þriðjudagur, janúar 28, 2003

Swindon vann aftur um helgina 2-1 liðið Wigan á heimavelli Swindon County Ground. Liðið er á sigurgöngu. Griemink, Gurney, Reeves, Heywood, Marney, Miglioranzi, Robinson, Hewlett, Duke, Invincibile, Parkin voru í liðinu og Farr, Edds, Willis, Sabin, Young sátu á bekknum á meðan leik stóð. Andy Gurney skoraði á 35 mínútu og ástralinn Danny Invincibile skoraði seinna markið. Topplið Wigan rétt náði síðan að skora með einhverju svindli. En Swindon vann sem sagt toppliðið, ég held við verðum komnir í Úrvalsdeildina eftir 2 ár mesta lagi 3.

Vil benda fólki á Bloggið sem Oddný er búin að setja upp, þar sem hún segir frá Hondúras og lífinu þar.

Horfði á Stiklur 4 um daginn útaf því ég hélt að hann ætlaði að fara vestur í Múlasveit en nei. Hann fór að vísu vestur Reykhólahreppinn en stoppaði uppá Klettshálsinum og sneri við, Ómar Ragnarsson hefði getað gert betur. Minning mín frá barnæsku hlítur þá að hafa verið í fréttum en ekki stiklum. Ég er ekki nógu ánægður með þetta.

Sigurjóni sjónvarpsstjörnu gengur vel að missa kílóin og koma sér í form undir eftirliti þáttarins Ísland í bítið á Stöð 2 og óska ég honum áframhaldandi gengis á þeim vettvangi.

Annars er búið að vera svo mikið að gera í vinnunni og skólanum að ég hef ekki leitt hugann að blogginu allan þennan tíma. En sumarið er að koma og þá verður allt betra.

laugardagur, janúar 25, 2003

Ég þjáist af einbeitingarskorti eða finn ekki það sem ég vil einbeita mér að. Mig skortir skýra hugsun þegar ég les frægar bækur, mér dettur margt ótengt lesefninu í hug þegar ég les. Ég vil geta lesið bækur án þess að truflast af hugsun minni, en get það ekki. Þetta gæti verið stór galli á mínum manni. Ég gæti útskýrt þetta betur ef mér hefði ekki dottið í hug að ímynda mér annað. Sem ég núna er búin að gleyma vegna þess ég fékk aðra hugsun í millitíðinni. Á fræg bók ekki að halda einbeitingu og vera áhugaverð, annars væri hún ekki fræg. Hvað heitir aftur bók Darwins, jú fer bara á bok.hi.is og kanna það í greini opna gluggan og bíð svo eftir að hann verði valhæfur, held áfram að skrifa á meðan því tölvan er svo hæg. Það er aðallega útaf því að ég er með skráarskiptiforrit í gangi og nota það til að ná í bíómyndir eins og Conan the Liberian, About Schmidt, Heat og fleiri áhorfsvænar að mínu mati en Gegnir forritið segir að Darwin bókin heitir nei Gegnir virkar ekki og hún heitir eitthvað tegundanna eða eitthvað skiptir ekki máli spyr bara Valda fróða.

2 umferð Gettu Betur fór fram í síðustu viku, lið Fjölbrautaskólans við Ármúla náði 30 stigum en tapaði fyrir MH. Þess ber að geta að stigahæsta tapliðið kemst áfram í sjónvarpið. Í gær föstudag fór síðan fram seinni lota umferðarinnar fram. Allt leit vel út fyrir FÁ hver keppnin af annarri kláraðist án þess að þrjátíu stigin næðust. Þegar svo síðasta keppni kvöldsins var vel á veg kominn virtist sem Bændaskólinn og MA myndu bæði komast í 31 stig. Ármýlingar hefðu þannig dottið út, strákarnir sátu á fremsta bekk hölluðu sér fram og báðu Loka að hindra hugsanaflæði liðanna. Þegar síðasta spurning var fram borin var staðan 31 – 28 fyrir MA og Hvanneyri átti eitt hljóðdæmi eftir. Spurt var um Pavarotti og annað atriði, greinilegt var að Böðvar Samgöngumálaráðherrason vissi svarið, gífurleg spenna ríkti þar til svarið kom vitlaust frá Bændaskólanum og Ármúli kominn áfram. Til Hamingju strákar, þið farið í sjónvarpið.

En svo við snúum okkur nú að öðru máli. Bréf til Láru er mikið meistaraverk ég las fyrstu 3 blaðsíðurnar án þess að missa einbeitinguna svo þessi bók lofar góðu.

föstudagur, janúar 24, 2003

Um daginn var gerð athugasemd við viðbót við nafn sem ég hafði tilgreint. Leon er nafnið á manninum en ég bætti við –ci, til að hnýta í viðkomandi kímni varðandi hve nafn hans er keimlíkt nafni söngkonunnar Leonci. Mun þetta eitthvað hafa farið fyrir brjóstið á vini mínum, ég vil taka það fram að ég ætla mér ekki að viðhafa níð um menn, aðeins málefni og þá menn sem samdauna eru orðnir málefni, en það á engan veginn við í þessu máli, sem betur fer! Ég vil biðja Leon afsökunar á því að hafa gert grín að hans nafni. Þessu máli er nú lokið af minni hálfu.

