Þá er bara að velja lag til að syngja í Idol keppninni en ég er einmitt skráður þar. Hvaða lag skal taka, fær maður kannski einhver lög af handahófi til að syngja? Hvaða rugl er það, ef það væri. Nei ætli ég taki ekki uppáhaldssöngvarann og hinn þarna og svo gaurinn sem já, einmitt að ógleymdum sjálfum manninum auðvitað á ég svo eftir að taka lagið með manninum með nafnið. Ég gef ekki upp nöfn þeirra vegna þess ég vill ekki að einhverjum öðrum detti í hug að stela mínum hugmyndum. Kannski soldið paranoid en ég er stoltur af því, enda nýlega álitin manískur af áhorfendum lífs míns.
|