mánudagur, janúar 31, 2005

Ég er soft

Ég samdi lítið ljóð til litlu systur

Þú ert svo sæt
Örugglega æt
Þú ert svo fyndin
Eins og myndin

Þegar þú smælar
Springa mælar
Þegar þú talar
Minns malar

Kiss kiss

Vona henni líki vel!!

Móðir og Faðir áttu 30 ára afmæli um daginn, hittust í lok janúar 1975 á djamminu, þá 24 ára - Krakkar. Fóru í síðustu viku til Parísar, borg elskenda, til að halda uppá dúndurdaginn.

Til hamingju :)

Nú er rykið á heimili mínu gjörsamlega búið að stökkbreytast... tölvan er í maski... útaf rykbúum... þarf að fá mér nýja tölvu... ... því ekki er ég að fara að taka til

- EKKI Í MILLJÓN ÁR -

nema jú ég þarf þess núna... það er svo góð tilhugsun að vera búin að taka til... nýt hennar alltaf rosalega vel... þangað til ég opna augun.

It´s alive!!!

Var við það að hringja símtal... þegar síminn fraus - FRAUS.

Má það?

Þetta þarf að laga - það vantar fleiri staðla.

YeehYeehYeeh´s er svo flott hljómsveit - vildi ég væri tengdur og gæti sett ólöglegt óviðráðanlegt niðurhal í gang.

sunnudagur, janúar 30, 2005

Matarklúbbur Meirihlutans í gær.

Allskonar matur, kjúklingabringur, beikon, pepparóní, allskonar ostur, sósur, grænmeti, pyslur, kjött, sósur, sveppir, hitt og þetta og drykkir. Allt eldað á heitri pönnu á miðju borði. Eftir það voru heitar pólítískar umræður um evrópusambandið, fíkniefni og U2 tónleikana sem hópurinn er að fara á í sumar. Önnur verslunarmannahelgin í röð þar sem ég fer ekki á Þjóðhátíð...

Því miður...

Mér líður alltaf illa þegar ég hugsa um að vera ekki á Íslandi um verslunarmannahelgi, eins og maður sé að missa tökin á einhverju þess virði að upplifa og njóta.

En sumarið kemur með látum... stefnir allt í KGRP leysi hjá mér og er það miður því sumrin í KGRP eru nauðsyn. Bó stakk upp á því að ég myndi stunda KGRP eins og Sagnfræðina, félagsstörf (þar eð ég er vefari félags sagnfræðinema, árshátíðarnefn, útlandanefnd án þess að mæta í skólann nokkurn tíma - nýjasta í skólamálum er að ég er kominn á framboðslista fyrir stúdentakosningarnar.) Engu að síður verður maður að vera á staðnum í KGRP til að það gangi upp, hef prófað KGRP laust sumar og vá hvað það var skrýtið - maður er einhvernveginn ekki innstilltur inná þannig sumur, þau virka ekki alveg eins vel. Svo er Elfa Björk líka á leiðinni í garðinn... held það sé sprengidúndur...

Já maður verður bara þunglyndur að hugsa um sumarið. En svona er að vera eftirsóttur. Hey já ég var bara að fatta það núna... maður hefur val - VAL til að gera það sem maður vill. Fokk ÉG hafði aldrei hugsað útí það.

Ég get valið - vó... ég er að átta mig á því að aðrir stjórna lífi mínu. AÐRIR!!!

Það er ekki góð latína...

Að öðru... (stefnir í lengsta blogg sem ég hef skrifað, því ég er stuttur bloggari)...

fimmtudagur, janúar 27, 2005

Kenny er svo miklu flottari en Spenny!

Svangur

Þá er ársleigan á Peugeotinum að renna út... reyndar rann hún út núna 21. janúar EN enn hefur enginn haft samband við mig og sagt mér að skila bílnum. Þrátt fyrir að ég hafi farið sérstaka ferð til að spyrjast fyrir um hvernig verkferillinn væri í svonslagsmálum.

Ég þarf allaena að fara að kíkja á aðra bíla til afnota fyrir mig. Var að hugsa um flottasta bílinn alive - Ford Mustang... en skilst það sé langur biðlisti en gasalega liti ég vel út á Mustang.

Annar möguleiki er Toyota Yaris, það er hægt að fá þá fyrir kanil þessa dagana. Merkilegt nokk þá eru það einmitt þessar litlu tíkur sem hafa nóg pláss fyrir stóra manninn. Stórar tuðruð virðast bara ekki vera hugsaðar/hannaðar nægilega með tilliti til innanrýmis.

Reyndar finnst mér Peugeot 307 vera splendit og örugglega kannski mun ég leita mér slíks bíls aftur, bara nýrri.

Hef víst ekki uppfært myndasíðuna lengi... þarf að kíkja á það í góðu tómi!!!

Var búinn að skrá mig út af blogginu... þegar ég áttaði mig á því að klukkan er hálf tvö og ég er enn vakandi ... af hverju er ég vakandi?

