mánudagur, október 11, 2004

Er víst að fara útáland í fyrramál.. er þegar búinn að redda mér drekasverðinu og hreindýrakjötinu til að lifa af. Það er snjór útálandi, ég þarf lúffur og húfu sem ég á ekki þessa stundina.

Og viti menn ég ætla að taka myndavélina með og vonandi ... vonandi tek ég fleiri myndir en síðast.

Mér hefur alltaf þótt útálandilið áhugavert, ég ætla að kynnast því smá þessa daga sem ég verð í burtu.

Ég vona siðmenningin verði hér enn þegar ég sný aftur til úthverfis míns. Ef ekki þá vona ég að útálandiliðið taki vel á móti ómenntuðum hávöxnum höfuðborgarbúa!