sunnudagur, ágúst 31, 2003

Djöfuls sjálfseyðing. Ég rústaði stjórnmálaferli mínum með þáttöku í þessu Idol rugli. Komst ekki áfram því ég syng falskt. Ég ætla ekki að horfa á þessa sjónvarpsútsendingu. En allt annað en söngurinn var samt besta skemmtun og ég hefði ekki hætt við fyrir hvað sem er, eins og ein stelpan sem hætti við 15 mínútum áður en kom að henni. Þetta var ágætt ég held bara ég hafi ekki komið vel út, söng ekki vel en það versta er að mér var líka alveg nákvæmlega sama. Þetta kæruleysi á eftir að koma mé í gröfina. Þetta byrjaði allt í morgun þegar ég mætti 8:30 og beið til klukkan 17:30 sem eru víst 9 heilir klukkutímar. Gerði ekkert nema horfa á bíómyndir í bíósalnum á Hótel Loftleiðum þær voru reyndar ágætar Nigel Hawthorne lék í annarri og hin var léttgeggjuð snjóbrettamynd sem ég man ekki alveg hvað heitir. Svo byrjuðu fótboltaleikir og So'ton Man.Utd. kepptu og þar vann Southampton, síðari leikurinn var leikur Arsenal og Man.City og þar skoraði varnarmaður Arsenal frábært mark í sitt eigið mark. Svo var ég kallaður niður í gryfjuna. Þar tók við þónokkur bið og síðan var ég beðinn að setjast í stólana sem voru á ganginum þar sem áheyrendaprófin fóru fram. Við sátum þarna 10 manns aðallega stelpur sem voru með allt á hreinu um Idol og vissu allt. Simmi og Jói voru helvíti góðir að tala við liðið og hughreista það, þegar röðin kom að mér að sitja í sætinu næst herberginu þar sem töfrar gerast kom myndavél í andlitið á mér og eins og mér er einum lagið fór ég að kjafta í vélina og Jói kom inní samræðuna og þetta var helvíti skemmtilegt bara ef þessi keppni væri bara eitthvað flipp fyrir framan myndavél og ég hefði sleppt því að syngja. En nei ég þurfti að syngja. Eyþór, tæknimaðurinn sem stjórnaði öllu kom og heilsaði mér og sagðist vona að mér gangi sem allra best og ég bið að heilsa móður þinni sagði hann og ég sagði já ég bið að heilsa konunni þinni(en það er einmitt Sigga sem skrifaði í ShoutOut hér að neðan og bað mig þar vinsamlegast ekki setja mig á of háan hest þó ég hafi komist í gegnum fyrsta holl). Svo gaf Eyþór vinur minn Simma og Jóa merki og við löbbuðum þrír ganginn í góðum fíling og ég fór inn og lokaði á eftir mér..... Þar inni var allt þetta lið Bubbi, Sigga og Þorvaldur plús eitthvað tæknilið og lífverðir. Ég byrjaði á að bjóða góðan daginn og fór síðan úr anorakk sem ég var í og henti honum á gólfið, þau voru ánægð og Bubbi sagði já þú ert hress eftir að ég var búinn að segja þetta er búinn að vera langur dagur. Ég fann á þeim að þau voru þreytt eftir alla hlustunina í dag og ég sá strax eftir því að hafa imprað í því að raunveruleikinn væri fyrir utan. Heyrðu jonminn.blogspot.com staðsetti sig á límbandið og þau spurðu eitthvað og ég svaraði eitthvað rugl. Svo byrjaði þessi Garðar Hólm söngur sem mér fannst bara fyndinn og kláraði en þá kárnaði gamanið. Þeim leist bara ekkert á þetta Bubbi sagði bara Nei ekki nógu gott og Þorvaldur líka en þeir leyfðu Siggu ekkert að komast að og ég til að tryggja það að koma í sjónvarpið fór að röfla í þeim og vildi fá skýringar og þau sögðu jú þú varst falskur en hafðir samt gaman af þessu en þetta var bara ekki nógu gott hjá þér eiginlega bara glatað. Jég sagði bara okey þá þakka ég bara fyrir og þessir 9 tímar voru sannarlega þess virði. Þegar ég fór út aftur biður Simmi og Jói á hnjánum í bænastellingum og horfðu á mig eins og hundar á húsbóndann. Ég sagði við alla ÞAU VILDU EKKI HLEYPA MÉR INN hvað er eiginlega að þeim, ég skil ekki þau sögðu bara að þetta hefði verið það versta sem þau hefðu séð í langann tíma. Simmi fór alveg í kerfi, ha sögðu þau það og ég bara, já og við eigum ekki eftir að verða bestu vinir, svo faðmaði ég Simma og Jóa og við löbbuðum til baka með myndavélarnar allt í kring. Það síðasta sem ég sagði í myndavélina var "Eru engir stólar hérna sem ég get brotið?" Svo fór ég mína leið og Idol fór sína leið beint til Helvítis. Ég þarf allavega ekki að fórna meiri drykkju fyrir Idol sem betur fer. Á heildina litið er ég sáttur við þetta þó svo að ég hafi ekki gert mitt besta, ég hefði samt getað sungið eitthvað virkilega vont lag sem hefði verið obvíus glatað. En ég held að ég komi í sjónvarpið með þessari frammistöðu. Endilega skrifið eitthvað um þetta í ShoutOut.

