Fyrstu viðbrögð eru þegar komin. Það var Sigurjón stjónvarpsstjarna sem tjáði sig í gærkvöldi, að vísu þurfti ég að margbiðja hann að segja annaðhvort fínt eða drasl. En hann vildi aðallega tala um hvað ég var vitlaus í að senda tölvupóst á vel flesta í listanum mínum án þess að geta til um fangið, hló hann eins og vitlaus væri. En ég tók því bara karlmannlega og sagðist einfaldlega hafa gleymt því að setja þessar nauðsynlegu upplýsingar í textann. En Sigurjón vill ekki skilja nýjasta bloggæði í öllum, finnst það frekar kjánalegt að skrifa drasl á síðu. En hvað um það ég hef ekki mikið fyrir þessu bara skrá sig inn, skrifa og ýta á Post & Publish. Það verður síðan spennandi að sjá hver verður númer tvö í að tjá sig.
|