Steinunn frænka mín hrósaði mér í hástert fyrir þessa vefsíðu og sagðist hafa notið lesturs bíla-frost-sögunnar, hennar orðalag. Ég vil þakka henni fyrir það. Einnig vil ég þakka þeim fjölmörgu sem hafa hrósað mér fyrir framtakið. Tommi sagði upphátt í margmenni að ég kynni að skrifa, ekki vill maður mótmæla slíkri athugasemd, enda gæti það vel verið rétt. Ég hef núna komist að því að ég er sjálfmiðaður mjög og elska það þegar MÉR er hrósað, lifi nánast á því.

Já djöfull er annars kalt að labba á milli húsa í Háskóla Íslands.

Aukinheldur vil ég árétta önnur gömul stefnumál mín. Ég legg til að við leggjum virðingu fyrir Bandaríkjunum niður innra með okkur, aðallega vegna hroka þeirra.

Ég ítreka að stríðið við skítug sturtugólf í íþróttahúsum og sundlaugum er enn í fullum gangi.

Einnig hvet ég alla til að lesa bíósöguna og bíla-frost-söguna.

Á 20 mínútu í leik Swindon við Blackpool á County Ground um daginn skoraði Stefani Miglioranzi með glæsilegur skoti langt utanaf velli og staðan 1-0 . En síðan jöfnuðu Blackpool á einhverju svindli og lokatölur urðu 1-1, en tekið skal fram að andstæðingurinn er í toppbáráttu enda hafa keypt stjörnur til liðsins á meðan Andy King notast aðallega við stráka úr bænum. Þeir Griemink, Gurney, Reeves, Heywood, Marney, Miglioranzi, Robinson, Hewlett, Duke, Invincibile og Parkin skipuðu liðið og Farr, Edds, Willis, Sabin og Nightingale sátu bekkinn. Danny Invincible fékk gult og verður því að læra að hemja skap sitt. Annars fínn leikur.

Ég vona að helgin verði góð, Magga ætlar að halda síðbúna afmælis veislu og það með glæsibrag, ef marka má það sem mér er sagt.

Áfram Ísland.

miðvikudagur, janúar 22, 2003

Það er eitthvað að stafsetningunni hjá mér, hér er allt morandi í málfarsvillum og ruglandi orðalagi. Ég komst að þessu þegar ég prentaði síðuna út til að lesa hana, ég þurfti að hagræða orðaröð og ýmsum skerandi villum í hausnum svo ég gæti skilið þetta. Ég ætla héðan í frá að vanda frágang mun betur og vona ég að þessi leiðindi heyri brátt sögunni til! Með von um skilning, Jón Finnbogason.

mánudagur, janúar 20, 2003

Það virðist allt fara í taugarnar á mér, ég þarf vafalaust að hugsa minn gang. En það sem er sárt núna er frostið sem bítur mann er maður hleypur milli bygginga Háskóla Íslands, af hverju var ekki byggt samhangandi hús í staðin fyrir þessar sjálfstæðu álmur? Þeir menn er skipulögðu byggingu númer 2 við háskólann (held Lögberg) er um að kenna, þeir hefðu átt að hafa innangengt yfir í hana frá Aðalbyggingunni. Ef því skipulagi hefði verið haldið væri betra að stunda mitt nám. En þetta er ekki bara þeim að kenna heldur líka vitleysingunum sem hönnuðu næstu hús þar á eftir og Náttúrúfræðihúsið nýja var/er meðal annars byggt á mörkum háskólalóðarinnar án neinnar tengingar við restina af álmunum. Hvað á þetta að þýða í landi þar sem vindur er stöðugur en breytilegur, hitastig er lágt og bensín dýrt (maður freistast ansi oft að ræsa bílinn ef maður þarf að renna uppí Háskólafjölritun) Ef hér væri sumar allt árið um kring væri þetta fyrirkomulag munaður (að geta hlaupið eftir grasinu berfættur milli fyrirlestra). Nei nú er mál að linni, ég legg til að næstu menn sem fá fjárveitingu til að hanna nýtt hús staðsetji það ekki við læknagarð heldur hanni það sem viðbyggingu ofaní bílastæðið milli Lögbergs, Árnagarðs, Íþróttahússins, Odda og Nýja Garðs það er hægt að hafa bílakjallara undir þessu stórhýsi. Þegar þetta hús er risið er kominn upp kjarni í skólanum þar sem stúdentar geta gengið um á inniskóm og látið geyma yfirhafnir við útgang þann er þeir vilja fara út um. Þessi bygging myndi síðan verða tengd Aðalbyggingunni, Jarðfræðihúsinu, Félagsstofnunarhúsapparatinu og Þjóðmynjasafninu þegar fram líða stundir. Næst yrði ráðist í að tengja bókhlöðuna við þetta vistkerfi. Á meðan þessu stæði væri búið, með litlum kostnaði, að tengja VR hvað sem númerið er við Tæknigarð og Háskólabíó. Árnagarð myndi tengja þeim hluta og síðan væri síðasta verkið, í átakinu, að tengja bókhlöðuna og háskólabíó. Náttúrufræðihúsið yrði að mæta afgangi nema glergangur í gegnum Norrænahúsið fengi styrk frá Norðurlandaráði. Já þetta er fögur sýn og álitleg.

