Var búinn að skrá mig út af blogginu... þegar ég áttaði mig á því að klukkan er hálf tvö og ég er enn vakandi ... af hverju er ég vakandi?
Helgin verður viðburðarík - á föstudaginn verður eitthvað smotterí í vinnunni og á laugardaginn - á laugardaginn þá verður gaman, Matarklúbbur Meirihlutans .
Líka - á laugardaginn verður húrragleði hjá Andra. Andri er gjaldkeri Fróða, hann er líka í háskólakórnum og hann er myndlistamaður ásamt því að vera liðtækur dansari þegar sá gállinn er á honum. Andri - hann er góður gaur.
Sagnfræði fólkið er svo skemmtilegt, ég trassaði að uppfæra síðuna í 2 vikur (les 2 mánuði að frátöldum smotterís skyldu uppfærslum) og allt er brjálað. Fólkið mitt í háskólanum er ekki sérstaklega ánægt með ríkasta mann í heimi eins og þeir uppnefna mig háðslega. Reyndar slepp ég tiltölulega vel því með mér í Sagnfræðináminu er maður... hvílíkur maður - hann er kallaður Faðir tímans, enginn veit hvenær hann byrjaði í skólanum og enginn veit hvað hann er kominn langt á leið í námi sínu, eitt veit fólk þó - he has been around for a very long time. Það kemst oft upp um aldur hans þegar hann tekur sig til og leiðréttir kennara með nánum lýsingum á aðstæðum fyrri alda. Eitt sinn á hann að hafa sagt að Jón Arason hafi verið góður maður. Sel það ekki dýrara en ég keypti það en ég lenti eitt kvöldið í því að hlusta á lýsingar hans á því hvernig „við“ fórum að því að byggja píramíðana, svo nákvæmar voru lýsingarnar að hann hlýtur að hafa verið á staðnum.
Af hverju fer maður einhvernvegin ekki að sofa - heldur heldur áfram að vaka og vaka og vaka þrátt fyrir svefnþorsta og vissu um fyrramálsfund? Skrýtið fyrirbæri þessar lötu stundir.
Svo ég haldi áfram að ausa þá var ég um daginn að skoða ljósmyndir af mér og mínum um daginn... Algert gull og myndirnar sem ekki hafa farið á netið - hvílíkur fjársjóður. Ævisagan mín verður áhugaverð.
Svo ég haldi áfram að rausa................... zzzzzzzzzzzzz
fimmtudagur, janúar 27, 2005
Skrifað af Jon Minn klukkan 01:13
|