Hið versta hefur gerst. Þetta Nokia drasl virkar ekki eins vel og ég keypti það. Tónlistin spilast en ekki í sjálfum mediaplayernum og bara eitt lag í einu. Hvað getur maður gert? Ekki mæti ég með tölvuna og held sýnikennslu á vitleysu símans fyrir misáhugasama verslunarstarfsmenn? Fyrir utan að ég er búinn að brjóta skjáinn, missti hann um morgunstund.
Eiginlega er mér farið að vera sama, því ég er kominn á fyrsta glas (fékk reyndar bara hvítvín ekki bjór) og verð bráðum kenndur.
Það er jú tilgangurinn með þessu öllu saman - lifa.
föstudagur, nóvember 09, 2007
Skrifað af Jon Minn klukkan 19:35
|