sunnudagur, mars 30, 2003

Skattalækkanir eru af hinu góða. Ef ég væri einráður, eins og ég held að sé besta leiðin, myndi ég hafa flatan skatt 25% á einstaklinga og 40000 krónu persónuafslátt auk þess sem örorkubætur eiga að vera skattlausar bætur miðaðar við prósentutölu örorku viðkomandi, svo þeir sem geta og vilja vinna eiga að njóta þess.

Þó margir munu ekki trúa mér þá er það fyrst núna sem heimili mitt fær háhraðatengingu við internetið og raunar í fyrsta skipti sem það er sítenging við netið, gamla 486 tölvan okkar komst ekki á netið og fartölvan mín er sífellt á flakki og því ekki áreiðanleg tenging, auk þess bara 56k. Til hamingju ég og mín fjölskylda loksins getum við orðið háð netinu heima hjá okkur eins og venjulegt fólk.

þriðjudagur, mars 25, 2003

Ég var að ná í DC++ um helgina og það virkaði þá en nún næ ég engu sambandi kemst inná draslið og sé alla notendurnar en get ekki niðurhlaðið neinu og sé ekki neitt af því sem aðrir bjóða, ég skil ekki huhuhuu

Djöfull fer það í taugarnar á mér á bókhlöðunni þegar einhver sest á móti mér og tekur sinn part af lappaplássinu, ég þarf allt lappaplássið fyrir mig og ekki setjast á mót mér og taka það af mér helvítis aumingjar. Af hverju sest fólk ekki þar sem enginn situr á móti, það er nóg af sætum útum allt færðu þig andskotinn hafi það.

Ég var rétt áðan að leika mér í Couronne í gegnum tengil á batman.is, þetta er leikur sem kallast bobb ef mín menning er rétt. Maður getur skrifað skilaboð til mótherjans og valið sér herbergi þar sem maður vill spila og ég ákvað að fara inní US herbergið. Venja er að úlingar leiki sér í svona leikjum og fyrsta spurningin jafnan asl? Ég veit núna það stendur fyrir age, sex og location þannig segir maður frá því hvaðan maður er, oftast hefur þetta verið frekar heimskulegt já ég er frá Íslandi ha vá gaman. Núna áðan ákvað ég hins vegar að vera frá Irak fyrst sem 30 kona og þegar ég sagðist vera 30fIraq hætti mótspilarinn í leiknum og svona gekk þetta lengi vel síðan fór ég að fá svívirðingar eins og , Fuck you and your country I hope they kill you and your family, Einn sem kallaði sig GO USA varð brjálaður þegar ég sagði GO IRAQ kallaði í gegnum textann ,your gay and your hole country, 13 ára Kanadísk stelpa sem hafði reynt að lokka mig í samfarir sagði mér að fuck off you Iraqi pig I hope you die with your family. Sumir vildu vita hvernig ég hefði það og ég talaði um það væru nú ekki mikið um sprengingar í hverfinu mínu, þá var viðkvæðið yeeh they are smart boombs, Verst var þegar einhver Californiu búinn fór að spyrja mig útúr þá bullaði ég eitthvað sennilegt um vatnskort. Skemmtilegast er að tala við þá sem eru fljótir upp svo ég leitaði þá uppi og breytti nickinu mínu í Iraq rules eða Írak stjórnar, þá komu allir vitleysingar og vildu spila við mig leik, einn kallaði sig Yeeh Bush, do it hann var nú bara frekar rólegur og sagði mér í upphafi að halda friðinn og ég sagði ok if you leave my regime alone þá sagði hann ok just hand over the oil og ég only for nukes hann varð hvumsa og sagði my dad says no ég sagði þá grow up make up your own mind no nukes no oil hann sagðist ætla að hugsa um það og eftir smá tíma skrifaði hann ok how about some nukes and you invate Yourop ég sagði only if you give me chemical weapons to and another thing I want to go to space. Hann sagði it’s a deal my troops are on their way with the nukes and some of the other kind to ég sagðist munu taka vel á móti þeim.

laugardagur, mars 22, 2003

Upp hefur komið ALVARLEG málfarsleg villa í talmáli okkar íslendinga, þ.e. nú er alsiða að segja t.d. Ég er ekki að skilja þetta, í staðin fyrir að segja ósköp venjulega ,ég skil þetta ekki, og ,við vorum ekki að vera að skilja þetta, í staðin fyrir ,við skildum þetta ekki. Fólk verður einfaldlega að fara að vera að taka sér tak í að vera að skilja það sem ég er að fara að vera að segja. Við skulum öll fara að vera að fara að tala rétt. Þó ég sé ekki að vera að skilja hvað maður þarf til að vera að segja til að reyna að vera að segja öllum að vera ekki að vera að tala alltaf vitlaust. Nú er ég að vera að fara að vera eitthvað með einhvern áróður eins og er.

