föstudagur, apríl 25, 2003

Heimilið var undirlagt hundi sem við tókum í pössun í gær og í dag, hundurinn heitir Mói. Hundurinn þarf mikið að hreyfa sig og mikla ást. Hundar horfa á mann með þessum svaka augnaráði sem segir, ég elska þig, má ég sleikja á þér andlitið og hendurnar, förum að hlaupa, hvað get ég gert fyrir þig? Hvað sem er, á ég að drepa einhvern!!! Við erum líka með páfagauk á heimilinu sem heitir Brúskur hann er ekki svona þurfi. Þegar hundurinn þefaði af búri fuglsins sagði Brúskur, ég get drepið þig, bara ef ég vil, ef þú kemur inní búrið mitt þá drep ég þig, sjáðu hvað ég er með stóra vængi, ég skal höggva þig til bana með goggnum mínum, ef þú bara vissir. Hundurinn var ekkert að abbast uppá hann þegar hann var inni í búrinu en þegar við hleyptum honum út vildi hundurinn grípa hann með kjaftinum. Brúski var allveg sama, flaug við höfuð hans og settist sem næst trýni hundsins, hundurinn var æstur í að leika við þennan fjaðurbolta en honum var haldið niðri og það bjargaði litla fuglinum frá alvarlegu slysi. Ég fór út að labba með hundinn og hljóp nokkra spretti þá var hundurinn alveg í essinu sínu. Hann þefar af öllu sem á vegi hans verður. Einu sinni varð mér á að klappa sem er greinilega einhver, mér óþekkt, skipun eigandans og hundurinn fraus. Loks þegar eigendur hans náðu í hann var hann ofsakátur og gleymdi að kveðja en hvað um það, takk fyrir skemmtunina Mói.