sunnudagur, október 31, 2004


Oft hef ég lofað honum Jóhanni að komast á forsíðu bloggsins og jafnoft óávitandi brugðist honum. En nú hefur verið gerð bragarbót á forminu og eftir að hafa hitt hann í sykurvímu fyrir ekki allt svo löngu er nú komin mynd. ÉG þakka fyrir mig.

Að öðru... Hefur það borist mér til eyrna að fíkn landans í undanþágur og sérmeðferð frá VALDSAUKANDIFÍKLUM heimsins í gegnum tímanna rás hefur nú orðið til þess að daglegar viðræður við EU eru orðnar að veruleika.

Til hamingju með afmælið 28. okt Sunna, og til hamingju með afmælið 28. okt Haukur.

That is all...

miðvikudagur, október 27, 2004

3-2 SIGUR


Kóngurinn siglir Þorpinu Swindon á nýjar hæðir.

Það vekur með mér gleði í hjarta og von í kekkjum að sjá lið liðanna Swindon Town sigra Sheffield Wednesday, eftir að hafa misnotað varnarvinnu í tvígang. Á 10 mínútna leikkafla gerði Swindon úti um leikinn með fræknu leikskipulagi og sýningarlegu knattrakni. Howard, Parkin og Fallon útréttuðu sannkallaða Swindon þrennu.

Upp um deild


Enn fleiri fréttir af okkar mönnum því lengi höfum við barist til að komast upp í "division one" og nú hefur það tekist. Greinilegt er að stjórnmálaleg áhrif Swindon eru gífurleg því ef fótboltinn liggur illa í einstaka tilvikum þá koma stjórarnir sterkir útaf heiðursstúkunni og hagræða þarflega.

Lengi lifi Swindon Town húrra húrra húrra

þriðjudagur, október 26, 2004

Í dag er góður dagur... Í dag held ég uppá afmælisdaginn minn!!!

égerkominnmeðnýjansíma 8566712

sunnudagur, október 24, 2004

3 mín.

Ég er oft á móti.

Ég er vinnusjúkur.

Ég tók þátt í Idol.

Ég hlusta á Evu Cassidy.

Ég á sex fjögurra blaða smára.

Ég ætti að vera löngu fluttur að heiman.

Ég hef unnið sömu sumarvinnuna í átta ár.

Ég held með Swindon Town í enska boltanum.

Ég eyði svakalega miklum peningum í jakkaföt.

Ég á fleiri vinkonur heldur en samkynhneigðir.

Ég fylgist daglega með viðskiptum í Kauphöllinni.

Ég á sleikjó í laginu eins og Effelturninn í París.

Ég fór á alla tónleika sem haldnir voru sumarið '04.

Ég get ekki gert Trekkara merkið er samt smá trekkari.

Ég dimmiteraði sem Svarthöfði, sá eini í mínum árgangi.

Ég tek um 400 stafrænar ljósmyndir í hverri einustu viku.

Ég er búinn að prófa 5 deildir í Háskóla Íslands, með vinnu.

Ég skrifa með hægri hönd en sparka í fótbolta með vinstri fót.

Ég hef varla sleppt úr skemmtikvöldi um helgi síðan fyrir aldamót.

Ég stunda ekki körfubolta þrátt fyrir að vera góður og á stærð við meðal Framherja í NBA.

Ég á afmæli á þriðjudaginn og ætla að halda uppá það með því að elda dýrindis máltíð fyrir foreldra mína, systur, mág og páfagauk.

miðvikudagur, október 20, 2004

Hvað er Ólíkt?

Nú er ég farinn að fitna... hef bætt við mig 8 kílóum í haust... það sem verst er er að ég hef ekki mætt í rækt þennan tíma... þarf að redda því... annars er til skýring á þessu eins og öðru í þessum guðlega heimi... Mötuneytismatur...

-

Þið ykkar sem vitið það ekki þá koma myndir stöðugt á myndasíðuna... ég er hættur að auglýsa komu þeirra... nema annað komi á daginn...

Hef áttað mig á því að fm 93,5 er sú allrabesta útvarpsstöð landsins, annað er síbylja sem ekkert vit er í /nema Mústafa og annað Tvíhöfðískt\

Stikkorðablogg á vel við mig... þar eð ég hef misst einbeitingargetuna til að skrifa langt og merkingarmikið blogg um það sem á daginn drífur... það gerist of margt til ég geti haldið utanumþað...

