.

Það var hringt í mig frá útibúi aðdáendaklúbbsins í Ameríku og mér var sagt að ef skrif mín ættu að skiljast þar yrði ég að breyta öllu í ensku, ég sagðist munu skoða það gaumgæfilega.

Það er eitthvað sérlega áhugavert við þennan leiðinlega bloggara sem tilveran bendir fólki á, þegar maður les textann verður maður svo rólegur, það er eins og maður hafi áttað sig á því hvað lífið hefur mikið uppá að bjóða. Eða hvað heimurinn er í raun ómerkilegur réttara sagt.

Mjér er ekki sama um náungann ég vill bara hann sé sjálfur sér nægur.

Nema um sé að ræða fallegan kvenmannskropp.

Þá vil ég helst að hún þarfnist mín.

En vendum okkar ljóði í hálfmána.

Og förum að sofa

miðvikudagur, apríl 02, 2003

Af hverju talar heimurinn ekki íslensku í staðinn fyrir útlensku? Þá værum við vel sett.

Páfagaukur heimilisins var rétt áðan á vappi um lyklaborðið og skrifaði þetta æ'l en hann lenti þar þegar hann kom fyrst, hann er nefnilega svo léttur að hann getur ekki ýtt tökkunum niður með sínum eigin þunga, kannski var hann að segja mér að hætta þessu rausi og drífa mig í vinnuna.

Hverju sem því líður þá langar mig bara að segja það að mér þykir vænt um þig lesandi góður.

Að ég sé hægri maður er álíka gáfulegt og að segja að Hannes Hólmsteinn ætti að fara í framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

Ég hef verið sakaður um það að vera hægri maður

ég veit eiginlega ekki hvað á að segja

þetta byrjaði allt

þegar ég var að ræða við lækninn

systur mína um lögleyfingu fíkniefna

hún varð æst og fór að skýra út fyrir mér hvað hin og þessi fíkniefni væru hættuleg. Mér finnst að það séu tvö mál en ekki eitt. Af hverju gerir það mig hægri mann að ég vilji að fólk ráði hvort það skaði sig með eiturefnum eða ekki. Maður getur núþegar drukkið frá sér allt vit með áfengi af hverju ætti maður ekki að fá að vera svo vitlaus að neyta eiturefna alveg á sama hátt.

Ég benti henni á að við gætum lamið okkur í hausinn með hamri, það væri ekki bannað, af hverju gerum við það ekki.

Ég og systir mín erum samt vinir þó við séum ekki sammála um þetta grundvallar atriði. Hún vill vafalaust ekki að ég sé að skrifa um hana á netinu, en mig langar svo að segja fólki frá henni, hún hlýtur að skilja það hún er jú stolt fjölskyldunnar.

Leggjum virðingu fyrir yfirvöldum Bandaríkjanna niður innra með okkur

Byssur á öll heimili

Fíkniefni í apótek

Áfengi í matvörubúðir

Niður með Sjálfstæðisflokkinn og upp með alla anarkista

Gefum Fasisma annað tækifæri

Hættum að kaupa hugbúnað frá Microsoft

Leggjum bílum okkar og tökum strætó

Leyfum vændi og hóruhús

Refsum fólki fyrir illa meðferð á dýrum - fangelsi allt að 5 árum

Drepum alla barnaníðinga og nauðgara

Áttum okkur á sjálfselsku T-listans

Þrýstum á Sjónvarpið að sýna myndir með Rocco Silfredi og Jennu Jemeson

Látum ekki bjóða okkur að íslensk símafyrirtæki rukka fyrir utanlandsniðurhlað

Slökum á reglum um höfundarétt tónlistar og kvikmynda

Gefum friðinum tækifæri

Að lokum vil ég biðja alla að hætta þessu kjaftæði!