þriðjudagur, október 21, 2008

Nýja Ísland


Þá er þetta partý búið, þeir sem ældu á teppið er ekki boðið þynnkumatinn.

Liðið sem lækkaði bindiskyldu bankanna verður að koma koma sér út í leigubílinn, sem er búinn að bíða í allan morgun í innkeyrslunni.

Liðið sem lánaði húsnæðislán á yfirdrætti og hafði eftirlit með að það væri stöðugt þarf að hætta að eðla sig í sófanum.

Fólkið sem trúði krókudílamanninum er beðið að koma sér uppá neyðarmóttöku.

Nágrannarnir eru hættir að biðja okkur um að lækka í okkur og farnir að hlægja.

Gaurinn sem ákvað að besta leiðin til að auka traustið væri að auka innlán og blandaði saman ólíkum drykkjum í bolluna, þarf að redda þeim sem drukku. Annars verður ekki annað partý.

Löggurnar sem komu útaf hávaða en duttu í það með okkur eru vinsamlegast beðnar um að hypja sig.

Já og svo eru allir fáránlegir ef við gerbreytum ekki stjórnkerfi okkar á næstu 5 árum.

fimmtudagur, október 02, 2008

Úff google að standa sig. Google sendir svo mikið af liði inn á þessa síðu. Fólk googlar "Jón Stóra" í tíma og ótíma, ég hefi aldrei verið kallaður þetta en fann samt góða mynd af mér við leitina.


Það er gaman að halda þessari síðu opinni, mikið af gömlu stuffi að lesa, ég nenni reyndar ekki að lesa það en en en þegar ég verð gamall og ljótur þá ætla ég að lesa þetta fyrir starfsfólkið á öldrunarheimilinu hátt og skýrt frá upphafi til enda.