sunnudagur, janúar 19, 2003

HAHA Swindon Town vann Stockport County 5-2 á útivelli um helgina. Andy King er greinilega á réttri leið með liðið. Parkin 7, Robinson 12, Reeves 74, Hewlett 85, Sabin 90 skoruðu mörkin. Griemink, Gurney, Heywood, Reeves, Marney, Hewlett, Miglioranzi, Duke, Robinson, Invincibile og Parkin voru í liðinu og á varamannabekknum voru Farr, Edds, Sabin, Nightingale og Willis. Næsti leikur er við Blackpool á County Ground heimavelli Swindon 22. janúar Miðvikudag.

Gaman, gaman alltaf bætast við manneskjur sem tjá sig um síðuna. Flestir sem gera það kvarta jafnframt yfir því ég skuli ekki skrifa nógu oft. Ég get sagt það hreint út að það horfir ekki til betri vegar og svona verður síðan alltaf! 5 greinar einn daginn engar í viku svo ein sog átta sama korterið.

Jég fékk endurminningarupplifun um daginn, þannig var að ég var að keyra í mínum bíl þegar ég fór alltí einu að hugsa um Ómar Ragnarsson, var nefnilega hjá Kringlunni og sá hann einu sinni þar með myndavélina þegar kviknaði í fyrir nokkru síðan. Allavega varð mér hugsi um þáttina Stiklur, afbragðssjónvarpsefni, einu sinni fyrir mjög mjög löngu síðan var ég lítill og fékk þessa endurminningarupplifun að samkomu fjölskyldu Pabba þar sem allir horfðu á Sjónvarpið því að Ómar flaug yfir sveit ættarinnar og sýndi kotin í Múlasveit, Barðaströnd, Vestfjörðum við Breiðafjörð. Þetta langaði mig að sjá aftur og ég tók Stiklur á Landsbókasafni Íslands, Háskólabókasafn öðru nafni Þjóðarbókhlaðan í myndbandadeildinni á fjórðu hæð að láni. Svo á bara eftir að líta á þessar heimildir sem voru víst sýndar í sjónvarpi í 3 þáttum í Stiklur 4 myndbandinu árið 1983 30. jan, 4. apríl og 1. maí. Blessuð sveitin mín!

Þegar ég opnaði póstinn minn sá ég póst frá elskulegu litlu systir þar sem hún segir

þú verður að setja einhverjar myndir inná þessa síðu, Það er svo gaman skoða solleiðis.
bæjo pæjo
From
Bestu systur í öllu sólkerfinu

Já, hún er frábær hún Auður.

En Anna læknanemi stóra vitra systir er víst ekki ennþá búinn að fara inn á síðuna, en ég verð að fyrirgefa það því það er svo mikið að gera hjá henni við að þiggja gjafir frá lyfjafyrirtækjum.

