laugardagur, janúar 25, 2003

Ég þjáist af einbeitingarskorti eða finn ekki það sem ég vil einbeita mér að. Mig skortir skýra hugsun þegar ég les frægar bækur, mér dettur margt ótengt lesefninu í hug þegar ég les. Ég vil geta lesið bækur án þess að truflast af hugsun minni, en get það ekki. Þetta gæti verið stór galli á mínum manni. Ég gæti útskýrt þetta betur ef mér hefði ekki dottið í hug að ímynda mér annað. Sem ég núna er búin að gleyma vegna þess ég fékk aðra hugsun í millitíðinni. Á fræg bók ekki að halda einbeitingu og vera áhugaverð, annars væri hún ekki fræg. Hvað heitir aftur bók Darwins, jú fer bara á bok.hi.is og kanna það í greini opna gluggan og bíð svo eftir að hann verði valhæfur, held áfram að skrifa á meðan því tölvan er svo hæg. Það er aðallega útaf því að ég er með skráarskiptiforrit í gangi og nota það til að ná í bíómyndir eins og Conan the Liberian, About Schmidt, Heat og fleiri áhorfsvænar að mínu mati en Gegnir forritið segir að Darwin bókin heitir nei Gegnir virkar ekki og hún heitir eitthvað tegundanna eða eitthvað skiptir ekki máli spyr bara Valda fróða.

2 umferð Gettu Betur fór fram í síðustu viku, lið Fjölbrautaskólans við Ármúla náði 30 stigum en tapaði fyrir MH. Þess ber að geta að stigahæsta tapliðið kemst áfram í sjónvarpið. Í gær föstudag fór síðan fram seinni lota umferðarinnar fram. Allt leit vel út fyrir FÁ hver keppnin af annarri kláraðist án þess að þrjátíu stigin næðust. Þegar svo síðasta keppni kvöldsins var vel á veg kominn virtist sem Bændaskólinn og MA myndu bæði komast í 31 stig. Ármýlingar hefðu þannig dottið út, strákarnir sátu á fremsta bekk hölluðu sér fram og báðu Loka að hindra hugsanaflæði liðanna. Þegar síðasta spurning var fram borin var staðan 31 – 28 fyrir MA og Hvanneyri átti eitt hljóðdæmi eftir. Spurt var um Pavarotti og annað atriði, greinilegt var að Böðvar Samgöngumálaráðherrason vissi svarið, gífurleg spenna ríkti þar til svarið kom vitlaust frá Bændaskólanum og Ármúli kominn áfram. Til Hamingju strákar, þið farið í sjónvarpið.

En svo við snúum okkur nú að öðru máli. Bréf til Láru er mikið meistaraverk ég las fyrstu 3 blaðsíðurnar án þess að missa einbeitinguna svo þessi bók lofar góðu.