mánudagur, október 04, 2004

Setti met á föstudaginn í fáum myndum.... en þær eru hérna.

Annars datt Sabba í hug þegar við vorum á resident evil að búa til mynd með ÖLLUM OG ÞÁ MEINA ÍEG ÖLLLUM HASARMYNDAHETJUM samtímans og þeirra sem fallnir eru...

Hún myndi líta nokkurnvegin svona út (eftir ráðgefandi tillögur frá sjálfummér)

Upphafsatriðið... Al Pacino er varðmaður fyrir utan fangelsi... Tortímandinn kemur og dritar hann niður með vélbyssu og ræðst inní fangelsið... þar Rocky að boxa alla fangana niður, Robert De Niro, Wesley Snipes og Stripparellu ... síðan springur fangelsið eftir að loftsteinn fellur á það... Steven Seagal flýgur hljóðfrárri þotu með kjarnorkueldflaug sem hann rændi af bandaríska hernum yfir Rambó, sem stekkur um borð og berst um stjórnina meðan þotan flýgur á Everstfjall sem springur í loft upp... Svo kemur Kevin Costner og ber út póst en Mad Max keyrir hann niður og Pamela Anderson sker glerið á bílnum hans með geirvörtunum og ræðst á hann og þau njóta reffilegra ásta á ströndinni... Næst er sýnt frá Illmenninu, Danny Devito, sem James Earl Jones talar fyrir þar sem hann er búinn að breyta plánetunni jörð í Helstirni... aðeins Keanu Reavees nær að klöngrast frá honum dauðum eftir átanleg tilþrif við að ná talnarunnunni... af Halle Berry í leðjuslag... á hinni hræðilegu sinnepssprengju... Rocco Silfredi rambar inn í herbergi þar sem Hillary Clinton tekur vel á móti honum... þá gerist hið óvænta - Eric Cantona sparkar bolta í andlitið á Hillary sem hættir þá við að bjóða sig fram sem forseti bandaríkjanna... James Bond og Kleópatra eru kafbátaherforingjar í kjarnorkukafbát sem missti samband við stjórnstöð stuttu eftir að hafa fengið skipun um að ráðast á Sidney... Nemo ekki sáttur? og fleira gott