Ég má til með að nefna það að um daginn komst ég ekki inn í bílinn minn þar sem lykillinn passaði ekki inn í draslið þar sem hann á að fara ekki virkaði að láta lásasprey inn í gatið í mjög langan tíma, þá fór ég að prófa hurðina farþegamegin hún var á sama hátt illviðráðanleg en eftir mikið lásasprey náði ég að opna hana og gat klöngrast yfir gírstöngina til að ræsa bílinn og keyra burt. En þegar á leiðarenda var komið tók verra við því ekki var enn hægt að opna ökumannsmegin sama hvað ég togaði í typpið til að taka læsinguna af, virkaði ekkert hann hreyfðist ekki, heldur sat fastur niðri. Já eflaust hugsar þú, auminginn hann þurfti þá að fara út farþegamegin, nei það er ekki rétt hjá þér því að það er ekki hægt að opna farþegamegin (heldur ekki á góðum degi eitthvað er bilað inní hurðinni). Þarna sat ég inni í bílnum lokaður, ekki hægt að opna hurðina mín megin og heldur ekki farþegamegin shit nú var ég byrjaður að svitna orðið ansi heitt miðstöðin á fullu og útvarpið hátt stillt. Í stað þess að snappa og keyra eitthvað útí buskann dró ég djúpt andann lækkaði í útvarpinu, slökkti á miðstöðinni, drap á bílnum og teygði höndina að læsityppinu að hurðinni afturí ökumannsmegin en draslið vildi ekki upp Gisp teygði höndina að hinni hurðinni en það virkaði ekki heldur ég var farinn að gráta. Var ég virkilega fastur inni í bílnum á bílaplaninu læstur inni því samlæsingin var greinilega frosin og líka hvert og eitt læsityppi frosið fast. Nú var ég orðinn histerískur og fór að hugsa eins og hermaður úff togaði í skotthandfangið setti sætið alveg niður og fikraði mig á höndunum afturí aftursætin en andskotinn þegar ég opnaði skottið lyftist milliplankinn með hátölurunum og lokaði fyrir opið. Ég er fokkin meira en tveir metrar á hæð, hvernig á ég að gera þetta rusl ég var farinn að skjálfa kominn með innilokunarkennd á háu stigi ég klöngraðist framí aftur og setti bílinn í gang reyndi að taka niður rúðurnar og allar rúður nema sú sem var fyrir afturí ökumannsmegin virkaði og fór niður, helvítis rafmagnsrúður frjósa fastar í frosti það ætti að banna rafmagnsrúður. Það hefði verið gaman að taka hreyfimynd af mér fara út um afturgluggan en ég komst útum hann en ég gleymdi helvítis lyklunum inní í bílnum OK ég er kominn út ég teygi mig bara í lykilinn og það tókst ég náði í hann, gott að vera langur. En er ég virti síðustu mínútur fyrir mér í hausnum sá ég að afturglugginn var opinn HA hvernig á ég að loka honum hvað meinaru ertu ekki að grínast spurði ég Almættið. Hann svaraði með hugskeyti og ég sá að ég gat opnað farþega megin utanfrá gerði ég það og settist í farþegastætið setti lykilinn í svissinn og rendi upp rúðunni, lokaði síðan bílnum og bölvaði honum í sand og ösku. Vildi ekki hugsa meir um þetta.

laugardagur, janúar 18, 2003

Þorvaldur sagði mér frá því um daginn að hann hefði farið inná síðuna mína, djöfull er ég ánægður. Hann sagði mér hún væri góð lesning. Svona hvatning er allt sem þarf til að halda áfram.

Mig dreymdi draum um daginn, hann skiptist í tvo hluta. Hann byrjaði þannig að ég var á einhverjum venjulegum matsölustað það var allt frekar bjart yfir húsgögnunum og helmingur salsins var setinn þetta var um miðjan dag. Ég og einhverjir 3 aðrir vorum að bíða eftir matnum, við sátum við gluggann þetta var í einhverri stórborg. Þá kemur þjónustu stúlkan til okkar og biður okkur um að standa ekki upp næstu tvær mínútur eða svo, við vorum nú ekki á þeim buxunum og vildum vita hvað væri hér á seyði, þá sagði hún okkur að það væru á leiðinni fjórir rússneskir kafbátaforingjar sem væru heldur lágir í loftinu og þeir hringdu á undan sér til að biðja um að engin sem væri stærri en þeir stæðu uppi meðan þeir gengju í sætin sín. Allt í lagi sagði ég og samferðafólk mitt. Síðan biðum við og inn komu þessir fjórir kafbátaforingjar sem hröðuðu sér í sætin sín. Þá vorum við alltíeinu búin að borða og ég labba hringinn uppað básnum þar sem þeir sátu og spyr hvort ég megi ekki taka mynd af þeim, þá sá ég hverjir þetta voru þarna var fremstur í flokki Boris Jeltsín í foringjabúningi og síðan sá ég þarna rússneskann stjórnmálamann sem fórst í þyrluslysi fyrir nokkrum árum ég sá andlit þeirra greinilega. Hinir tveir voru einhverjir minni spámenn ég sá ekki andlit þeirra, allir voru þeir í eins búningum með húfurnar. Síðan kom að seinni hluta draumsins þá var ég staddur á fínni veitingastað en mér fannst hann vera á nákvæmlega sama stað og herbergið var það sama þó búið væri að skipta um innanstokksmuni og mála og svona. Allt var orðið dekkra, gólfteppi var á gólfinu það var svart með rauðu merkja mynstri rosalega dýrt. Veggirnir voru svona dökk rauðir og ljósin voru dauf gul einhvervegin. En þessi hluti byrjar við afgreiðsluborðið þar sem ég og sessunautur minn voru eitthvað að biðja um til að éta, síðan fórum við aftur í sætin og þá kom í ljós að hann hafði pantað eitthvað vitlaust því að þegar ég hjálpaði honum uppí sætið sitt aftur komí ljós að hann hafði pantað sér krabbaheila að éta hann skildi nefnilega ekki letrið á matseðlinum og hafði bara bent á eitthvað, hann skildi ekki letrið af því að hann sjálfur var krabbi, já það er rétt sessunautur minn var krabbi. En af því að hann var svo kurteis vildi hann ekki vera með læti og ákvað bara að borða það sem hann hafði pantað, hann byrjaði að klippa skelina frá svo hann kæmist að heilanum sem leit út eins og toppurinn á marglyttu. Síðan kláraðist þessi draumur í því að ég vaknaði en mundi mikið af draumi morgunsins. Ef einhver getur ráðið drauminn væri það mjög vel þegið en úr því ekki er hægt að skrifa á þessa síðu er netfangið mitt jonfinnbogason@hotmail.com copy og pastaðu það ég nenni ekki að hyperlinka það. Öll svör verða birt. Ég man líka eftir tveimur öðrum mögnuðum draumum en ég segi frá þeim seinna.

