sunnudagur, maí 29, 2005

Búinn að taka til í skottinu.

Enda eru fyrirhugaðar útálandferðir bráðlega. Það sem ég fann í skottinu (á bílnum mínum já já haha) var meðal annars New York Knicks húfan mín forláta sem ég kauptaði þegar ég var tvólf ára, man ég keypti líka silfurmynd af Patrick Ewing (á hana enn í albúminu mínu).

Nú er bara að kaupa sér dollu af .22 og finna málmbitana sem fylgdu til ísetningar á kíkji, en efast stórlega um að það takist.

Græni góði stóllinn minn, enn með miðanum á. Kælibox fullt af tjöruhreinsi og öldruðum bjór.

Gamall þvottur og tvistur ásamt bókhaldinu í einum pokanum fór allt saman beint í ruslið.

Ryksugaði svo endalaust af snakki... ?

Tékkaði hvort ekki væri varadekk undir teppinu og tjakkur... lenti í vöntun á Mözdunni eitt sinn eins og frægt er orðið!!!

Annars var helgin fjörug... veikur miðvikudag, fimmtudag og föstudag. Þunnur laugardag og sunnudag og örugglega veikur á mánudag...