miðvikudagur, apríl 07, 2004

Ég er svangur ætli ég fái mér ekki matinn Jóns að borða (orðaröðun Gumma).

Langar að labba inní einhverja búð og segja:

Góðan daginn, mig langar í eitthvað hollt! En eins og alþjóð veit er ekki hægt að fá hollan skyndibita, hvergi... ég er að tala um hollan bita, sem auðvelt er að éta standandi, í bílnum eða grípa með sér, á sanngjörnu verði nálægt þeim stað sem ég er staddur á á hverjum tíma.

Kominn með meir en nóg af fituríkum og sveittum mat sem gerir ekkert nema veita manni ógleði í sálinni...

Mömmumatur er góður en ég er bara aldrei heima hjá mér... nema þegar ég kem til að halla mér...

Hvað á ungur maður sem lifir í sífelldu stressi og flandri eins og ég að gera í stöðunni??????? Fá sér kók og pylsu... hamborgaratilboð... djúpsteiktar núðlur eða kínamat á 1300... kjúkling í nóatúni... brauðmeti.... ávexti sem maður þarf að skera til og vesenast með????? nei nei nei nú segi ég stopp...

Ég er farinn í hungurverkfall!!!