Ég var með myndavél í bænum í gær og tók rugl mikið af myndum, allar myndirnar gætu þó ekki undir neinum kringumstæðum mátt missa sig. Ég er meira segja á því að þær séu alls ekki of margar. Ég tók til dæmis enga mynd af Elfu þó Einar (næstum besti vinur minn á komandi vetri) hefði fengið sína tekna af sér. Annars er ég orðinn svaka tölvugóður og von bráðar mun ég setja upp fleiri fítusa á bloggið og jafnvel gera eitthvað .is dæmi því það er víst svo svaka gaman. En meira um það seinna, best að fara á línuskauta.....
|