Ég fór áðan á ársfund átthagafélags Múlahrepps. Ég einn lang yngstur mætti of seint og hafði ekkert fram að færa mætti bara sem sonur föður míns, fann sæti og hélt kjafti, hlustaði á athugasemdir stjórnar og annarra sveitunga. Fundurinn gekk mjög auðveldlega, allar tillögur samþykktar meðal annars ein um varðandi að halda einhverskonar sumarhátíð fyrir vestan, þeir sem mundu eftir fjörinu á böllunum í gamla daga vildu hafa drykkju og dans í Bjarkarlundi með öðrum Barðstrendingum. Svo kom tillaga að halda þessu innan sveitar og það var eiginlega ákveðið. Þ.e.a.s. að hafa gaman rétt eftir dúntímann í júní sama dag og árleg messa verður haldin(laugardag), þó að ekki hafi verið ákveðið hvernig tillhögun skemmtunarinnar verði. Þá kom upp spurning um hvernig ætti að segja múlsveitungum frá þessu þá kom snilldar hugmynd að setja upp heimasíðu, flestir þarna inni kunnu ekkert á slíkt apparat. Segja má að þessi síða sé sú heimasíða. Eitt atriði var örlítið skrítið það var að gjaldkerinn frá því í hitteðfyrra hafði ekki skilaði yfirráðum yfir reikningum félagsins og hélt því prókúru yfir félagsgjöldum, það var það eina eiginlega sem mér finnst ekki nógu gott.
Mazdan mín er alveg mögnuð, hún er með svona ljós sem opnast og lokast. En núna áðan vildi hún ekki loka ljósinu öðru megin þó ljósið hafi slokknað. Þegar maður horfir á hana er eins og hún sé á verði, sofi með annað augað opið er eiginlega bara töff. Verst að ég þarf að laga þetta því annars eyðist allt rafmagn af bílnum á morgun eða hinn, nema ég hafi hann bara í gangi alltaf sem er ekki hægt vegna ástar minnar á umhverfinu. Svo þá er bara að hringja í Andra og láta hann redda þessu, en hann lagaði hurðina farþegamegin svo núna er hægt að opna hana innan frá 7,9,13. Ég ætti kannski að skrifa örlítið um þann atburð en hann var eiginlega þannig að ég gerði ekkert fór með bílinn í bílskúr sem pabbi leigir með einhverjum múrurum og lét Andra mæta með sinn bíl, ég lofaði honum að hann gæti bónað bílinn sinn en fyrst þyrftum við(hann) aðeins að líta á hurðina fyrir mig. Andri tók hurðarspjaldið frá og gerði hitt og þetta síðan límdi hann þetta þarna dót við hitt draslið og það hélt svo lokaði hann fyrir lét hurðarspjaldið á aftur og búið. Á meðan spígsporaði ég í kringum hann eins og langur Igor, sagði af og til „þarftu þessa skrúfu meistari?“ Þegar Andri hafði fengið nóg af mér lét hann mig frá WD-40 brúsa til að sprauta í læsingarnar svo ég myndi ekki festast aftur inní bílnum „vá“ sagði ég þegar ég sprautaði á fyrsta staðinn sem Andri sagði mér að sprauta á það kom svona fín traustvekjandi froða svo ég sprautaði á alla mögulega og ómögulega staði þar sem vatn gæti frosið og hamlað för minni inn og útúr bílnum, ég hef ekki fest mig einu sinni í bílnum síðan þetta var gert og er það vel. Andri var samt ekkert að segja mér hann hefði lagað læsinguna heldur lét mig komast að því þegar ég hóf daglega notkun mína og kom það mér skemmtilega á óvart að þurfa ekki að lappa hringinn og opna fyrir farþeganum eða að þurfa að opna afturrúðuna og láta farþegann teygja sig eftir hurðafanginu utanfrá. Svo bónaði Andri bílinn sinn eftir að við vorum búnir að þvo þá báða í grenjandi rigningu, kostuleg sjón það var fyrir ókunnugan, við bárum einhverja bónblöndu á bílinn hans og tókum svo til við að tvista.
sunnudagur, mars 02, 2003
Skrifað af Jon Minn klukkan 16:47
|