Hæstaréttardómur frá 1962 blaðsíðu 74

Mig langar að láta hér flakka Hæstaréttardóm sem ég fann við fróðleiksleit mína um daginn.

2 fyrirmynda starfsmenn voru að spúla vinnusvæði sitt að vinnu lokinni(örugglega í frystihúsi). Annar var með slönguna og var að spúla, hinn vildi fá að spúla sitt svæði sem fyrst en hinn fyrri tók ekki í það. Þá grípur seinni í slönguna og hyggst ná henni af fyrri. Fyrri tekur þá upp hníf og sker fremri bitann sem seinni hafði náð af svo hann hélt vatnsstraumnum, réðst seinni þá á fyrri og vildi ekki betur til en hnífurinn fór í fót seinni. Sá slasaði fór í mál við vinnuveitanda sinn og vildi fá slysið bætt frá honum. Taldi Hæstiréttur að ekki væri um reglubundna þætti starfs sem orsökuðu tjónið og var vinnuveitandi sýknaður um bótakröfu.

Þetta er víst dæmi um að afbrigðleg hegðun við vinnu skapar ekki skaðabótaábyrgð vinnuveitenda.

Ég vil biðjast afsökunar á öllum þessum blótsyrðum ég ætlaði að renna yfir textann og lagfæra en í endan var ég orðinn svo reiður að ég þrykkti á Post & Publish. Ég bið forláts!

Alltaf bætast fleiri við að tjá sig um skrifin. Ég sýndi fólkinu í vinnunni bíósöguna, það vakti mikla lukku. Auður sendi mér rafpóst sem innihélt skrif um bíósöguna einnig en hún bætti við og benti mér hversu gaman það gæti verið að hafa möguleika á því á kommenta á greinarnar og ég fékk fiðring í magan yfir því að það gæti verið möguleiki, en eftir mikinn lestur í hjálpinni á blogspot komst ég að því að slíkur munaður kostar peninga, nema ég væri auðvitað með síðuna annarsstaðar svo ef einhver bendir mér á betri stað sem mér líkar við gæti svo vel farið að ég myndi afrita skrifin á þessari síðu þangað þar sem fólk gæti skrifað eitthvað svo mikils virði. En síðan datt mér í hug að hafa þessa síðu bara svona og fá viðbrögðin í mannheimum en ekki netheimum, svo næstu mínúturnar er ég harðákveðinn í að halda þessu fyrirkomulagi.

Ég pantaði mér einkastílinsta í ónafngreindri verslun í Smáralind, það kostaði ekki neitt. Ég mætti bara og rölti um búðina með afgreiðslu konu sem benti mér á föt sem myndu passa á mig en það var ekki mikið úrval, þó búðin væri stór. Ég keypti stutterma skyrtu og langerma bol, ég er alveg orðinn leiður á þessari fátækt að finna á mig föt. Þess vegna er ég orðinn hálf leiður og kominn með nóg af því að verslanir flytja bara inn föt á litla fm töffara eða aðra litla menn, það er eins og ÞEIR séu allir ofsalitlir hvað er málið ég er brjálaður.

Hey já nú veit ég, ég er kominn með þetta. Ég hef komist að því að öll föt sem til eru í mínum stærðarflokki eru annars vegar fyrir kokteilboð og hins vegar fyrir útivist. Í alvöru ég get fengið á mig jakkaföt hvar sem er og skyrtur hvar sem er nema í aumingjabúðum eins og Dressman náttúrulega. Ég get líka fengið risa snjóúlpur og buxur í öllum helstu útivistabúðum. Síðan halda ÞEIR að allir sem eru stórir séu líka feitir, það er bara algjör misskilningur sem sprottinn er uppúr heimsku verslunarstjóra. Peysur víkka í hlutfalli við lengd og fólk virðist ekkert sjá athugavert við þetta og þegar ég fór í nýju búðina High and Mighty sá ég bara fituhlunkaföt djöfullsins aumingjar eru þessir menn, auglýsa að loksins séu komin föt fyrir stóra karlmenn, gaurinn sem afgreiddi mig hélt hann væri búinn að frelsa alla stóra karlmenn frá fátækt fatavals, síðan bjóða þeir bara uppá jakkaföt. Orðsending til High and Mighty fólk hefur getað látið víkka eða lengja jakkaföt hjér í ómunatíð, það eru venjulegu fötin sem stórir karlmenn þarfnast OG enn eitt hvað er málið með verðið á fötum fyrir stórt fólk, það mætti halda að við værum á 17, öld og allir feitir væru svo spikaðir af því þeir væru svo ríkir. HM er ofsa dýr of dýr miðað við að þetta er engin merkjavara, frekar labba ég niður í Herra Húsið og tala við fagmennina þar. Ég er ennþá brjálaðari en áðan, og þessum greinarflokki er ekki lokið ég get bara ekki hugsað mér er svo mikið niðri fyrir.

