Þá er ársleigan á Peugeotinum að renna út... reyndar rann hún út núna 21. janúar EN enn hefur enginn haft samband við mig og sagt mér að skila bílnum. Þrátt fyrir að ég hafi farið sérstaka ferð til að spyrjast fyrir um hvernig verkferillinn væri í svonslagsmálum.
Ég þarf allaena að fara að kíkja á aðra bíla til afnota fyrir mig. Var að hugsa um flottasta bílinn alive - Ford Mustang... en skilst það sé langur biðlisti en gasalega liti ég vel út á Mustang.
Annar möguleiki er Toyota Yaris, það er hægt að fá þá fyrir kanil þessa dagana. Merkilegt nokk þá eru það einmitt þessar litlu tíkur sem hafa nóg pláss fyrir stóra manninn. Stórar tuðruð virðast bara ekki vera hugsaðar/hannaðar nægilega með tilliti til innanrýmis.
Reyndar finnst mér Peugeot 307 vera splendit og örugglega kannski mun ég leita mér slíks bíls aftur, bara nýrri.
Hef víst ekki uppfært myndasíðuna lengi... þarf að kíkja á það í góðu tómi!!!
fimmtudagur, janúar 27, 2005
Skrifað af Jon Minn klukkan 01:52
|