laugardagur, ágúst 30, 2003

Komst í gegnum fyrstu síu í Idol Stjörnuleit. Svo er það bara næsti morgun sem fer í þetta líka. Ég á eftir að gera stóra hluti á skjánum í vetur.

föstudagur, ágúst 29, 2003

Þabbaraþabb það er fyrst núna að renna upp fyrir mér að ég muni í fyrramálið syngja lög sem ég kann ekki einu sinni 100%. Fyrir hóp af fólki nota bene og ef ég kemst áfram fyrir heilan helling af fólki. Ég hef verið tiltölulega afslappaður í þessu hingað til. Svo ég dró það þangað til í kvöld að læra textana að lögunum mínum - þvílík mistök það voru. Núna fæ ég flashback til þess tíma þegar Guðbjörg kennari lét mann læra ljóð fyrir hvern einasta mánudag þegar maður var lítill, alltaf skildi ég það eftir þangað til á sunnudagskvöld og rétt náði alltaf með miklum tilkostnaði að læra það. Svo vonandi reddast þetta ég fæ þá bara að hafa blað með mér. Ég hef samt mjög góða tilfinniningu fyrir þessu Idol rugli og held svei mér þá að ég nái að pluma mig með ágætum, þetta verður RÚST.

Já já nú er ég búinn að gera þónokkra breytingu á Jóni Mínum og það er allti til hins betra nú er komið upp svarkerfi þar sem lesendur geta gefið álit sitt á ákveðnum póstum og skrifað svo í gestabók um mál sem varða alheimsvandann almennt. Gaman að kunna þetta. Ég er glaður......

fimmtudagur, ágúst 28, 2003

Oddný er byrjuð aftur að blogga, jess.

En fokk fór í 28 dögum síðar í gær og fokk hún er skemmtileg. Þegar ég kom heim í gær og þögnin yfirgnæfði allt bjóst ég við að fá einn sýktan á mig þá og þegar, það eina sem rauf þögnina voru samfarahljóðin í nágrönnunum.

miðvikudagur, ágúst 27, 2003

Því hvað í andskota er maður að hafa símann með, ég enda alltaf á því að senda sms í einhver númer hjá vafasömu liði og jafnvel hringja í fólk sem er sofandi á þriðjudagskvöldum. Ég bið hlutaðeigandi afsökunar á hegðun minni og það er einlæg ósk mín að vinskapur minn við ykkur bíði ekki hnekki.