Fögur er hlíðin, eru að vera bleikir akrar og eru að vera líka slegin tún. Svo fögur hefur hún aldrei verið að vera. Mun ég vera að fara að ríða heim og mun ég vera að fara hvergi.

föstudagur, mars 21, 2003

Að fyrstu legg ég til að við leggjum virðingu fyrir stríðsæsingamönnum niður innra með okkur.

Að sletta málningu á táknrænt hús eru ekki mótmæli heldur skemmdarverk, miklu nær væri að sletta skyri yfir ráðamenn þjóðarinnar. Þó það séu að sjálfsögðu skemmdarverk líka, bara skemmtilegri. Ofbeldislaus andstaða er málið, í 74gr. Stjórnarskrárinnar segir „Rétt eiga menn á að safnast saman vopnlausir. Lögreglunni er heimilt að vera við almennar samkomur. Banna má mannfundi undir berum himni ef uggvænt þykir að af þeim leiði óspektir.“

Annars er erfitt að útbúa skoðun sem stenst alla gagnrýni. Ein spurning er eigum við að samþykkja árásina? Við erum svo lítil þjóð og eigum ekki að skipta okkur af svona stórmálum í útlöndum. En við erum í nato og þar af leiðandi ekki sjálfkrafa hlutlaus í svona málum, við þurfum að taka afstöðu og það væri erfitt að fylkja okkur ekki með málstað Bandaríkjanna fyrst við viljum að þeir haldi áfram notum og viðhaldi að hluta á Keflavíkurflugvelli. Það þarf annaðhvort að segja þeim afnotum upp eða bara þegja og vera sæt.

Um heimsmálin ætla ég sem minnst að segja þar sem ég ælta mér er fram líða stundir að verða framkvæmdastjóri Sameinuðu Þjóðanna.

En þá að daglegri viðburðum ég fór á föstudag síðasta í heimsókn til Þorvalds þar sem hann og Gunnar voru að semja lag en eitthvað hefur það gengið illa hjá leikskólakennaranum því þeir sneru sínum kröftum að því að semja lag um mig þegar ég mætti. Það hljómaði vel en þar sem minni mitt er takmarkað man ég ekki textann né inntakið í honum. En takturinn kom úr Lola með The Kinks. Síðan var haldið niður í bæ til að hitta fegurðadísir en því miður virðast þær ekki fara á O´Brians á Laugaveginum í staðinn er þar að finna Ingva litla trúbador eða Ingvar litla (ég tók ekki eftir því því ég var svo ódrukkinn). Þorvaldur hefur skemmtilegan sið þegar hann fer að skemmta sér, það er að hann tekur með sér litla minnisbók þar sem hann og samferðafólk hans getur skrifað niður það sem merkilegt kemur fyrir sjónir. Inni á umræddum stað sáum við Valdi, feitan gaur í peysuvesti hann settist á næsta borð við okkur og ég tók mynd af honum sem ég ætla að setja inn á myndaheimasíðuna mína þegar ég hef safnað þolinmæði til þess að vinna í henni. En hann var feikilega fyndin sá feiti, með hárið í bylgjum vatnsgreitt afturábak þó ekki væri það sítt. Í útslitnum svörtum körfuboltaskóm og í rauðu og dökkbláu peysuvesti í svörtum þröngum bol innundir. Þegar Ingvi litli kláraði lögin sín öskraði hann alltaf í kapp við Valda að næst ætti að spila óspilanlega tónlist á kassagítar, Valdi vildi meira af Bítlunum. Já þetta var skemmtilegt, mest gaman þótti mér þegar við komum þarna inn og lítil feit stelpa sem rakst á mig og fékk svo í mjóbakið við að líta upp, mælti svo við mig að ég væri stór. Vá, sagði ég, þú tekur vel eftir og þú ert sjálf lítil stúlkukind, voða er gaman að skiptast á staðreyndum. Eitthvað hefur hún tekið þetta nærri sér því klukkutíma seinna sest hún á næsta borð en snýr stólnum að mér og segir fyrirgefðu mér brá bara við að sjá svona frík. Ég sagði allt í lagi þetta kemur fyrir, síðan fór hún að strjúka á mér lærið, krossbrá mér við þetta og bað hana flóttalega að snúa ástleitni sinni að rónanum í horninu, aftur var það hún sem hvarf á braut. Hvernig myndu börn okkar líta út ef þessi ferð hefði verið farin, ha bíddu þau hefðu kannski farið millivegin og orðið venjuleg aaaaahh djö, gasp.





