mánudagur, apríl 19, 2004

Ég er glaður en mig langar samt að koma með athugasemd varðandi ftp aðgang að Háskólamöppunum t.d. Herðubreið(munið að refresh´a), því það er ekki hægt að fara inná áframhaldandi möppur(t.d. síður nemendafélaga) með explorer, bara sitt eigið heimasvæði(og vefsvæðið líka) heldur þarf sérstakt ftp forrit til að tengjast þeim stærri stað. Af einhverjum ástæðum er bara happa og glappa hvenær maður kemst inná. Ég viðurkenni það fúslega ég er enginn tölvuhestur en þegar sama stilling er notuð tvisvar og mismunandi niðurstöður fást í hvort skiptið .... þá er eitthvað að.

Annars var helgin mjög góð... fyrir utan það að ég ætlaði að klára ritgerðirnar en fór frá þeim hálfkláruðum í þriggja tíma kjaft æði í Laugar.

annars...

Heyrandi heyrið... FRÓÐASI FRÓÐINN TIL SÖLU eldri en flestir Hr. Kristbjörn Helgi Björnsson hefur ákveðið að bregðast við markaðnum og hafið sölu á hinni frábæru hreyfimynd FRÓÐASI FRÓÐINN fyrir aðeins 500 krónur (íslenskar á föstu gengi tengt Jóni Sigurðssyni) hvort heldur á V H S afspilun eða stafrænni(geilsadiskur fylgir). Opnað hefur verið sérstakt netfang khb@hi.is og fjárfest í farsíma 847 4107 (virg´bíls á fagmáli). Come one come all!!!