Ég er svo sniðugur - setti upp msn messenger 7.0 (BETA) sem virkaði fínt... svo núna þegar ég skrái mig inn vill microsoft að ég setji inn another version... allt í lagi... sem er svo eftir nokkur next... messenger 6.2... en þá er einn galli á gjöfinni... Microsoft er með sjálfkrafa kóða inní stýrikerfinu sem kemur í veg fyrir að maður geti downgrade-að msn messenger... svo ég get ekki stokkið niður í 6.2 fyrst ég er með þennan glæsilega 7.0... nema hann virkar ekki...
Hefði kannski átt að hlusta á mér fróðari aðila í tölvumálum sem ömuðust við þessari BETA útgáfu...
allavega er ég núna... eins og Sabbi segir alltaf "Ekki sáttur"
fimmtudagur, október 07, 2004
Skrifað af Jon Minn klukkan 22:23
|