Já einmitt ég er með bakþanka.

Eftir langa setu á O´Brians og mikið skrif í litlu svörtu bókina hans Valda var ég allt í einu lentur í tilgangslausu rifrildi við Gunna útaf engu né um neitt, kannski hann hafi fyrir löngu síðan staðsett sig í áfengisheimum og ég ekki fylgt honum eftir og sambandið milli þessara heima hafi verið eitthvað rofna. Á þessari stundu ákvað ég að skilja strákana eftir og gekk útí borgina og keyrði heim sifjaður með sígarettureik í augunum.

miðvikudagur, mars 12, 2003

eða hvað?

Nei myndavél allar stundir er góð hugmynd!

Nei ég er hættur við þetta með myndavélina! Í bili allavega þangað til á eftir.

Zoran Djindjic forsætisráðherra Serba lést á sjúkrahúsi í Belgrad en hann var skotinn tveimur skotum fyrir framan stjórnarbyggingu í Belgrad í hádeginu.

Ég velti núna í alvöru fyrir mér að ferðast alltaf með stafrænu myndavélina mína hvert sem ég fer, þannig getur maður náð í óborganlegar ljósmyndir og selt þær fyrir mikinn pening ef vel heppnast.

Vá teljarinn rís enn ofar meðalmennskunni Eyvindur var sá gestur sem náði í síðuna í tvöhundruðasta sinn. Húrra húrra húrra húrra húrra húrra, hann vinnur frítt eintak af internetinu eins og það leggur sig, nema öllum er frjálst að þiggja greiðslu frá honum fyrir ákveðin vefsvæði, og ef hann vill ekki borga hefur hann vanvirt verðlaunin.

Byssur á öll heimili og leggjum niður virðingu fyrir yfirvaldinu innra með okkur.

Já og hverjum dettur í hug að leyfa ekki fíkniefni á þessum tímum fólk verður bara að fá að eyðileggja líkama sína ef það vill, í friði.

Ég var í blaðaviðtali áðan vegna skoðana minna um illa byggðan Háskóla og allt gekk vel þangað til blaðamaðurinn spurði mig af hverju ég væri á móti hreyfingu. Þetta var fín spurning því með því að hreyfa sig milli bygginga, úti, byggir maður líkamann upp og gerir hann vanan kulda og það hressir víst. En eftir að hafa rakkað spurninguna niður með röksemdinni um að maðurinn væri skyni borin vera fór ég að velta fyrir mér hvort þetta með byggingarnar væri bara velviljuð leið til að láta okkar miklu bílaþjóð hreyfa sig meira upphugsuð af spámönnum síðustu áratuga. Þarna kemur forsjárhyggjan aftur. Ég hefði kannski átt að slá þessu uppí grín og segja við blaðamanninn að ég væri einn þeirra sem töldu að hreyfingu ætti aðeins að iðka á þar til gerðum stöðum, og ég skildi þess vegna ekki grínið með myndina fyrir utan líkamsræktarstöð í Bandaríkjunum þar sem fólk notað rúllustiga til að komast upp hjallann.

Annars fékk ég eitt tækifæri til að birtast í sjónvarpi fyrir nokkru. Það gerðist þegar ég var niður í miðbæ að dimmitera sem Svarthöfði, fréttamaður á stöð 2 vatt sér upp að sér og spurði mig útí mál sem var umtalað í þjóðfélaginu um meint tengsl Davíðs við viðskiptalífið og í staðin fyrir að svara eins og Svarthöfði hefði gert ,Davíð er sonur minn, þá sagði ég eitthvað bull af því að ég var of drukkinn til að átta mig á tækifærinu. Ég hef verið á bömmer þessi þrjú ár sem liðin eru.

Já Leðjuna til Lettlands farið á http://www.petitiononline.com/eurovisa/petition.html og skrifið nafnið ykkar á listann eða hafið skömm framtíðarinnar hangandi yfir höfði ykkar að eilífu.

Agnar Bragi er búinn að opna prýðis síðu að www.agnarbragi.tripod.com endilega ef þið viljið.