Næst tek ég símann ekki með

Merkilegt hvað lítið af Foo liði skilaði sér niðrí bæ eftir tónleikana

Þriðjudagsfyllerí, allt gerðist sem gat gerst.

mánudagur, ágúst 25, 2003

Þetta er rosalegt

VÁVÁVÁVÁVÁVÁVÁVÁVÁVÁVÁ ef þið bara vissuð, hvað er að gerast

Þegar ég skrifaði um daginn að betra væri að fá vogrís eða frunsu fremur en hálsbólgu og nefrennsli hugsuðu eflaust flestir, já einmitt haha. En Guð sagði bara ok fyrst þú endilega villt og henti á mig eyrnabólgu eins og ég var með um daginn nema núna í hægra eyrað. Þannig að núna er stanslaus þrýstingur á hægra eyra og ég get ekkert í því gert.

Ekki er ég glaður yfir þessu,
en ég er þó glaður yfir þessu Uppáhaldsfrænka mín var að setja upp blogg. En hún er einmitt að fara til Ítalíu í vetur og skrifar allar sögur og rugl á bloggið sitt.

Þetta er svo gestabók sem ég hef ekki náð að koma varanlega fyrir á síðunni.

Rignir eldi og brennisteini? Hvað gerðist eiginlega í þessum leik, ég meina ég skil ekki hvernig kr gat unnið Fylki. Það er eitthvað mikið að en þetta gerist ár eftir ár hjá Fylki. Hrafnkell fer til útlanda og Fylkir tapar öllum leikjum sínum. Ætli þetta sé stress ætli leikmenn Fylkis missi móðinn þegar glittir í endalok mótsins eins og þeir hugsi með sér já já núna erum við búnir að sanna okkur búnir að vera efstir í allt sumar best að leyfa kr að vinna. Ég óska Sigurvini, Tomma, Gauta og Helenu Ósk (kringar) til hamingju með sigurinn en þetta er samt ekki búið enn og Fylkir á eftir að rústa þessu. Það er huggun hamri gegn að Swindon vann 4-0 um helgina. Ekki var Ferrari liðið neitt til að hrópa húrra fyrir þessa helgi svo almennt séð var þessi helgi í mínus fyrir mín lið í íþróttum.

föstudagur, ágúst 22, 2003

En viti menn ég er loks kominn fram úr samkeppnisaðilanum varðandi teljarafjölda. Húrra húrra ég vinn,,, allavega í dag þetta breytist kannski allt með nokkrum gestum á hans síðu. En í augnablikinu er ég með fjölmennari vef, það er kannski því að þakka að hann hefur ekki skrifað neitt nýtt inn síðan í lok maí!?!

Já var að enda við að skýra út fyrir Andra að næsta helgi gengi ekki, honum var nú bara slétt sama og sagði já já þá förum við bara helgina eftir það. Þannig að þetta reddast allt. Þegar ég sagði honum að ástæðan væri Idol stjörnuleit hló hann að mér helvískur og sagði að mér yrði hent út snemma, ég væri víst ekki þekktur fyrir mikla sönghæfileika meira svona hávært gól.

Djöfull og dauði að vera veikur, útaf veikindum þarf ég að fresta árlegri gæsaveiðiferð yfir á næstu helgi. Sem er ekki nógu gott. Þar að auki var ég að fá bréf frá Idol dæminu og áheyrendaprófin eru einmitt þá helgi svo djöfull og dauði. Nú verð ég annaðhvort að fara vestur í gæs núna eða aðra helgina í sept. Andri verður ekki ánægður sérstaklega eftir að hafa eytt svo miklum tíma í að gera við bílinn minn þessa daga sem ég hef legið með flensu og díabló í mínum líkama. Nú er Guð búinn að ganga of langt getur hann ekki reddað þessu. Því ómögulega get ég misst af Idol, það falla öll vötn til Dýrafjarðar í því sambandi. Af hverju flensa? Ga ég ekki bara fengið vogrís aftur nú eða frunsu, það var nú bara gaman. Mér sýnist Idol taka allan laugardaginn 30. maður á að mæta 8:30 og ætli röðin komi ekki að J-inu klukkan 15:30 plús það að á sunnudeginum komast snillingarnir að og án þess að setja mig á háan hest hlýt ég að komast þangað svo allur sunnudagurinn fer í Idol líka.

miðvikudagur, ágúst 20, 2003

Ég er fárveikur heima, skil ekkert í þessu rugli, þetta er sama veikin og ég fékk fyrir verslunarmannahelgi en núna er hún loks að gera vart við sig eftir að hafa fylgt mér eftir þennan tæpa mánuð. Mikið nefrennsli, mikið um þorsta, hósta og almenna vanlíðan en ef ég ét stanslaust get ég platað sjálfan mig til að vera vakandi.

