miðvikudagur, október 20, 2004

Hvað er Ólíkt?

Nú er ég farinn að fitna... hef bætt við mig 8 kílóum í haust... það sem verst er er að ég hef ekki mætt í rækt þennan tíma... þarf að redda því... annars er til skýring á þessu eins og öðru í þessum guðlega heimi... Mötuneytismatur...

-

Þið ykkar sem vitið það ekki þá koma myndir stöðugt á myndasíðuna... ég er hættur að auglýsa komu þeirra... nema annað komi á daginn...

Hef áttað mig á því að fm 93,5 er sú allrabesta útvarpsstöð landsins, annað er síbylja sem ekkert vit er í /nema Mústafa og annað Tvíhöfðískt\

Stikkorðablogg á vel við mig... þar eð ég hef misst einbeitingargetuna til að skrifa langt og merkingarmikið blogg um það sem á daginn drífur... það gerist of margt til ég geti haldið utanumþað...

Nú er miðnætti og ég er að hlusta á einhverskonar sígílda tónlist... fiðla... og önnur strengjahljóðfæri... mér líður eins og blóma í eggi!

Veturnætur á morgun miðvikudag segir konan í útvarpinu...