Í gær var fyrsti fundurinn í aðdáendaklúbbnum mínum. Formaðurinn sagði mér hvert ég ætti að mæta og þegar ég kom þangað korteri of seint eins og hefðir gera ráð fyrir var mikið uppistand því gestir voru orðnir óþreyjufullir og baráttan um bestu sætin nálægt suðumarki. Ég tók mér stöðu við ræðupúltið og formaðurinn hélt smá tölu um samtökin og kynnti mig inn til að svara nokkrum spurningum. Ég hóf síðan upp raust mína og kynnti mig og uppeldi mitt fyrir hópnum sagði þeim frá hugmyndafræði minni sem flestum er nú kunn. Eftir þessa lýsingu gaf ég orðið frjálst og þá var engin hóværð virt allir töluðu á sama tíma og ljósmyndararnir máttu hafa sig alla við að taka myndir af æstum aðdáendum. Fyrsta spurningin varðaði stríð það sem ég lýsti yfir með upphafsörðum bloggsins gegn skítugum sturtugólfum í almenningssundlaugum, líkamsræktarstöðum og íþróttahúsum og þá aðallega skítnum sem er útum allt á því svæði sem maður þurrkar af sér bleytuna, aðdáandinn, maður á sjötugsaldri, spurði mig hvað hefði orðið um stríðið því hann hefði tekið eftir því að barátta mín væri ekki fyrirferðamikil. Ég svaraði honum á þá leið að því miður væri ég mannlegur og hefði gleymt þessari baráttu á síðunni þó svo að í mannheimum væri ég sífellt að minnast á þennan óþrifnað, þakkaði ég honum fyrir og tók næstu spurningu. Hún kom frá klámmyndaleikkonu stórglæsilegri sem spurði mig á meðan hún flissaði svo sást í nakið hold hver tilgangurinn hefði verið með skrifum mínum um daginn þar sem ég ruglaði stafaröð í orðum, ég svaraði elskunni um að það hefði ekki verið ákveðinn fyrirfram þetta meira gerðist bara hugmydnin kviknaði þegar ég var að skrifa eitt af mörgum pappírs bréfum mínum til hans Andra og hafði frá engu að segja svo ég fór að skrifa svona brenglað svo brosti ég til hennar. Næst reis upp reiður maður smávaxinn með skræka rödd sem öskraði á mig að hann hefði vitneskju um margt forvitnilegt sem ég hafði lent í án þess að skýra frá því á síðunni. Hann tiltók þegar ég þurfti að bíða í 45 mín eftir hamborgara á American Style því að afgreiðslu stelpan hafði látið matarfélaga mína (Siggu Lóu og Emil) fá pöntunina svo sá sem flettir kjötinu vissi ekkert um að hann þyrfti að gera beikonborgara og hitt sem fólkið bað um. Reifst ég víst svo heiftarlega við vaktformanninn að ég fékk fría máltíð og virðingu samborgara minna. Vá, þetta hleypti einhverri óánægju bylgju yfir salinn og margir öskruðu að þeir hefðu sömu sögu að segja ,hvað með áreksturinn, og ,þegar gaurinn vildi ekki færa sig um rass í bíóinu um daginn, þetta var of mikið og múgurinn tók snöggt á rás að ræðupúltinu, sem betur fer var þetta leikhús og ég komst niður um hlerann á sviðinu þræddi síðan kjallaragangana í þrjá tíma áður en ég komst útúr holræsinu uppá Kringlumýrarbrautina. Púff ég heppinn en þá er bara að gera fólkið ánægt og halda áfram reglulegum skrifum á þessa síðu.

föstudagur, mars 07, 2003

Leyfum markaðnum að ráða og leyfum öll eiturlyf. Ef fólk er svo heimskt að nota eitthvað sem það veit ekki hvað er þá á það skilið að rotna. Lyfjaeftirlit tefja fleiri góð lyf þó þau stoppi nokkur vond lyf og veldur því fleiri dauðsföllum en það bjargar, samkvæmt rannsókn einhvers stærðfræðings. Þannig að fólk á frekar að treysta vörumerkjum heldur en lyfjaeftirliti, þannig verða til fyrirtæki sem almenningur lærir að treysta og kaupir þannig bara góð lyf því það er hagur lyfjafyrirtækjanna að lyfin þeirra séu góð. Svona hljóma tímar hjá Hannesi í stjórnmálaheimspekinni. Hann hefur nokkuð til síns máls. En hvað ef ófrísk kona taki inn lyf sem eyðileggja hana og barnið hennar hvað þá, jú hún hefði ekki átt að taka inn lyfin og ef hún var svo örvæntingarfull hafði hún greinilega engu að tapa svo hún varð ekkert verr sett. Með svona rök er ekki hægt að tapa. Ætli barnið geti kært móður sína nei hún var hvort sem er glötuð svo lyfið olli engum skaða nema þeim sem hvort sem er átti eftir að koma. Þannig má segja að öll bönnuð lyf ætti að leyfa svo almenningur geti komist að raun um skaðsemi þeirra, forsjárhyggja gengur ekki.

