föstudagur, ágúst 22, 2003

Djöfull og dauði að vera veikur, útaf veikindum þarf ég að fresta árlegri gæsaveiðiferð yfir á næstu helgi. Sem er ekki nógu gott. Þar að auki var ég að fá bréf frá Idol dæminu og áheyrendaprófin eru einmitt þá helgi svo djöfull og dauði. Nú verð ég annaðhvort að fara vestur í gæs núna eða aðra helgina í sept. Andri verður ekki ánægður sérstaklega eftir að hafa eytt svo miklum tíma í að gera við bílinn minn þessa daga sem ég hef legið með flensu og díabló í mínum líkama. Nú er Guð búinn að ganga of langt getur hann ekki reddað þessu. Því ómögulega get ég misst af Idol, það falla öll vötn til Dýrafjarðar í því sambandi. Af hverju flensa? Ga ég ekki bara fengið vogrís aftur nú eða frunsu, það var nú bara gaman. Mér sýnist Idol taka allan laugardaginn 30. maður á að mæta 8:30 og ætli röðin komi ekki að J-inu klukkan 15:30 plús það að á sunnudeginum komast snillingarnir að og án þess að setja mig á háan hest hlýt ég að komast þangað svo allur sunnudagurinn fer í Idol líka.