Google Androit
Mér lýst vel á þetta meinta fyrirbæri, sem breytir farsímanum þínum í tölvu, reyndar lítið annað en hugmynd sem stendur.
En ég held að þetta skref Google sé í rétta átt. Hver er ekki orðinn þreyttur á 386 stýrikerfum farsímanna okkar? Hver verður ekki brjálaður þegar hann tengir farsímann sinn við tölvuna og sér hann er kominn aftur í Windows95? Að ég tali nú ekki um misvitra valmynd.
Hugsaðu þér ef þú gætir sótt þér skype og msn á farsímann þinn? hmmm hvað með netkostnað? Kannski verður farsíminn ekki að tölvu fyrr en netnotkun verður orðin ókeypis.
Svo kannski maður hætti bara að hugsa um þetta í bili.
Það verður gaman að kíkja á kosninganóttina í kvöld. DR er að auglýsa hvar flokkarnir eru að bjóða uppá bjór - ég er í fríi á morgun.
þriðjudagur, nóvember 13, 2007
Skrifað af Jon Minn klukkan 17:49
|