Byssur á öll heimili!

Leggjum virðingu fyrir yfirvaldinu niður innra með okkur.

Hey þú farðu á www.jonminn.freehomepage.com þó það sé leiðinlegt.

Til hamingju með afmælið Svava þann 4. ég náði ekki í þig í farsímann þinn til að óska þér til hamingju með daginn, ég bið þig forláts.

sunnudagur, mars 02, 2003

Ég fór áðan á ársfund átthagafélags Múlahrepps. Ég einn lang yngstur mætti of seint og hafði ekkert fram að færa mætti bara sem sonur föður míns, fann sæti og hélt kjafti, hlustaði á athugasemdir stjórnar og annarra sveitunga. Fundurinn gekk mjög auðveldlega, allar tillögur samþykktar meðal annars ein um varðandi að halda einhverskonar sumarhátíð fyrir vestan, þeir sem mundu eftir fjörinu á böllunum í gamla daga vildu hafa drykkju og dans í Bjarkarlundi með öðrum Barðstrendingum. Svo kom tillaga að halda þessu innan sveitar og það var eiginlega ákveðið. Þ.e.a.s. að hafa gaman rétt eftir dúntímann í júní sama dag og árleg messa verður haldin(laugardag), þó að ekki hafi verið ákveðið hvernig tillhögun skemmtunarinnar verði. Þá kom upp spurning um hvernig ætti að segja múlsveitungum frá þessu þá kom snilldar hugmynd að setja upp heimasíðu, flestir þarna inni kunnu ekkert á slíkt apparat. Segja má að þessi síða sé sú heimasíða. Eitt atriði var örlítið skrítið það var að gjaldkerinn frá því í hitteðfyrra hafði ekki skilaði yfirráðum yfir reikningum félagsins og hélt því prókúru yfir félagsgjöldum, það var það eina eiginlega sem mér finnst ekki nógu gott.

Mazdan mín er alveg mögnuð, hún er með svona ljós sem opnast og lokast. En núna áðan vildi hún ekki loka ljósinu öðru megin þó ljósið hafi slokknað. Þegar maður horfir á hana er eins og hún sé á verði, sofi með annað augað opið er eiginlega bara töff. Verst að ég þarf að laga þetta því annars eyðist allt rafmagn af bílnum á morgun eða hinn, nema ég hafi hann bara í gangi alltaf sem er ekki hægt vegna ástar minnar á umhverfinu. Svo þá er bara að hringja í Andra og láta hann redda þessu, en hann lagaði hurðina farþegamegin svo núna er hægt að opna hana innan frá 7,9,13. Ég ætti kannski að skrifa örlítið um þann atburð en hann var eiginlega þannig að ég gerði ekkert fór með bílinn í bílskúr sem pabbi leigir með einhverjum múrurum og lét Andra mæta með sinn bíl, ég lofaði honum að hann gæti bónað bílinn sinn en fyrst þyrftum við(hann) aðeins að líta á hurðina fyrir mig. Andri tók hurðarspjaldið frá og gerði hitt og þetta síðan límdi hann þetta þarna dót við hitt draslið og það hélt svo lokaði hann fyrir lét hurðarspjaldið á aftur og búið. Á meðan spígsporaði ég í kringum hann eins og langur Igor, sagði af og til „þarftu þessa skrúfu meistari?“ Þegar Andri hafði fengið nóg af mér lét hann mig frá WD-40 brúsa til að sprauta í læsingarnar svo ég myndi ekki festast aftur inní bílnum „vá“ sagði ég þegar ég sprautaði á fyrsta staðinn sem Andri sagði mér að sprauta á það kom svona fín traustvekjandi froða svo ég sprautaði á alla mögulega og ómögulega staði þar sem vatn gæti frosið og hamlað för minni inn og útúr bílnum, ég hef ekki fest mig einu sinni í bílnum síðan þetta var gert og er það vel. Andri var samt ekkert að segja mér hann hefði lagað læsinguna heldur lét mig komast að því þegar ég hóf daglega notkun mína og kom það mér skemmtilega á óvart að þurfa ekki að lappa hringinn og opna fyrir farþeganum eða að þurfa að opna afturrúðuna og láta farþegann teygja sig eftir hurðafanginu utanfrá. Svo bónaði Andri bílinn sinn eftir að við vorum búnir að þvo þá báða í grenjandi rigningu, kostuleg sjón það var fyrir ókunnugan, við bárum einhverja bónblöndu á bílinn hans og tókum svo til við að tvista.