Gæsatímabilið er byrjað

Andri á afmæli í dag, til hamingju með daginn. Megir þú njóta dagsins eins og kanína.

þriðjudagur, ágúst 19, 2003

Þetta er svo gestabók sem ég hef ekki náð að koma varanlega fyrir á síðunni.

Vá vísirinn að myndaalbúminu er tilbúinn!!!

Ef ég stjórnaði heiminum væri stund milli stríða
Sólin sæi um að láta tíman líða
Allir væru bara að ríða
Einstaka myndu þó líka dett’íða

Þá er bara að velja lag til að syngja í Idol keppninni en ég er einmitt skráður þar. Hvaða lag skal taka, fær maður kannski einhver lög af handahófi til að syngja? Hvaða rugl er það, ef það væri. Nei ætli ég taki ekki uppáhaldssöngvarann og hinn þarna og svo gaurinn sem já, einmitt að ógleymdum sjálfum manninum auðvitað á ég svo eftir að taka lagið með manninum með nafnið. Ég gef ekki upp nöfn þeirra vegna þess ég vill ekki að einhverjum öðrum detti í hug að stela mínum hugmyndum. Kannski soldið paranoid en ég er stoltur af því, enda nýlega álitin manískur af áhorfendum lífs míns.

Ansi er ég þakklátur fyrir auknar heimsóknir, ég vil minna á að enn er í gangi samkeppni milli Jóns Míns og annars manns um fleiri heimsóknir og ég held að ég sé að ná honum. Svo helvítið hann XXXXXxXXXXXXX getur bara farið í fúlan pytt. 2000 heimsóknir von bráðar og það verður opfsa gaman. Og fyrst við erum að tala um hamborgara fór ég einmitt og fékk mér einn slíkan áðan, en franskarnar urðu blautar fyrst ég borðaði ekki á staðnum og ég hata þegar það gerist.

Mér sýnist þetta útlit á síðunni komi í veg fyrir fleiri fítusa. Sama hvað ég geri til að koma inn tenglum og gestabókinni inn ekkert gerist ég þarf að skipta yfir í eitthvað allt annað útlit og ég sem er svo ánægður með þetta rauða blauða. En að sjálfsögðu mun ég ekki hreyfa legg né lið fyrr en mér verður ráðlagt að gera það eins og mér einum er lagið.

mánudagur, ágúst 18, 2003

Núna er ég endanlega búinn að rústa templatesinu hjá mér ég ætla rétt að vona að síðan rústist ekki með, sem betur fer hef ég vistað allar færslur mínar inná Word skjal sem núna telur eitthvað á 80 blaðsíður.

Hvar er þessi gestabók sem ég var að setja inn?????

Just because, með Jane's Addiction er brjálað lag allir sem eru ósammála mér eru aumingjar með hor. Nema þeir sem af augljósum ástæðum (sökum vináttu minnar við viðkomandi) gætu ekki verið aumingjar með hor því þá væru þeir ekki vinir mínir.

