Ég fór á Kubrik í gær í þeim eina tilgangi að sjá Barry Lyndon því sú mynd var sú eina sem mig langaði að horfa á í þessu maraþoni. Þegar ég mætti tíu mínútum eftir að myndin átti að vera byrjuð, stóð sýning á Clockwork Orange og meira að segja í miðri myndinni. Það kom seinna í ljós að maraþonið var 90 mínútum á eftir áætlun. Þetta eyðilagði fyrir mér planið! Ég glápti á CO til enda, hef margoft séð hana. Stórkostleg mynd, bara ekki á þessum tímapunkti. Eftir hana kom hlé sem varði ansi lengi og þá hóf upp raust sína í hljóðnema skringilegur maður kanadískur og byrjaði að þakka fólki fyrir að vera þarna, síðan sagði hann bíógestum að týna upp draslið en ekki með því að láta poka ganga á línuna heldur með því að setja nokkra áhorfendur í verkið, meðal annars lenti Andri vinur minn í þessu og hann tók sómasamlega til, með smá aðstoð frá áhorfendum. Gaurinn með hljóðneman flutti þá í kommúnu og allt var frábært hjá honum. Þegar þessu átaki lauk talaði hann í stundarfjórðung um löggusvínin sem reyndu að loka sýningunni og hvatti fólk til að stoppa þá ef þeir kæmu og ætluðu að slökkva á tækjunum. Ég hélt nú með laganna vörðum í þessari kjaftæði mannsins. Hann sagði ÞEIR hefðu hangið fyrir utan í allan dag að hindra fólk að koma inn, getur verið ég veit það ekki. Svo loksins þegar þessi þriggja tíma mynd átti loks að byrja rúmum tveim tímum á eftir áætlun byrjaði hann að rausa um eitthvað sem á frekar heima á heimasíðu. Loks byrjaði myndin, ég ætla ekki að gagnrýna hana hún hafði sýna kosti og galla, en allar tökur í myndinni gætu verið málverk, svo flott. En þá fraust draslið og eftir stutt 5 mínútna stopp var byrjað aftur en þá á röngum stað svo glöggir áhorfendur öskruðu réttan kafla til tæknimannanna. Það reddaðist og sýningin hélt áfram rétt en alla sýninguna varði hik í tölvubúnaðnum svo einstaka orð og sekúndubrot duttu út. Þegar myndin var að detta inn í hléi kom fullt af fólki til að horfa á Shining en þá var óvart mjög langt í þá mynd, leiðinlegt fyrir fólkið ég fann til með því. En ég kláraði myndina og fór síðan heim án þess að borga krónu, það vantar meira af svona afþreyingu.
sunnudagur, janúar 12, 2003
Skrifað af Jon Minn klukkan 18:13
|