laugardagur, janúar 22, 2005

Sendi Birni í WC ábendingar um daginn..

“Sælt World Class

Ég er viðskiptavinur og mæti oft í viku í ræktina, og hef staðið mig afspyrnu vel þegar ég segi sjálfur frá. En það eru nokkur atriði sem mér finnst að betur megi fara varðandi aðbúnað.

1. Hreinlæti í búningsklefum er mjög ábótavant, þá aðallega fyrir framan sturturnar, þar er afar sjaldan þrifið - ég hef sjálfur aldrei orðið vitni að því (13 mánuðir). Ég hætti í Sporthúsinu því mér fannst hreinlætið þar á (þurrku svæðinu fyrir framan sturturnar) algerlega ógeðslegt. Fyrst var það í lagi í Laugum en svo allt í einu virðist enginn metnaður í að spúla og þrífa þarna. Hef sjálfur leyst það með því að skola skapahár, sápu og annan viðbjóð af fótum mínum í drykkjarvaskinum við hliðina á sturtunum. Sá það reyndar í dag að búið er að skera fyrir opnu skólpi, sem viðbjóðurinn á væntanlega að hverfa ofaní?
2. Aðgengi að sundlaug - fáránlegt að þurfa að labba í snjó og slagviðri 100 metra útí laug, þegar gangur er undir öllu draslinu sem væri hægt að nýta.
3. Aðgangur að innisundlaug??? Hvernig í fjandanum kemst maður ofaní laugina? Ég geri ráð fyrir að það sé ekki gert ráð fyrir því maður labbi í kuldanum, út á stétt og inn um hurð??? Eða hvað? Vinur minn fór allavega góða TEST salíbunuferð um daginn, eftir að deskið hafði sagt honum að það væri í lagi að labba ganginn - maður kæmist ofan í laug. Þessi vinur minn byrjar á því að sápa sig eins og í venjulegri sundlaug, vatt sér í skýluna og út á gang. Labbaði inn gang þar sem iðnaðarmenn voru við störf (þeir hváðu) og upp fyrstu tröppur - allt í einu stóð vinurinn á blautri skýlunni í aðalinngangi Laugardalslaugarinnar. Sundlaugavörður þar sagði honum að hann væri bara í rugli og þyrfti að koma sér til baka - Vinur minn var ekki sáttur og fór í útipottinn í gegnum eitthvað hafurtask þarna. Þegar hann ætlaði til baka sagði sundlaugavörðurinn honum að labba annaðhvort úti eða í gegnum matsalinn í anddyri Lauga. Hann neitaði og labbaði iðnaðarmannafulla ganginn, tróð á skrúfum og sagi á leiðinni til baka.

Á ekki að vera inniaðgangur að innilauginni???„

Svar kom frá Birni

Sæll Jón
Takk fyrir ábendingarnar.
Varðandi þrifin þá á þetta eð vera í lagi en það var um veikindi hreinlætismanna að ræða um dagin 2X2 daga og veit ég að þessu var ábata vant þá.
Vonandi verður betra að losna við ló og skaphár af ykkur eftir að þessum aðgerðum líkur sem við erum að gera núna og þetta verði til fyrirmyndar.
Varðandi aðgengi að sundlaug þá er verið að klára að flísaleggja stigan við endan á ganginum hjá okkur og verður sú leið væntanlega opnuð í næstu viku.
Þá verður hægt að ganga þurum fótum alla leið að útilaug með fram bakka innilaugar og allir verða happý.
kk
Björn