Oj hver fer á línuskauta

sunnudagur, ágúst 17, 2003

Ég var með myndavél í bænum í gær og tók rugl mikið af myndum, allar myndirnar gætu þó ekki undir neinum kringumstæðum mátt missa sig. Ég er meira segja á því að þær séu alls ekki of margar. Ég tók til dæmis enga mynd af Elfu þó Einar (næstum besti vinur minn á komandi vetri) hefði fengið sína tekna af sér. Annars er ég orðinn svaka tölvugóður og von bráðar mun ég setja upp fleiri fítusa á bloggið og jafnvel gera eitthvað .is dæmi því það er víst svo svaka gaman. En meira um það seinna, best að fara á línuskauta.....

www.jonminn.tk er orðinn styttri leið á bloggið fyrir ykkur sem hafið bölvað blogspot.com lyklaborðsruglinu

Vei, Hvað það var gaman í gær, ég bara réð mér varla.

fimmtudagur, ágúst 14, 2003

Ég var að míga um daginn almenningssalerni og á veggnum fyrir framan mig var spjald sem varaði við burðarbita í 180 sentimetra hæð fyrir aftan mann. Ég sneri haus og virti burðarbitann fyrir mér sé að hann getur verið hættulegur ef maður rekur hausinn í, þegar ég var búinn að skvetta sný ég mér við af krafti til að drífa mig aftur í geimið og viti menn steingleymi burðarbitanum og klonk........

Ekki er kálið sopið þó í ausuna sé komið.

Ég vona að BBC world service detti ekki út þó skonrokk komi inn á fm 90,9, vona vona vona vona vona...

You want it she's got it.

Á morgun klukkan 15:00 föstudaginn 15. ágúst skipta trén yfir í haustlitina.

Ef ekki væri fyrir stressboltann í vinnunni væri ég löngu síðan búinn að eyðileggja einhverjar eigur mínar. En í nótt dreymdi mig einmitt að ég væri að rústa Mözdunni og ég var svo æstur í draumnum að ég braut hafnaboltakylfuna mína á málminum, en hélt samt áfram að drepa bílinn. Þegar ég vaknaði klukkan 1:26 var ég í svitabaði og var eins heitt og það er í helvíti. OOOOhh hvað mig langar að drepa Mözduna........

Allt að verða vitlaust útaf þessum vírus sem hoppar í tölvur og restartar þeim svo næstu dægrin. Steinþór tölvuséní sagði samt að machintosh og þær tölvur sem nota linux myndu alveg sleppa, þetta sagði hann rétt áður en hann hrækti á microsoft lógóið á servernum í vinnunni. En hann er svarinn andstæðingur Bill Gates og hans myrku móra.

Núna er ég bara í strætó helvíti góður. Um daginn tók ég skiptimiða klukkan 12:45 við Kirkjugarðinn og beið í Ártúni til 5 mín yfir og var kominn uppí Árbæ 20 mín yfir og aftur kominn út 40 mín til að taka 10 í mjódd. Þar sem ég ætlaði að taka 16 í smárann en helvítis strætóbílstjórinn tók skiptimiðann af mér sem ég ætlaði að nota til að borga í 16 klukkan 14:04 og sagði að hann væri runninn út. Djöfull var hann leiðinlegur ég sem þurfti því að borga tvisvar í strætó í þessari ferð.

Helvítis Andri að fara í ferðalag þegar hann þarf nauðsynlega að laga bílinn minn. Ég er eins og aumingi þegar hann er ekki hérna til að redda mér. Get ekki einu sinni keypt mér bíl án þess að hann fari yfir hann fyrir mig og OKeyi hann. Svo fór hann bara á sjóinn þegar hann var búinn í ferðalaginu. Hverskonar vinur er þetta eiginlega???

Ef þið bara vissuð

Ég er seinheppinn

miðvikudagur, ágúst 13, 2003

Fundur í KGRP að Hótel Loftleiðum þingsal 8 í gær. Þar var farið yfir starfsemi kirkjugarðana og annað skemmtilegt, auk þess sem boðið var uppá þríréttað hlaðborð og veigar sem maður getur svo sannarlega stært sig af. Ég vil nota tækifærið hérna á internetinu og þakka fyrir mig. Eftir matinn var farið í miðbæ Reykjavíkur þar sem mikið var skrafað og bardúsað fram eftir kvöldi. Að öðru leyti kýs ég að tjá mig sem minnst um það sem fram fór í virðingarskyni við flokkstjórana í Fossvogsgarði sem voru mikið í ruglinu.

