Þabbaraþabb það er fyrst núna að renna upp fyrir mér að ég muni í fyrramálið syngja lög sem ég kann ekki einu sinni 100%. Fyrir hóp af fólki nota bene og ef ég kemst áfram fyrir heilan helling af fólki. Ég hef verið tiltölulega afslappaður í þessu hingað til. Svo ég dró það þangað til í kvöld að læra textana að lögunum mínum - þvílík mistök það voru. Núna fæ ég flashback til þess tíma þegar Guðbjörg kennari lét mann læra ljóð fyrir hvern einasta mánudag þegar maður var lítill, alltaf skildi ég það eftir þangað til á sunnudagskvöld og rétt náði alltaf með miklum tilkostnaði að læra það. Svo vonandi reddast þetta ég fæ þá bara að hafa blað með mér. Ég hef samt mjög góða tilfinniningu fyrir þessu Idol rugli og held svei mér þá að ég nái að pluma mig með ágætum, þetta verður RÚST.
Já já nú er ég búinn að gera þónokkra breytingu á Jóni Mínum og það er allti til hins betra nú er komið upp svarkerfi þar sem lesendur geta gefið álit sitt á ákveðnum póstum og skrifað svo í gestabók um mál sem varða alheimsvandann almennt. Gaman að kunna þetta. Ég er glaður......
föstudagur, ágúst 29, 2003
Skrifað af Jon Minn klukkan 13:48
|