miðvikudagur, janúar 15, 2003

Magnað hvílík skömm ég gleymdi að skrifa það sem Bára sagði við mig hún verður brjáluð fyrir óvirðinguna. En það sem Bára vildi sagt hafa var mikið hrós sem varð síðan að loforði um áframhaldandi lestur skrifa minna svo ég hef tækifæri til að bæta henni þetta upp með einhverjum ítalíusögum sem hún segir mér frá, ef hún segir mér frá. Nema ég geti glatt hana með skrifum, kannski.

Vegna beiðni sendi ég hér með inn aðra frásögn af bíóferð mín og Andra.

Ég fór nefnilega í kvikmyndahús milli jóla og nýárs á hina mestu mynd um Hringadróttinssögu. Við byrjum í Smárabíó þar sem tilkynnt var að uppselt var á allar sýningar þá um daginn en í staðin fyrir að gefastu upp og fara heim keypti ég miða á sýningu niður í Regnbogabíó hóf síðan ferð mína þangað og jú það stóð heima miðinn gekk að húsinu og fékk ég og minn vinur aðgang inn. Alllangt var í sýningu svo ég ákvað að setjast í svotilgerða biðstofu með hörðum stólum og ókeypis rusl lesefni til að láta tímann líða en fyrr en varði hröðuðum við okkur inn í sal og ekki var það seinna vænna því allmörg sæti voru þá þegar í notkun en fengum við samt fín sæti rétt við miðju. Síðan tók við hálftíma bið eftir þar sem ekkert gerðist nema hversdagstal. Að vísu fylgdist maður með fólki raða sér í salinn sem var allur setin tuttugumínútum fyrir áætlaðan sýningartíma. Auglýsingar hófu sýningar fimm mínútur í sýningu og sýnishorn úr minna þekktum myndum fylgdu þar á eftir í tímaleysinu sem leið í eftirvæntingu eftir hinni einu mynd. Hún byrjaði og getur fólk lesið gagnrýni um hana útum allt ég hef ekki einbeitingu í að skýra frá henni. Þegar komið var að hléinu ákvað ég og mín vinstri hönd að moka fé úr vösum og fengum okkur sitthvorn nachos bakkann með heitri ostasósu sem áætlað var að éta áður en farið var í vaskaherbergið og skolað af höndunum skítinn. Eftir það biðum við í röð og fengum okkur risa popp og risa kók plús frostpinna og bingókúlur. Síðan var hafist handa við að rogast með draslið í sætin. En þá var köttur í bóli bjarnar og eitthvað par sat í sætum okkar og við bentum liðinu á að það sæti í sætunum okkar á meðan ég leit í kringum mig svona til að fullvissa mig um staðsetninguna jú þarna er gaurinn með skeggið og þarna er feita konan jú þetta eru sætin okkar. Nei, sagði gaurinn, ég sit hérna sagði hann, nú nei ég sat hérna og þetta er gosdallur vinar míns ha gosdallur vinar þíns helduru að það skipti einhverju máli skrækti ólétta unnustan í sætinu okkar, það eru gosdósir útum allt af hverju skildiru ekki eftir jakkan þinn, jakkann minn sagði ég og staulaðist til að segja að ég óttaðist að ef ég hefði gert það hefði hann farið sömu leið og sætið mitt. Þau stóðu á fætur og ég og Andri settumst í réttmæt sæti okkar en þetta var ekki búið því að þá hófu þau árás á sætin við hliðana og sögðu með hæðnistón hver á þennan gosdall meðan gaurinn tók upp lítið pappaglas og hélt uppí loft. Það er ekki hægt að skilja eftir popppoka í sæti og ætlast til að það sé í pant eða eru kannski númeruð sæti andskotarnir ykkar skrækti ólétta konan hátt. Þá var farið að hitna undir úlpunni minni og flestra í kringum okkur fólkið fyrir aftan hóf upp orðastórsókn gegn boðflennunum og reynt var að tala um fyrir þeim að þau gætu ekki bara sest í einhver sæti þau væru öll upptekinn, Upptekinn nei það er ekki ég keypti miða hingað inn og það skal finnast sæti fyrir mig, hljóðlaust urrg fannst innan úr brjósti gaursins. Fólk var farið að týnast aftur inn og settist markvisst í einhver sæti á meðan það hlustaði á þetta skringilega rifrildi. Þú verður bara að sitja fremst það eru laus sæti þar mannfýla sagði feita konan. Fremst við viljum ekki sitja fremst sögðu þau önug og ekki ánægð með hlutskipti sitt. Þá datt Andra sú snilldarhugmynd í ljós að benda fólkinu á að setjast þar sem þau sátu áðan. Áðan, öskraði ungi maðurinn um leið og hann áttaði sig á því að hann var kominn inn í miðja sýningu. Guð hvað hann skammaðist sín, byrjaði á því að vara óléttu konuna við því að segja eitt orð í viðbót til að fá sæti í salnum. Hún var alveg að fara að segja ég ætla bara að sitja hér og hananú. Maðurinn sem byrjaður var að skammast sína tautaði, ég bið forláts ég bið forláts ég bið forláts. á meðan hann fikraði sig í gegnum þvöguna og útúr salnum og skildi óléttu konuna eina eftir til að bjarga sér út. Þögn ríkti í salnum og gremja yfir þessari veruleika ásýnd svo nálægt heim Myndarinnar. En hún byrjaði aftur sem betur fer og allt fór vel að lokum fyrir okkur. Ekki tók ég eftir útliti fólksins svo ég mun örugglega ekki geta horft á það í margmenni og kannski er það vel. Endilega ef þið kannist við fólkið eða eruð söguhetjur sjálf vil ég þakka ykkur fyrir lífsreynsluna. Takk fyrir að lesa svona langt.

