Já var að enda við að skýra út fyrir Andra að næsta helgi gengi ekki, honum var nú bara slétt sama og sagði já já þá förum við bara helgina eftir það. Þannig að þetta reddast allt. Þegar ég sagði honum að ástæðan væri Idol stjörnuleit hló hann að mér helvískur og sagði að mér yrði hent út snemma, ég væri víst ekki þekktur fyrir mikla sönghæfileika meira svona hávært gól.
|