föstudagur, janúar 24, 2003

Um daginn var gerð athugasemd við viðbót við nafn sem ég hafði tilgreint. Leon er nafnið á manninum en ég bætti við –ci, til að hnýta í viðkomandi kímni varðandi hve nafn hans er keimlíkt nafni söngkonunnar Leonci. Mun þetta eitthvað hafa farið fyrir brjóstið á vini mínum, ég vil taka það fram að ég ætla mér ekki að viðhafa níð um menn, aðeins málefni og þá menn sem samdauna eru orðnir málefni, en það á engan veginn við í þessu máli, sem betur fer! Ég vil biðja Leon afsökunar á því að hafa gert grín að hans nafni. Þessu máli er nú lokið af minni hálfu.

Steinunn frænka mín hrósaði mér í hástert fyrir þessa vefsíðu og sagðist hafa notið lesturs bíla-frost-sögunnar, hennar orðalag. Ég vil þakka henni fyrir það. Einnig vil ég þakka þeim fjölmörgu sem hafa hrósað mér fyrir framtakið. Tommi sagði upphátt í margmenni að ég kynni að skrifa, ekki vill maður mótmæla slíkri athugasemd, enda gæti það vel verið rétt. Ég hef núna komist að því að ég er sjálfmiðaður mjög og elska það þegar MÉR er hrósað, lifi nánast á því.

Já djöfull er annars kalt að labba á milli húsa í Háskóla Íslands.

Aukinheldur vil ég árétta önnur gömul stefnumál mín. Ég legg til að við leggjum virðingu fyrir Bandaríkjunum niður innra með okkur, aðallega vegna hroka þeirra.

Ég ítreka að stríðið við skítug sturtugólf í íþróttahúsum og sundlaugum er enn í fullum gangi.

Einnig hvet ég alla til að lesa bíósöguna og bíla-frost-söguna.

Á 20 mínútu í leik Swindon við Blackpool á County Ground um daginn skoraði Stefani Miglioranzi með glæsilegur skoti langt utanaf velli og staðan 1-0 . En síðan jöfnuðu Blackpool á einhverju svindli og lokatölur urðu 1-1, en tekið skal fram að andstæðingurinn er í toppbáráttu enda hafa keypt stjörnur til liðsins á meðan Andy King notast aðallega við stráka úr bænum. Þeir Griemink, Gurney, Reeves, Heywood, Marney, Miglioranzi, Robinson, Hewlett, Duke, Invincibile og Parkin skipuðu liðið og Farr, Edds, Willis, Sabin og Nightingale sátu bekkinn. Danny Invincible fékk gult og verður því að læra að hemja skap sitt. Annars fínn leikur.

Ég vona að helgin verði góð, Magga ætlar að halda síðbúna afmælis veislu og það með glæsibrag, ef marka má það sem mér er sagt.

Áfram Ísland.