Mig dreymdi draum um daginn, hann skiptist í tvo hluta. Hann byrjaði þannig að ég var á einhverjum venjulegum matsölustað það var allt frekar bjart yfir húsgögnunum og helmingur salsins var setinn þetta var um miðjan dag. Ég og einhverjir 3 aðrir vorum að bíða eftir matnum, við sátum við gluggann þetta var í einhverri stórborg. Þá kemur þjónustu stúlkan til okkar og biður okkur um að standa ekki upp næstu tvær mínútur eða svo, við vorum nú ekki á þeim buxunum og vildum vita hvað væri hér á seyði, þá sagði hún okkur að það væru á leiðinni fjórir rússneskir kafbátaforingjar sem væru heldur lágir í loftinu og þeir hringdu á undan sér til að biðja um að engin sem væri stærri en þeir stæðu uppi meðan þeir gengju í sætin sín. Allt í lagi sagði ég og samferðafólk mitt. Síðan biðum við og inn komu þessir fjórir kafbátaforingjar sem hröðuðu sér í sætin sín. Þá vorum við alltíeinu búin að borða og ég labba hringinn uppað básnum þar sem þeir sátu og spyr hvort ég megi ekki taka mynd af þeim, þá sá ég hverjir þetta voru þarna var fremstur í flokki Boris Jeltsín í foringjabúningi og síðan sá ég þarna rússneskann stjórnmálamann sem fórst í þyrluslysi fyrir nokkrum árum ég sá andlit þeirra greinilega. Hinir tveir voru einhverjir minni spámenn ég sá ekki andlit þeirra, allir voru þeir í eins búningum með húfurnar. Síðan kom að seinni hluta draumsins þá var ég staddur á fínni veitingastað en mér fannst hann vera á nákvæmlega sama stað og herbergið var það sama þó búið væri að skipta um innanstokksmuni og mála og svona. Allt var orðið dekkra, gólfteppi var á gólfinu það var svart með rauðu merkja mynstri rosalega dýrt. Veggirnir voru svona dökk rauðir og ljósin voru dauf gul einhvervegin. En þessi hluti byrjar við afgreiðsluborðið þar sem ég og sessunautur minn voru eitthvað að biðja um til að éta, síðan fórum við aftur í sætin og þá kom í ljós að hann hafði pantað eitthvað vitlaust því að þegar ég hjálpaði honum uppí sætið sitt aftur komí ljós að hann hafði pantað sér krabbaheila að éta hann skildi nefnilega ekki letrið á matseðlinum og hafði bara bent á eitthvað, hann skildi ekki letrið af því að hann sjálfur var krabbi, já það er rétt sessunautur minn var krabbi. En af því að hann var svo kurteis vildi hann ekki vera með læti og ákvað bara að borða það sem hann hafði pantað, hann byrjaði að klippa skelina frá svo hann kæmist að heilanum sem leit út eins og toppurinn á marglyttu. Síðan kláraðist þessi draumur í því að ég vaknaði en mundi mikið af draumi morgunsins. Ef einhver getur ráðið drauminn væri það mjög vel þegið en úr því ekki er hægt að skrifa á þessa síðu er netfangið mitt jonfinnbogason@hotmail.com copy og pastaðu það ég nenni ekki að hyperlinka það. Öll svör verða birt. Ég man líka eftir tveimur öðrum mögnuðum draumum en ég segi frá þeim seinna.
|