Já hún Magga setti inn tengil á síðuna mína frá sinni síðu, ég er ofsaglaður. Bára sendi mér líka póst til að . En Reynir snillingur í miðlun trygginga sagði að síðan væri sorgleg en já já fyrst þetta væri ég þá myndi hann láta þetta óáreitt svona fyrir kurteisissakir. Leon-ci annar maður tryggingamiðlunar hæfur mjög sagði þetta muni vera hið mesta framfaraspor hjá mér í langan tíma. En eftir þetta kom aðal athugasemdin, nefnilega frá mömmu og eins og henni er siður hrósaði hún mér rosavel fyrir að vera svona skemmtilegur en síðan leiðrétti og fór hún yfir stafsetningarvillur og málfarsmiskilning sem ég hef tamið mér og útskýrði fyrir mér hvernig ég gæti fært það til betri vegar, hún ætti að vita það hún sér nefnilega alein um það að leiðrétta slíkar villur í Morgunblaðinu ásamt sínum aðstoðarmönnum. Fyrst Mamma mín segir að þetta sé svalt þá er þetta svalt. Ég hef kannski ekki tilgreint einhvern sem hefur tjáð sig núna en það verður að bíða vegna þess ég er svo syfjaður. Helvítis Hannes Hólmsteinn mætir bara ekki í tíma sem hann setur klukkan 8 á morgnana stundatöfluna.

mánudagur, janúar 13, 2003

Joy Division er málið.

Fyrstu viðbrögð eru þegar komin. Það var Sigurjón stjónvarpsstjarna sem tjáði sig í gærkvöldi, að vísu þurfti ég að margbiðja hann að segja annaðhvort fínt eða drasl. En hann vildi aðallega tala um hvað ég var vitlaus í að senda tölvupóst á vel flesta í listanum mínum án þess að geta til um fangið, hló hann eins og vitlaus væri. En ég tók því bara karlmannlega og sagðist einfaldlega hafa gleymt því að setja þessar nauðsynlegu upplýsingar í textann. En Sigurjón vill ekki skilja nýjasta bloggæði í öllum, finnst það frekar kjánalegt að skrifa drasl á síðu. En hvað um það ég hef ekki mikið fyrir þessu bara skrá sig inn, skrifa og ýta á Post & Publish. Það verður síðan spennandi að sjá hver verður númer tvö í að tjá sig.