Helgin verður viðburðarík - á föstudaginn verður eitthvað smotterí í vinnunni og á laugardaginn - á laugardaginn þá verður gaman, Matarklúbbur Meirihlutans .

Líka - á laugardaginn verður húrragleði hjá Andra. Andri er gjaldkeri Fróða, hann er líka í háskólakórnum og hann er myndlistamaður ásamt því að vera liðtækur dansari þegar sá gállinn er á honum. Andri - hann er góður gaur.

Sagnfræði fólkið er svo skemmtilegt, ég trassaði að uppfæra síðuna í 2 vikur (les 2 mánuði að frátöldum smotterís skyldu uppfærslum) og allt er brjálað. Fólkið mitt í háskólanum er ekki sérstaklega ánægt með ríkasta mann í heimi eins og þeir uppnefna mig háðslega. Reyndar slepp ég tiltölulega vel því með mér í Sagnfræðináminu er maður... hvílíkur maður - hann er kallaður Faðir tímans, enginn veit hvenær hann byrjaði í skólanum og enginn veit hvað hann er kominn langt á leið í námi sínu, eitt veit fólk þó - he has been around for a very long time. Það kemst oft upp um aldur hans þegar hann tekur sig til og leiðréttir kennara með nánum lýsingum á aðstæðum fyrri alda. Eitt sinn á hann að hafa sagt að Jón Arason hafi verið góður maður. Sel það ekki dýrara en ég keypti það en ég lenti eitt kvöldið í því að hlusta á lýsingar hans á því hvernig „við“ fórum að því að byggja píramíðana, svo nákvæmar voru lýsingarnar að hann hlýtur að hafa verið á staðnum.

Af hverju fer maður einhvernvegin ekki að sofa - heldur heldur áfram að vaka og vaka og vaka þrátt fyrir svefnþorsta og vissu um fyrramálsfund? Skrýtið fyrirbæri þessar lötu stundir.

Svo ég haldi áfram að ausa þá var ég um daginn að skoða ljósmyndir af mér og mínum um daginn... Algert gull og myndirnar sem ekki hafa farið á netið - hvílíkur fjársjóður. Ævisagan mín verður áhugaverð.

Svo ég haldi áfram að rausa................... zzzzzzzzzzzzz

þriðjudagur, janúar 25, 2005

Einar Hólmgeirsson er bestur.

Var í bardaga vesti og settur í að taka aukakast... þá dugði ekkert annað en DRÁP til að stoppa hann... Útlendingurinn gjörsamlega réðst á hann og felldi Einarinn... sem hefur verið þvílíkt átak... því Einar er heljarmenni!

Svo rétt heppnaðist markvarðaómennið til að verða fyrir þrumufleyg Einars í endann.

Stattu þig strákur!!!

Eygló ég elska þig!

p.s. hef breytt msn nafninu mínu í Einar Hólmgeirsson, af augljósum ástæðum.

sunnudagur, janúar 23, 2005

BING

Mikið var gott djamm þessa helgina – þegar ég var að velja mér föt sem mér langaði að klæðast, til að dansa og ærslast í, datt mér fyrst í hug yndislegur klæðnaður sem ég er búinn að vera að máta síðustu vikurnar en hef ekki enn tekið upp kortið fyrir. Kann ekki alveg að lýsa honum en mikið fer hann vel. Sá annars inni í skáp, er ég hófst handa við að skoða keyptan varning, einn töff galla sem ég hafði stundað að klæðast en vegna hitastigs í víðri veröld ákvað ég að setja hann í salt á næstunni. Er ég óvart kafaði lengra í skápinn og datt ég inná föt sem kostuðu skildinginn á sínum tíma – við nánari skoðun finnst eins og þau séu komin úr tísku núna.

Eitt sinn hefði ég lýst ferli og fólki á minni leið en nú tek það bra fram að Berglind og Alma – þær kunna að dansa. Myndir á leiðinni… eins og svo oft áður… reyndar tók ég sjálfur fáar myndir og þarf því að koma mér á internet ferðalag til að finna myndir annarra frá kveldinu góða.

Góða ferð Lára til Nýja Sjálands!!!

Heart of Glass

laugardagur, janúar 22, 2005

Sendi Birni í WC ábendingar um daginn..

“Sælt World Class

Ég er viðskiptavinur og mæti oft í viku í ræktina, og hef staðið mig afspyrnu vel þegar ég segi sjálfur frá. En það eru nokkur atriði sem mér finnst að betur megi fara varðandi aðbúnað.

