miðvikudagur, apríl 07, 2004

Vá Auður litla er með einhverjar stúlkukindur í heimsókn núna og klukkan miðnætti... þær blaðra og blaðra og blaðra og blaðra og blaðra áðan voru þær að tala um kennara í Árbæjarskóla og sögðu að Ásta Ben væri góður kennari... já hún kenndi mér líka stærðfræði og hún var ágæt í því ég man hún var frekar sjúskuð alltaf ... kennaratýpan .. útjöskuð og þreytt endalaust... svo tala þær um málefni sem maður skrifar ekki á bloggið ... maður segir nú ekki frá öllu á blogginu... en já þær segjast núna vera búnar að tala saman í fimm tíma... vilja taka einhverja síma úr sambandi eða slökkva á þeim ... "ég er með vöðva á höndunum".. "þetta er ógeðslegt".. "ég stend svona þá koma svona línur"... "þú ert ekkert spik með þetta er bara hart".. "ef ég væri svona væri ég brjáluð ég ætla að losna við þessa bumbu"... "hahaha ég er svo mjó ég er ógeðslega mjó"... "samt ekki".. "komiði bara í heimsókn til mín og stöndum fyrir framan spegilinn niðri og þá verðum við ekkert smá mjóar".. "amma og frænka mín stóðu þar um daginn og voru ógesslega ánægðar"... "það er eins og maður sé ógesslega mjór..." sögðu þær meðan þær fóru í yfirhafnirnar og svo fóru þær...