sunnudagur, janúar 12, 2003


Ég fór á Kubrik í gær í þeim eina tilgangi að sjá Barry Lyndon því sú mynd var sú eina sem mig langaði að horfa á í þessu maraþoni. Þegar ég mætti tíu mínútum eftir að myndin átti að vera byrjuð, stóð sýning á Clockwork Orange og meira að segja í miðri myndinni. Það kom seinna í ljós að maraþonið var 90 mínútum á eftir áætlun. Þetta eyðilagði fyrir mér planið! Ég glápti á CO til enda, hef margoft séð hana. Stórkostleg mynd, bara ekki á þessum tímapunkti. Eftir hana kom hlé sem varði ansi lengi og þá hóf upp raust sína í hljóðnema skringilegur maður kanadískur og byrjaði að þakka fólki fyrir að vera þarna, síðan sagði hann bíógestum að týna upp draslið en ekki með því að láta poka ganga á línuna heldur með því að setja nokkra áhorfendur í verkið, meðal annars lenti Andri vinur minn í þessu og hann tók sómasamlega til, með smá aðstoð frá áhorfendum. Gaurinn með hljóðneman flutti þá í kommúnu og allt var frábært hjá honum. Þegar þessu átaki lauk talaði hann í stundarfjórðung um löggusvínin sem reyndu að loka sýningunni og hvatti fólk til að stoppa þá ef þeir kæmu og ætluðu að slökkva á tækjunum. Ég hélt nú með laganna vörðum í þessari kjaftæði mannsins. Hann sagði ÞEIR hefðu hangið fyrir utan í allan dag að hindra fólk að koma inn, getur verið ég veit það ekki. Svo loksins þegar þessi þriggja tíma mynd átti loks að byrja rúmum tveim tímum á eftir áætlun byrjaði hann að rausa um eitthvað sem á frekar heima á heimasíðu. Loks byrjaði myndin, ég ætla ekki að gagnrýna hana hún hafði sýna kosti og galla, en allar tökur í myndinni gætu verið málverk, svo flott. En þá fraust draslið og eftir stutt 5 mínútna stopp var byrjað aftur en þá á röngum stað svo glöggir áhorfendur öskruðu réttan kafla til tæknimannanna. Það reddaðist og sýningin hélt áfram rétt en alla sýninguna varði hik í tölvubúnaðnum svo einstaka orð og sekúndubrot duttu út. Þegar myndin var að detta inn í hléi kom fullt af fólki til að horfa á Shining en þá var óvart mjög langt í þá mynd, leiðinlegt fyrir fólkið ég fann til með því. En ég kláraði myndina og fór síðan heim án þess að borga krónu, það vantar meira af svona afþreyingu.

laugardagur, janúar 11, 2003

Nei það breyttust allar færslurnar. Allt í lagi núna get ég hætt þessum vangaveltum og haldið þeim inní í hausnum á mér. Þarf að lesa Ríkið, Frelsið, Bréf til Láru og athyglisverða bók sem heitir Stundaglasið, allt um helgina. Ég held mér takist það ef ég væri ekki að skrifa hugleiðingar mínar á svokallaða bloggsíðu á netinu. Hefði kannski átt að byrja í gær en svona er þetta. Jæja hvað ætli líði langur tími þangað til einhver tekur eftir síðunni minni vafalaust fattar aldrei neinn að ég hafi þessa síðu nema ég segi fólki frá henni. Kostar eitthvað að vera með þessa hýsingu og þjónustu vona ekki ég myndi ekki vilja allt í einu þurfa að markaðssetja nýtt fang. Nei nei ég ætla að byrja að segja fólki frá þessu ég er orðin svo órólegur það er liðinn tæpur hálftími og engin hefur sagt við mig hvað bloggsíðan mín sé skemmtileg kannski ætti ég bara að hætta þessu, það vill engin lesa neitt eftir mig ég verð aldrei eins góður í hugsanaskrifum og þeir á Múrnum.is þeir hafa líka ótæmandi fróðleik til að hugsa um. Nei ég er stórmenni og allir vilja lesa hugsanir mínar, það er óþarfi að örvænta það er bara liðinn hálftími og engin veit af þessu nema ég. Að síðustu legg ég til að við leggjum virðingu Bandaríkjanna niður innra með okkur.

Jú það virkaði ég er snillingur breytti tímanum, en núna er eins og ég hafi skrifað þetta í nótt og sé kolruglaður í hausnum.

Heyrðu tíminn er ekki á GMT heldur á Vesturstrandartíma í Bandaríkjunum. Hvað á þetta að þýða? Ætli sé hægt að velja um tímann nei ég minnist þess ekki hvað er á seyði.

Nei litirnir eru ágætir ég ætla bara að sætta mig við þessa liti, því allt er frábært!!!!!!!

Djöfull eru litirnir á síðunni asnalegir mér fannst þetta koma best út í valinu áðan, en núna hef ég ekki hugmynd um hvort ég geti breytt. Ég ligg á skítugu almennings sturtugólfi. Svo stendur Swindon uppí horninu það er svo sem ágætt. Swindon Town Football Club unnu um helgina í 2 deildinni á Englandi eitthvað lið 3-0.

Það var lagið núna get ég víst skrifað hvað sem er á þessa síðu og þeir sem fyrir mistök álpast inná hana hljóta líka að lesa nokkur orð, svo frábært. Ég vil byrja á því að lýsa yfir stríði á hendur skítugum sturtugólfum á sundstöðum og í íþróttahúsum. Það er með öllu óásættanlegt að venjulegir Jónar þurfi að passa hvar þeir drepa niður fæti á meðan þeir þurrka á sér höfuð, búk og útlimi. Ég mun lýsa hverri einustu slíkri ferð sem ég fer í, ef þessi síða endist eitthvað hjá mér.