3 mín.
Ég er oft á móti.
Ég er vinnusjúkur.
Ég tók þátt í Idol.
Ég hlusta á Evu Cassidy.
Ég á sex fjögurra blaða smára.
Ég ætti að vera löngu fluttur að heiman.
Ég hef unnið sömu sumarvinnuna í átta ár.
Ég held með Swindon Town í enska boltanum.
Ég eyði svakalega miklum peningum í jakkaföt.
Ég á fleiri vinkonur heldur en samkynhneigðir.
Ég fylgist daglega með viðskiptum í Kauphöllinni.
Ég á sleikjó í laginu eins og Effelturninn í París.
Ég fór á alla tónleika sem haldnir voru sumarið '04.
Ég get ekki gert Trekkara merkið er samt smá trekkari.
Ég dimmiteraði sem Svarthöfði, sá eini í mínum árgangi.
Ég tek um 400 stafrænar ljósmyndir í hverri einustu viku.
Ég er búinn að prófa 5 deildir í Háskóla Íslands, með vinnu.
Ég skrifa með hægri hönd en sparka í fótbolta með vinstri fót.
Ég hef varla sleppt úr skemmtikvöldi um helgi síðan fyrir aldamót.
Ég stunda ekki körfubolta þrátt fyrir að vera góður og á stærð við meðal Framherja í NBA.
Ég á afmæli á þriðjudaginn og ætla að halda uppá það með því að elda dýrindis máltíð fyrir foreldra mína, systur, mág og páfagauk.
sunnudagur, október 24, 2004
Skrifað af Jon Minn klukkan 11:59
|