sunnudagur, ágúst 31, 2003

Djöfuls sjálfseyðing. Ég rústaði stjórnmálaferli mínum með þáttöku í þessu Idol rugli. Komst ekki áfram því ég syng falskt. Ég ætla ekki að horfa á þessa sjónvarpsútsendingu. En allt annað en söngurinn var samt besta skemmtun og ég hefði ekki hætt við fyrir hvað sem er, eins og ein stelpan sem hætti við 15 mínútum áður en kom að henni. Þetta var ágætt ég held bara ég hafi ekki komið vel út, söng ekki vel en það versta er að mér var líka alveg nákvæmlega sama. Þetta kæruleysi á eftir að koma mé í gröfina. Þetta byrjaði allt í morgun þegar ég mætti 8:30 og beið til klukkan 17:30 sem eru víst 9 heilir klukkutímar. Gerði ekkert nema horfa á bíómyndir í bíósalnum á Hótel Loftleiðum þær voru reyndar ágætar Nigel Hawthorne lék í annarri og hin var léttgeggjuð snjóbrettamynd sem ég man ekki alveg hvað heitir. Svo byrjuðu fótboltaleikir og So'ton Man.Utd. kepptu og þar vann Southampton, síðari leikurinn var leikur Arsenal og Man.City og þar skoraði varnarmaður Arsenal frábært mark í sitt eigið mark. Svo var ég kallaður niður í gryfjuna. Þar tók við þónokkur bið og síðan var ég beðinn að setjast í stólana sem voru á ganginum þar sem áheyrendaprófin fóru fram. Við sátum þarna 10 manns aðallega stelpur sem voru með allt á hreinu um Idol og vissu allt. Simmi og Jói voru helvíti góðir að tala við liðið og hughreista það, þegar röðin kom að mér að sitja í sætinu næst herberginu þar sem töfrar gerast kom myndavél í andlitið á mér og eins og mér er einum lagið fór ég að kjafta í vélina og Jói kom inní samræðuna og þetta var helvíti skemmtilegt bara ef þessi keppni væri bara eitthvað flipp fyrir framan myndavél og ég hefði sleppt því að syngja. En nei ég þurfti að syngja. Eyþór, tæknimaðurinn sem stjórnaði öllu kom og heilsaði mér og sagðist vona að mér gangi sem allra best og ég bið að heilsa móður þinni sagði hann og ég sagði já ég bið að heilsa konunni þinni(en það er einmitt Sigga sem skrifaði í ShoutOut hér að neðan og bað mig þar vinsamlegast ekki setja mig á of háan hest þó ég hafi komist í gegnum fyrsta holl). Svo gaf Eyþór vinur minn Simma og Jóa merki og við löbbuðum þrír ganginn í góðum fíling og ég fór inn og lokaði á eftir mér..... Þar inni var allt þetta lið Bubbi, Sigga og Þorvaldur plús eitthvað tæknilið og lífverðir. Ég byrjaði á að bjóða góðan daginn og fór síðan úr anorakk sem ég var í og henti honum á gólfið, þau voru ánægð og Bubbi sagði já þú ert hress eftir að ég var búinn að segja þetta er búinn að vera langur dagur. Ég fann á þeim að þau voru þreytt eftir alla hlustunina í dag og ég sá strax eftir því að hafa imprað í því að raunveruleikinn væri fyrir utan. Heyrðu jonminn.blogspot.com staðsetti sig á límbandið og þau spurðu eitthvað og ég svaraði eitthvað rugl. Svo byrjaði þessi Garðar Hólm söngur sem mér fannst bara fyndinn og kláraði en þá kárnaði gamanið. Þeim leist bara ekkert á þetta Bubbi sagði bara Nei ekki nógu gott og Þorvaldur líka en þeir leyfðu Siggu ekkert að komast að og ég til að tryggja það að koma í sjónvarpið fór að röfla í þeim og vildi fá skýringar og þau sögðu jú þú varst falskur en hafðir samt gaman af þessu en þetta var bara ekki nógu gott hjá þér eiginlega bara glatað. Jég sagði bara okey þá þakka ég bara fyrir og þessir 9 tímar voru sannarlega þess virði. Þegar ég fór út aftur biður Simmi og Jói á hnjánum í bænastellingum og horfðu á mig eins og hundar á húsbóndann. Ég sagði við alla ÞAU VILDU EKKI HLEYPA MÉR INN hvað er eiginlega að þeim, ég skil ekki þau sögðu bara að þetta hefði verið það versta sem þau hefðu séð í langann tíma. Simmi fór alveg í kerfi, ha sögðu þau það og ég bara, já og við eigum ekki eftir að verða bestu vinir, svo faðmaði ég Simma og Jóa og við löbbuðum til baka með myndavélarnar allt í kring. Það síðasta sem ég sagði í myndavélina var "Eru engir stólar hérna sem ég get brotið?" Svo fór ég mína leið og Idol fór sína leið beint til Helvítis. Ég þarf allavega ekki að fórna meiri drykkju fyrir Idol sem betur fer. Á heildina litið er ég sáttur við þetta þó svo að ég hafi ekki gert mitt besta, ég hefði samt getað sungið eitthvað virkilega vont lag sem hefði verið obvíus glatað. En ég held að ég komi í sjónvarpið með þessari frammistöðu. Endilega skrifið eitthvað um þetta í ShoutOut.