mánudagur, ágúst 11, 2003

Gentleman, take a walk

Ég hljóp hressilega á mig áðan. Ég var að fara í strætó og 3 litlir strákar eru eitthvað að bardúsa fyrir utan strætóinn og einn lítur uppá mig og segir, hey risi vá, þá sagði ég, hey heimskur krakki vá. En ég hefði betur sleppt því því þessir ungu menn eru greinilega mjög vel upp aldir. Þeir þögnuðu allir og spurðu svo hvað sagði hann hvað sagði hann. Nú, svo sagði einn við mig íbygginn á svip hann var bara að tala við sjálfan sig það er óþarfi að kalla hann heimskann. Stolt mitt sem fullorðins manns féll saman er ég lét þennan strák taka mig í kennslustund í kurteisi og viðmótsþýðri framkomu. ÉG áttaði mig á því að ég átti ekkert með að særa strákinn fyrir að hafa orðið hissa á ríkidæmi mínu, ég hefði átt að búast við því og taka því eins og maður í staðin fyrir að svara með hortugheitum. Við þessa upplifun mýktist ég allur upp og fór að tala um körfubolta við strákana þeir voru bara svalir á því og fóru að reikna hvað þeir ættu eftir að vera stórir miðað við hvað ég hefði verið stór á þeirra aldri, þeim leyst nú ekkert á samanburðinn en fannst samt töff að ég hefði óbeit á körfubolta. Svo fórum við sitt í hvora áttina strákarnir að ærslast aftast í strætó en ég settist fyrir framan miðjuhurðina og reyndi að vera svalur svo brjóstgóða dökkhærða blómarósin með sílíkonið sem labbaði inn í strætó myndi taka eftir mér og bjóða mér fría ferð.

Ég var að spá í þessu merkilega fyrirbæri Dejavú... merkilegt fyrirbæri

Djöfull er Pirates of the Caribbean góð mynd, það verða allir að fara á hana sem vilja skilja það sem fram fer á þessari síðu á næstunni. En flestar þessar ensku setningar sem hér hafa komið undanfarið eru úr þeirr mynd, þar sem snillingurinn Johnny Depp fer á kostum..

Annars líður mér skítsæmilega og verð góður á blogginu það sem eftir lifir sumars þegar ég þyl upp þjóðhátíðarsögur og nýrra dót eins og það þróast. En ég fór einmitt í ansi blauta útilegu í Úthlíð um helgina og varð meint af.

But the Intercepter is the fastest ship in the royal fleet... I know a faster one ... the black pearl ... thats not real ... yeeh it is ... have you seen it ... yes Ive seen it ... no you havent it cause its not real...

Thats Jack Sparrows big story, you drank rum for three days and then you where resqued by smuglers,,,

Klettur er skemmtilegasta útihátíð sem fyrirfinnst útí Vestmannaeyjum á Þjóðhátíð og verður næstu árin.

laugardagur, ágúst 09, 2003

Welcome to the Caribbean

If you where looking for the right moment.... that was it

Welcome to Port Royal Mr. Smith

Sorry luv it never would have worked between us

Where did all the rum go?

but why did all the rum go?

Kysstu mig krúsídúllan mín

Remax Björgvin skoraði á mig að setja inn ljóð svo hér kemur hrákinn.

Matast á miði á miðvikudegi
Slappur á fimmtudegi
Farið í gang aftur á föstudegi
Kom mér til eyja á laugardegi
Full vinna á sunnudegi
Heim aftur á mánudegi
Veikur á þriðjudegi

Vá hvað tíminn lýður... Þessi Verslunarmannahelgi var með þeim betri ef ekki sú besta. Svo góð að núna er laugardagur eftir hana og ég er fyrst núna að fara á bloggið en ég nenni samt ekki að rekja hana í smáatriðum núna. Geri það kannski í vetur þegar mér líður betur.

föstudagur, ágúst 01, 2003

Gunnar á Hlíðarenda var einu sinni að labba, þá rakst hann á húskarl einn sem var ansi þéttvaxinn.... framhaldið af brandaranum verður sagður í eigin persónu um helgina..