Þegar ég skrifaði um daginn að betra væri að fá vogrís eða frunsu fremur en hálsbólgu og nefrennsli hugsuðu eflaust flestir, já einmitt haha. En Guð sagði bara ok fyrst þú endilega villt og henti á mig eyrnabólgu eins og ég var með um daginn nema núna í hægra eyrað. Þannig að núna er stanslaus þrýstingur á hægra eyra og ég get ekkert í því gert.
Ekki er ég glaður yfir þessu,
en ég er þó glaður yfir þessu Uppáhaldsfrænka mín var að setja upp blogg. En hún er einmitt að fara til Ítalíu í vetur og skrifar allar sögur og rugl á bloggið sitt.
mánudagur, ágúst 25, 2003
Skrifað af Jon Minn klukkan 19:35
|