fimmtudagur, júlí 28, 2005

Var að koma af Kofanum úr árlegu kveðjuhófi Jóns og Agga. Þetta er árlegur viðburður sem við viðhöfum í hvert það skipti er haldið er út fyrir landsteina. Ég þakka fyrir góða mætingu.

Batterí og sími komin í hleðslu. Held bakpokinn sem ég ætla að taka með sé örugglega inni í skáp. Er að horfa á vegabréfið mitt. Krítar og debet krotin á sínum stað. Minniskortin í myndavélina tóm. Augndropar klárir, útaf sýkingunni í vinstra auga. Úrið klárt. Er í buxunum sem ég verð í í ferðinni. Á eftir að velja með efri helmingsflík. Ætli ég setji ekki auka buxur í bakpokann nokkra sjálfstæða boli (Hólmgeirsson, Swindon og DV), 3 nærbuxur, 2 stuttbuxur og 2 sokkapör. Tek með lokaða og opna skó. Sólvörn. Aloe Vera. Aloe Vera rollonið, Veit ekki í hverju ég verð á sjálfum tónleikunum. Engan jakka á ég. Fjárfest verður í Ipod. Sólgleraugu klár. Hleðslutæki fyrir Ericsson. Hleðslutæki fyrir myndavél. Einkaklúbbskortið. Tannþráð. Mach3Turbo skaftið. Held þá sé allt upptalið sem verður að taka með í bakpokann á leiðinni út. Keypt verður Ferðataska almennileg og fyllt af fötum og varningi ýmsum fyrir heimferðina.

Hasta la vista Baby


Parken, það er uppselt. Broskall