Hæstaréttardómur frá 1962 blaðsíðu 74
Mig langar að láta hér flakka Hæstaréttardóm sem ég fann við fróðleiksleit mína um daginn.
2 fyrirmynda starfsmenn voru að spúla vinnusvæði sitt að vinnu lokinni(örugglega í frystihúsi). Annar var með slönguna og var að spúla, hinn vildi fá að spúla sitt svæði sem fyrst en hinn fyrri tók ekki í það. Þá grípur seinni í slönguna og hyggst ná henni af fyrri. Fyrri tekur þá upp hníf og sker fremri bitann sem seinni hafði náð af svo hann hélt vatnsstraumnum, réðst seinni þá á fyrri og vildi ekki betur til en hnífurinn fór í fót seinni. Sá slasaði fór í mál við vinnuveitanda sinn og vildi fá slysið bætt frá honum. Taldi Hæstiréttur að ekki væri um reglubundna þætti starfs sem orsökuðu tjónið og var vinnuveitandi sýknaður um bótakröfu.
Þetta er víst dæmi um að afbrigðleg hegðun við vinnu skapar ekki skaðabótaábyrgð vinnuveitenda.
laugardagur, janúar 18, 2003
Skrifað af Jon Minn klukkan 14:07
|