Rignir eldi og brennisteini? Hvað gerðist eiginlega í þessum leik, ég meina ég skil ekki hvernig kr gat unnið Fylki. Það er eitthvað mikið að en þetta gerist ár eftir ár hjá Fylki. Hrafnkell fer til útlanda og Fylkir tapar öllum leikjum sínum. Ætli þetta sé stress ætli leikmenn Fylkis missi móðinn þegar glittir í endalok mótsins eins og þeir hugsi með sér já já núna erum við búnir að sanna okkur búnir að vera efstir í allt sumar best að leyfa kr að vinna. Ég óska Sigurvini, Tomma, Gauta og Helenu Ósk (kringar) til hamingju með sigurinn en þetta er samt ekki búið enn og Fylkir á eftir að rústa þessu. Það er huggun hamri gegn að Swindon vann 4-0 um helgina. Ekki var Ferrari liðið neitt til að hrópa húrra fyrir þessa helgi svo almennt séð var þessi helgi í mínus fyrir mín lið í íþróttum.
|