1. Hreinlæti í búningsklefum er mjög ábótavant, þá aðallega fyrir framan sturturnar, þar er afar sjaldan þrifið - ég hef sjálfur aldrei orðið vitni að því (13 mánuðir). Ég hætti í Sporthúsinu því mér fannst hreinlætið þar á (þurrku svæðinu fyrir framan sturturnar) algerlega ógeðslegt. Fyrst var það í lagi í Laugum en svo allt í einu virðist enginn metnaður í að spúla og þrífa þarna. Hef sjálfur leyst það með því að skola skapahár, sápu og annan viðbjóð af fótum mínum í drykkjarvaskinum við hliðina á sturtunum. Sá það reyndar í dag að búið er að skera fyrir opnu skólpi, sem viðbjóðurinn á væntanlega að hverfa ofaní?
2. Aðgengi að sundlaug - fáránlegt að þurfa að labba í snjó og slagviðri 100 metra útí laug, þegar gangur er undir öllu draslinu sem væri hægt að nýta.
3. Aðgangur að innisundlaug??? Hvernig í fjandanum kemst maður ofaní laugina? Ég geri ráð fyrir að það sé ekki gert ráð fyrir því maður labbi í kuldanum, út á stétt og inn um hurð??? Eða hvað? Vinur minn fór allavega góða TEST salíbunuferð um daginn, eftir að deskið hafði sagt honum að það væri í lagi að labba ganginn - maður kæmist ofan í laug. Þessi vinur minn byrjar á því að sápa sig eins og í venjulegri sundlaug, vatt sér í skýluna og út á gang. Labbaði inn gang þar sem iðnaðarmenn voru við störf (þeir hváðu) og upp fyrstu tröppur - allt í einu stóð vinurinn á blautri skýlunni í aðalinngangi Laugardalslaugarinnar. Sundlaugavörður þar sagði honum að hann væri bara í rugli og þyrfti að koma sér til baka - Vinur minn var ekki sáttur og fór í útipottinn í gegnum eitthvað hafurtask þarna. Þegar hann ætlaði til baka sagði sundlaugavörðurinn honum að labba annaðhvort úti eða í gegnum matsalinn í anddyri Lauga. Hann neitaði og labbaði iðnaðarmannafulla ganginn, tróð á skrúfum og sagi á leiðinni til baka.

Á ekki að vera inniaðgangur að innilauginni???„

Svar kom frá Birni

Sæll Jón
Takk fyrir ábendingarnar.
Varðandi þrifin þá á þetta eð vera í lagi en það var um veikindi hreinlætismanna að ræða um dagin 2X2 daga og veit ég að þessu var ábata vant þá.
Vonandi verður betra að losna við ló og skaphár af ykkur eftir að þessum aðgerðum líkur sem við erum að gera núna og þetta verði til fyrirmyndar.
Varðandi aðgengi að sundlaug þá er verið að klára að flísaleggja stigan við endan á ganginum hjá okkur og verður sú leið væntanlega opnuð í næstu viku.
Þá verður hægt að ganga þurum fótum alla leið að útilaug með fram bakka innilaugar og allir verða happý.
kk
Björn

fimmtudagur, janúar 20, 2005

Þunnur


Skelþunnur

Mér líður illa

Ekki misskilja – ég var ekki að drekka áfengi um kvöld!

Þannnig er mál með vöxt að heima hjá mér er verið að taka baðherbergið í gegn. OG þar sem verið var að leggja flísarnar í kringum blessað klósettið í gær þá var ekki hægt að fara síðustu ferð undir blánóttina og losa fyrir svefnin langa. Það sem gerðist (fyrir utan vanlíðan undir rót svefnssins) var að ég var í spreng í alla nótt. Dreymdi meðal annars fossanið, flúðir og sjávarföll. Er ég vaknaði í morgun hafði greinilega líkaminn um miðja nóttina ákveðið að ekki væri hægt að fylla og fylla þvagblöðruna mikið lengur - Hún myndi springa (eða fara að leka) - og eftir stífan fund ákvað innri endurskoðun að hleypa hluta vatnsins í gegnum sogæðakerfi líkamans til að dreyfa álaginu. Þvag rann um mínar æðar! og Þar af leiðandi – Ég þunnur og þamba vatn til að þynna út þvagið.

Langar í þynnkumat!

þriðjudagur, janúar 18, 2005

Stafganga

Eftir hálftíma var litla og næst stærsta tá dáinn og dofinn.

Hálftíma seinna var hitinn óbærilegur.

Semsagt fór í göngu í kvöld með vinnunni - fengum öll göngustafi í jólagjöf ásamt útivistarbakpoka - og í kvöld var komið að því að læra á dótið. Það var yndislegt og já ...

mánudagur, janúar 17, 2005

Var byrjaður að blogga og búinn að skrifa þessi heljar ósköp í fyrsta póst - en svo kom guð og sagði - þetterbararugl - og strokaði út allt sem ég skrifaði um þá sem hafa kvartað yfir bloggfríinu t.d. Siggu á www.mbl.is, fólkið í vinnunni, fjöldamargir vinir og fjölskyldumeðlimir.

Bráðum mun ég aftur læra á tenglakerfi og commentakerfi með blóm í haga.

laugardagur, janúar 15, 2005

Myndir af mér og mínum síðastliðið ár allt þangað til ég hætti að blogga í haust. Njótið vel - broskall -