miðvikudagur, apríl 02, 2003

Ég hef verið sakaður um það að vera hægri maður

ég veit eiginlega ekki hvað á að segja

þetta byrjaði allt

þegar ég var að ræða við lækninn

systur mína um lögleyfingu fíkniefna

hún varð æst og fór að skýra út fyrir mér hvað hin og þessi fíkniefni væru hættuleg. Mér finnst að það séu tvö mál en ekki eitt. Af hverju gerir það mig hægri mann að ég vilji að fólk ráði hvort það skaði sig með eiturefnum eða ekki. Maður getur núþegar drukkið frá sér allt vit með áfengi af hverju ætti maður ekki að fá að vera svo vitlaus að neyta eiturefna alveg á sama hátt.

Ég benti henni á að við gætum lamið okkur í hausinn með hamri, það væri ekki bannað, af hverju gerum við það ekki.

Ég og systir mín erum samt vinir þó við séum ekki sammála um þetta grundvallar atriði. Hún vill vafalaust ekki að ég sé að skrifa um hana á netinu, en mig langar svo að segja fólki frá henni, hún hlýtur að skilja það hún er jú stolt fjölskyldunnar.