Nú er miðnætti og ég er að hlusta á einhverskonar sígílda tónlist... fiðla... og önnur strengjahljóðfæri... mér líður eins og blóma í eggi!

Veturnætur á morgun miðvikudag segir konan í útvarpinu...

fimmtudagur, október 14, 2004

Náði engum dreka útálandi en fékk góða sýn!!!

mánudagur, október 11, 2004

Er víst að fara útáland í fyrramál.. er þegar búinn að redda mér drekasverðinu og hreindýrakjötinu til að lifa af. Það er snjór útálandi, ég þarf lúffur og húfu sem ég á ekki þessa stundina.

Og viti menn ég ætla að taka myndavélina með og vonandi ... vonandi tek ég fleiri myndir en síðast.

Mér hefur alltaf þótt útálandilið áhugavert, ég ætla að kynnast því smá þessa daga sem ég verð í burtu.

Ég vona siðmenningin verði hér enn þegar ég sný aftur til úthverfis míns. Ef ekki þá vona ég að útálandiliðið taki vel á móti ómenntuðum hávöxnum höfuðborgarbúa!

sunnudagur, október 10, 2004

fimmtudagur, október 07, 2004

Ég er svo sniðugur - setti upp msn messenger 7.0 (BETA) sem virkaði fínt... svo núna þegar ég skrái mig inn vill microsoft að ég setji inn another version... allt í lagi... sem er svo eftir nokkur next... messenger 6.2... en þá er einn galli á gjöfinni... Microsoft er með sjálfkrafa kóða inní stýrikerfinu sem kemur í veg fyrir að maður geti downgrade-að msn messenger... svo ég get ekki stokkið niður í 6.2 fyrst ég er með þennan glæsilega 7.0... nema hann virkar ekki...

Hefði kannski átt að hlusta á mér fróðari aðila í tölvumálum sem ömuðust við þessari BETA útgáfu...

allavega er ég núna... eins og Sabbi segir alltaf "Ekki sáttur"

mánudagur, október 04, 2004

Setti met á föstudaginn í fáum myndum.... en þær eru hérna.

Annars datt Sabba í hug þegar við vorum á resident evil að búa til mynd með ÖLLUM OG ÞÁ MEINA ÍEG ÖLLLUM HASARMYNDAHETJUM samtímans og þeirra sem fallnir eru...

Hún myndi líta nokkurnvegin svona út (eftir ráðgefandi tillögur frá sjálfummér)

Upphafsatriðið... Al Pacino er varðmaður fyrir utan fangelsi... Tortímandinn kemur og dritar hann niður með vélbyssu og ræðst inní fangelsið... þar Rocky að boxa alla fangana niður, Robert De Niro, Wesley Snipes og Stripparellu ... síðan springur fangelsið eftir að loftsteinn fellur á það... Steven Seagal flýgur hljóðfrárri þotu með kjarnorkueldflaug sem hann rændi af bandaríska hernum yfir Rambó, sem stekkur um borð og berst um stjórnina meðan þotan flýgur á Everstfjall sem springur í loft upp... Svo kemur Kevin Costner og ber út póst en Mad Max keyrir hann niður og Pamela Anderson sker glerið á bílnum hans með geirvörtunum og ræðst á hann og þau njóta reffilegra ásta á ströndinni... Næst er sýnt frá Illmenninu, Danny Devito, sem James Earl Jones talar fyrir þar sem hann er búinn að breyta plánetunni jörð í Helstirni... aðeins Keanu Reavees nær að klöngrast frá honum dauðum eftir átanleg tilþrif við að ná talnarunnunni... af Halle Berry í leðjuslag... á hinni hræðilegu sinnepssprengju... Rocco Silfredi rambar inn í herbergi þar sem Hillary Clinton tekur vel á móti honum... þá gerist hið óvænta - Eric Cantona sparkar bolta í andlitið á Hillary sem hættir þá við að bjóða sig fram sem forseti bandaríkjanna... James Bond og Kleópatra eru kafbátaherforingjar í kjarnorkukafbát sem missti samband við stjórnstöð stuttu eftir að hafa fengið skipun um að ráðast á Sidney... Nemo ekki sáttur? og fleira gott