Alltaf bætast fleiri við að tjá sig um skrifin. Ég sýndi fólkinu í vinnunni bíósöguna, það vakti mikla lukku. Auður sendi mér rafpóst sem innihélt skrif um bíósöguna einnig en hún bætti við og benti mér hversu gaman það gæti verið að hafa möguleika á því á kommenta á greinarnar og ég fékk fiðring í magan yfir því að það gæti verið möguleiki, en eftir mikinn lestur í hjálpinni á blogspot komst ég að því að slíkur munaður kostar peninga, nema ég væri auðvitað með síðuna annarsstaðar svo ef einhver bendir mér á betri stað sem mér líkar við gæti svo vel farið að ég myndi afrita skrifin á þessari síðu þangað þar sem fólk gæti skrifað eitthvað svo mikils virði. En síðan datt mér í hug að hafa þessa síðu bara svona og fá viðbrögðin í mannheimum en ekki netheimum, svo næstu mínúturnar er ég harðákveðinn í að halda þessu fyrirkomulagi.
Ég pantaði mér einkastílinsta í ónafngreindri verslun í Smáralind, það kostaði ekki neitt. Ég mætti bara og rölti um búðina með afgreiðslu konu sem benti mér á föt sem myndu passa á mig en það var ekki mikið úrval, þó búðin væri stór. Ég keypti stutterma skyrtu og langerma bol, ég er alveg orðinn leiður á þessari fátækt að finna á mig föt. Þess vegna er ég orðinn hálf leiður og kominn með nóg af því að verslanir flytja bara inn föt á litla fm töffara eða aðra litla menn, það er eins og ÞEIR séu allir ofsalitlir hvað er málið ég er brjálaður.
Hey já nú veit ég, ég er kominn með þetta. Ég hef komist að því að öll föt sem til eru í mínum stærðarflokki eru annars vegar fyrir kokteilboð og hins vegar fyrir útivist. Í alvöru ég get fengið á mig jakkaföt hvar sem er og skyrtur hvar sem er nema í aumingjabúðum eins og Dressman náttúrulega. Ég get líka fengið risa snjóúlpur og buxur í öllum helstu útivistabúðum. Síðan halda ÞEIR að allir sem eru stórir séu líka feitir, það er bara algjör misskilningur sem sprottinn er uppúr heimsku verslunarstjóra. Peysur víkka í hlutfalli við lengd og fólk virðist ekkert sjá athugavert við þetta og þegar ég fór í nýju búðina High and Mighty sá ég bara fituhlunkaföt djöfullsins aumingjar eru þessir menn, auglýsa að loksins séu komin föt fyrir stóra karlmenn, gaurinn sem afgreiddi mig hélt hann væri búinn að frelsa alla stóra karlmenn frá fátækt fatavals, síðan bjóða þeir bara uppá jakkaföt. Orðsending til High and Mighty fólk hefur getað látið víkka eða lengja jakkaföt hjér í ómunatíð, það eru venjulegu fötin sem stórir karlmenn þarfnast OG enn eitt hvað er málið með verðið á fötum fyrir stórt fólk, það mætti halda að við værum á 17, öld og allir feitir væru svo spikaðir af því þeir væru svo ríkir. HM er ofsa dýr of dýr miðað við að þetta er engin merkjavara, frekar labba ég niður í Herra Húsið og tala við fagmennina þar. Ég er ennþá brjálaðari en áðan, og þessum greinarflokki er ekki lokið ég get bara ekki hugsað mér er svo mikið niðri fyrir.
laugardagur, janúar 18, 2003
Skrifað af Jon Minn klukkan 14:00
|